Víkurfréttir - 19.01.2006, Blaðsíða 23
IRNESJUM
Skemmtilegt starf en
mikil vinna
Iþróttir hafa alla tíð verið stór
hluti af heimilislífinu hjá Krist-
ínu og hennar fólki. Davíð
Þór, yngri sonur hennar, lék til
margra ára með íslandsmeist-
urum Keflavíkur áður en hann
flutti sig um set fyrir skemmstu
og Kiddi æfði körfubolta af
kappi fram á unglingsár. Síðustu
fimm ár hefur Kristín verið í
stjórn barna- og unglingaráðs
Keflavíkur og segir hún það
vera afar gefandi starf.
„Það er bara svo gaman að vinna
með fólki og maður kynnist
svo mörgum í gegnum starflð.
Ég var búin að heita mér því
að þegar strákarnir mínir væru
orðnir stálpaðir gæti ég farið að
gefa mig í að vinna að barna- og
unglingastarfi í íþróttum og fór
að vinna að körfunni á fullu.
Nú er ég samt að draga mig út
úr þessu. Þó að starfið hafi verið
ótrúlega skemmtilegt er líka
ótrúlega mikil vinna sem fylgir
því. Ég trúi því líka að maður
eigi ekki að ílengjast í svona
starfl í meira en fjögur til fimm
ár því þá ertu að brenna yfir. Þá
víkur maður fyrir nýju fólki og
nú er Margrét Sturludóttir búin
að taka við og ég er rosalega
ánægð með að hún sé komin í
minn stað.”
Hefur íþróttablóð í æðum
Kristín er sjálf ekki ókunnug
íþróttaiðkun og hefur mikið
keppnisskap að eigin sögn.
„Við vorum þrjár systurnar sem
spiluðum handbolta hjá Sigga
Steindórs á sínum tíma og við
rifumst alveg eins og hundar og
kettir þó að við værum allar í
sama liði,” segir Kristín og hlær
dátt. „Mamma hótaði því oft
að banna okkur að æfa því við
rifumst svo mikið. Þannig að
ég get ekki neitað því að ég hef
mikla kepnishörku og íþrótta-
blóð í æðunum, en íþróttirnar
hafa spilað mikinn þátt í okkar
fjölskyldulífi og veitt okkur for-
eldrunum ómælda ánægju.”
Verð alltaf með
í Samkaupsmótinu
Hápunktur ársins hjá yngri
flokkunum, Samkaupsmótið, er
framundan og undirbúningur
er farinn af stað. Sem fyrr er
Kristín þar í eldlínunni. „Ég er
á kafi í undirbúningi fyrir mótið
sem er alltaf að verða stærra og
stærra þannig að það er ótrúlega
mikið að gera í kringum það.
Það er líka ofsalega gaman og
Samkaupsmótið er eitthvað sem
ég verð alltaf með í. Þó ég geri
ekki neitt annað en að labba um
eða sussa á krakkana. Þetta er
mikið verkefni en það sem gerir
það kleift er ótrúlega góð sam-
vinna Keflavíkur og Njarðvíkur.
Þar sýnum við hvað við getum
verið öflug þegar við vinnum
saman, en það er ofboðslega
margt fólk sem þarf að koma að
því móti svo vel takist til.”
Maður þarf að gefa af sér
Þrátt fyrir að Kristín sé að
minnka við sig í körfunni segist
hún alls ekki vera að hætta í fé-
lagsstörfum.
„Arin í körfunni eru búin að
vera frábær tími og gaman að
hafa hellt sér út í þetta. Ég gerði
mér ekki grein fyrir því þegar
ég fór út í þetta hvað þetta var
rosalega mikil vinna og ég tek
ofan af fyrir öllu því fólki sem
gefur sig í það að vinna sjálf-
boðavinnu eins og þessa. Það er
mín skoðun að fólk á að gefa af
sér til samfélagsins. Við búum
í frábæru samfélagi og eigum
að hlúa að því og þessum yndis-
legu krökkum sem við eigum á
öllum sviðum.
Nú er ég hins vegar orðin amma
og er rosalega lukkuleg með það
og hlakka til að gefa mér meiri
tíma til að sinna því. Ég er samt
ekkert hætt í félagsstörfum og
ég á eftir að hjálpa til í körfunni
svo lengi sem fólk vill nýta mig.
Maður getur alltaf hálpað til þó
það sé ekki nema að taka að sér
að þrífa búninga eða eitthvað
slíkt. Það er alltaf eitthvað sem
maður getur gripið í.”
B óndadagsmatsedill
Humar- og rækjurisotto með sallati
Humar og skötuselur á spjóti, með
bakaðri kartöflu
Humarpasta með grænmeti
Humarfylltur skötuselur með grænmeti
og kartöflum
Matseðill hússins einnig í gangi
Kaffi Duus
Besti
veitingastaðurinn
á Suburnesjum
Duusgötu 10 - Reykjanesbæ - s: 421 7080
Atvinna
Dagvinna, aukavinna, helgarvinna
Langar þig til að breyta til og vinna
hjá fyrirtæki sem meturfólkafverðleikum
og borgar laun í samræmi við það.
Upplýsingarog umsókn á
www.verkmenn.is /421 6353
Auglýsingasími
VÍKURFRFTTa
0210000
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUOURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN19.JANÚAR20061 23