Víkurfréttir - 19.01.2006, Blaðsíða 21
PRNESJUM
Kiddi ásamt Aroni syni
sínum. Þeir feðgar
tóku lagið saman,
hvor með hljóðfæri af
hæflegri stærð.
Á innfelldu myndinni
er Kiddi á tónleikum
með Baggalúti.
Viðtöl: Þorgils Jónsson
verður svolítið að lesa í viðkom-
andi, en sumir geta tekið illa
í ráðgjöf. Ég leyfði nokkrum
strákum einu sinni að taka upp
eitt lag hjá mér eftir að þeir
höfðu hjálpað mér með dót á
haugana. Þegar þeir voru búnir
að renna einu sinni í gegnum
lagið spurði ég þá, eins og vant
er, hvort þeir vildu ekki aðra
töku, en þeir sármóðguðust og
gengu út,” segir Kiddi og brosir.
Efnilegir tónlistarmenn á
Suðurnesjum
Jafnan er vel tekið á móti
ungum tónlistarmönnum á
Upptökuheimili Geimsteins og
hafa margir stigið þar sín fyrstu
spor í tónlistarbransanum.
Kiddi segir að jafnvel þó hljóm-
sveitir geti komið sér á framfæri
á vefsíðum eins og rokk.is sé
það eina rétta að gefa efnið út
á disk. „Ef þú gerir það verður
diskurinn alltaf til í safni RÚV
og á Þjóðarbókhlöðunni. Svo
eiga einhverjir plötuna í sínu
safni og þannig lifir tónlistin
miklu lengur.”
Kiddi segir þó að sumar hljóm-
sveitir séu e.t.v. að flýta sér of
mikið og megi gefa sér meiri
tíma til að vinna í tónlistinni
áður en haldið sé inn í hljóð-
ver. „Það er mun betra að leggja
meiri vinnu í eitt lag en að gera
sex sæmileg lög. Ég ræð því ekki
en reyni að benda þeim á það.”
Ef ungir og efnilegir tónlistar-
menn vilja koma sinni tónlist á
disk er þeim í lófa lagið að hafa
samband niður í Geimstein og
ræða þar við Kidda sem getur
lóðsað þá í gegnum ferlið.
Kiddi segir tónlistarsenuna hér
á Suðurnesjum vera ágæta og
hér megi finna mikið af hæfileik-
aríku ungu fólki. „Ég sé mikið
efni í sumum einstaklingum þó
að það sé ekkert band sem er
um það bil að slá í gegn. Það
sem til þarf í það er mikill
dugnaður og úthald, en fyrst
og fremst að hafa eitthvað fram
að færa. Til að skera sig úr fjöld-
anum þarftu að hafa eitthvað að
segja og trúa því sjálfur.”
Tónlistarlífið í landinu er fjöl-
breytt og skemmtilegt að mati
Kidda, en hins vegar eru út-
gáfufyrirtækin oft illskiljanleg.
„Þau eru tilbúin að leggja mikið
fjármagn í plötur frá krökkum
úr IDOL þar sem þau syngja
koverlög á ensku, en voru ekíci
tilbúnir til að taka sénsinn á
Hjálmum.” Hjálmar sneru sér
þess í stað til Rúnars Júlíussonar
og hafa ekki séð eftir því. Þeir
seldu alls um 13.000 eintök af
plötunum tveimur á síðasta ári
sem er langt umfram það sem
Kalli Bjarni, Jón Sig og Davíð
Smári hafa selt.
„Sumir eru í þessum bransa því
þeim finnst gaman að syngja
og það er í lagi, en mér finnst
skrítið að útgefendur séu að
eyða púðri í svona efni í stað
þess að hlúa betur að grasrót-
inni.”
Skemmtilegt en erfitt
Eftir gjöfult ár liggur leiðin enn
uppá við hjá Kidda og hans
hljómsveitum. Hjálmar eru í
sjálfskipuðu fríi þar sem nú er
unnið að því að kynna sveitina
erlendis og komast á tónlistar-
hátíðir. Þó að flestir haldi að
hljómsveitarbransinn fari fram
á nóttunni segir Kiddi að það sé
ekki svo. „Tónleikarnir eru auð-
vitað á kvöldin og á nóttunni,
en vinnan við að bóka sveitina
og vekja athygli á sér fer fram
á daginn. Það er enginn sem
hringir í þig að fyrra bragði og
býður þér að koma að spila.”
Baggalútur er hins vegar í fullu
fjöri og eru þeir félagar nú að
skipuleggja næstu plötu sem
verður í Hawaii stíl og með Ukel-
ele-gítara í aðalhlutverki.
Kiddi segir bransann skemmti-
legan en þó erfiðan og lýjandi
um leið. Aðspurður segist hann
eklci sjá sig í harkinu eftir tíu ár.
„Þetta tekur á, sérstaklega þegar
maður er með fjölskyldu og það
er sjaldnast sem nokkur end-
ist lengi í hljómsveitaharkinu.
Ætli ég verði ekki uppi í RÚV
að gera upp snúrur eftir tíu ár.
Maður verður víst seint rekinn
þaðan,” segir Kiddi að lokum og
hlær. „Það eru ekki allir eins og
Rúnar Júlíusson sem geta helgað
sig tónlistinni í áratugi.”
NÆSTA OPNA
í verslunarrekstri ogfélagsstarfi
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIO Á SUÐURNESIUM
VIKURFRÉTTIR ! FIMMTUDAGURINN19. JANÚAR 2006 21