Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2006, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 19.01.2006, Blaðsíða 22
Srl VÍKURFRÉTTIR MAÐUR ÁRSINS 2005 Á SUÐL KRISTIN KRISTJANSDOTTIR hóf rekstur fatabúðarinnar Kóda ásamt Halldóru Lúðvíksdóttur árið 1983 í kjall- ara gömlu lögreglustöðvarinnar þar sem Olsen Olsen er nú til húsa. Þær ráku búðina saman í tæp 20 ár þar til Hildur, systir Kristínar, kom inn í reksturinn í stað Halldóru. Ég veit eiginlega ekki hvernig þetta kom til sagði Kristín í samtali við Víkurfréttir, en hún hafði að eigin sögn enga reynslu af verslunar- rekstri þegar þær byrj- uðu. „Ég var bara með ólæknandi fatadellu og mikinn áhuga og það hrinti okkur af stað. Við vorum ungar konur með börn, en við vorum bjartsýnar og langaði að prófa eitthvað nýtt. Svo hefur þetta rúllað ein- hvern vegin þó þetta sé ekki alltaf dans á rósum, en okkur var mjög vel tekið allt frá upphafi.” Taka samkeppni fagnandi Ekki hefur altaf blásið jafn byr- lega og nú í verslunarrekstri á Suðurnesjum því fyrir noklcrum árum var svartsýnin allsráðandi. Kristín segir andrúmsloftið hafa gjörbreyst. „Verslunum var að fækka við Hafnargötuna og það var manni að sjálfsögðu áhyggju- efni. Það var ekkert nema nei- kvæðni og svartsýnisröfl sem enginn græðir neitt á. Svo með jákvæðri stjórnum í bænum okkar og betri bæjaranda skap- ast meiri áhugi á bænum og verslunarrekstri sem er bara jákvætt fyrir okkur hin. Fólk heldur að við séum á taugum þegar nýjar búðir koma en við tökum öllum fagnandi. Þegar úrvalið eykst fer fólki að fjölga og þá hagnast allir. Ég er búin að standa í þessu í rúm 20 ár og sé ekkert nema bjarta tíma framundan.” Þrífst best í annríki Samtökin Betri Bær voru stofnuð árið 2003 í þeim til- gangi að efla rekstur fyrirtækja í Reykjanesbæ og þá sérstaklega miðbæinn. Kristín hefur tekið virkan þátt því starfi og telja samtökin nú um 150 fyrirtæki. Á meðal verkefna samtakanna er Jólabærinn Reykjanesbær, sem Kristín er í forsvari fyrir. „Vinnan í kringum Jólabæinn er bara gaman og mikið aksjón í kringum það. Annars þrífst ég í því að hafa nóg að gera og það er að sjálfsögðu mikið að gera um jólin.” Fyrir þessi jól var talið að verslun á Suðurnesjum myndi gjalda fyrir þann fjölda íslend- inga sem fór í verslunarferðir á árinu. Svo fór þó ekki og gekk jólaverslunin vel. Kristín segir að rétt hugarfar verslunareig- enda skipti máli. „Stundum veltir maður því fyrir sér hvort eitthvað eigi eftir að hafa áhrif á gengi verslana hér, en það er einföld staðreynd að í svona litlu samfélagi verður þú að standa þíg og verða sam- keppnishæf hvað varðar þjón- ustu og verð. Ég vil meina að það höfum við gert. Áður fyrr var oft spurt hvað maður væri að gera í Keflavík, en nú vilja allir vita hvað hafi gerst hér í Reykjanesbæ. Það hefur orðið bylting í hugarfari annara til okkar. Það er allt orðið svo flott og fínt hjá okkur og ég vil trúa því að bjartir tímar séu framundan. Við systur í Kóda höldum alla vegana okkar striki. Við erum ekki með á döfinni að stækka við okkur heldur ætlurn við að halda betur utan um það sem við erurn með.” VÍKURFRÉTTiR Á NETINLI -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 22 | VÍKURFRÉTTIR : 3.TÖLUBLAÐ ; 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.