Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2006, Page 8

Víkurfréttir - 19.01.2006, Page 8
^ Sveitarfélagið Vogar: Fjölmenni á fyrsta bæja rstjórna rfu ndi Fyrsti fundur bæjar- stjórnar í sveitarfélaginu Vogum fór fram í Tjarn- arsal í Stóru Vogaskóla sl. fimmtudag. Mikið fjölmenni var á þessum hátíðarfundi en um 100 manns, 10% bæjarbúa, mætti til að hlýða á fulltrúa sína og var kaffisamsæti í salnum að fundi loknum. Vatnsleysustrandarhreppur breyttist í Voga með tilskipun frá félagsmálaráðuneytinu fyrir skemmstu, en á þessum fyrsta fundi var m.a. afgreidd fjárhags- áætlun fyrir næsta ár, farið yfir drög að nýju aðalskipulagi og skrifað undir rammasamkomu- lag við Búmenn og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar um uppbygg- ingu á þjónustu við eldri borg- ara. Fyrsta mál á dagskrá var að kjósa í bæjarráð, en í þriggja manna ráði verða: bæjarfulltrú- arnir Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson og Birgir Örn Ólafs- son. I yfirferð Jóhönnu Reynisdóttur, bæjarstjóra, um fjárhagsáætlun ársins 2006 kom fram að gert er ráð fyrir 17,8 milljóna króna afgangi. Helstu niðurstöður samstæð- unnar eru eftirfarandi: Heildartekjur: 439,6 milljónir Gjöld: 401,7 milljónir. Þ.a. launatengdgjöld 239,5 millj- ónir. Niðurstaða fyrir afskr. og fjárm. 37,9 milljónir. Rekstrarniðurstaða 17,8 millj- ónir. Veltuféfrá rekstri 43,3 milljónir Eignir 888,3 milljónir. Skuldir og skuldbindingar 509,2 milljónir. Eigiðfé 395,3 milljónir. Vegna mikillar fjölgunar og upp- gangs í bænum á síðustu árum hefur fasteignamat hækkað veru- lega milli ára, en til að mæta þeirri hækkun var álagningar- hlutfall lækkað um 17%. Fulltrúi Landslags ehf. fór yfir stöðu aðalskipulagsmála og sýndi fundargestum yfirleit- mynd af nýju hverfi sem fyrir- hugað er innan við núverandi byggðarkjarna, á landi Minni Voga. Þar er gert ráð fyrir um 400 íbúða byggð sem gæti hýst allt að 100 manns. Að lokinni kynningu ákvað bæj- arstjórn að stefna til samráðs- fundar, eigi síðar en í mars, þar sem íbúar gætu komið sínum skoðunum á framfæri. TÓNLISTARSKÓLIREYKJANESRÆJAR HLJÓMASLÁTTUR NÁMSKEIÐ Á KASSAGÍTAR Námskeið í hljómaslætti á kassagítar fyrir byrjendur og lengra komna hefst þriðjudaginn 7. febrúar. Kennt verður í litlum hópum á þriðjudagskvöldum, eina klukkustund í senn, í 8 vikur. Kennsla fer fram á sal skólans, Þórustíg 7, Reykjanesbæ. Námskeiðsgjald er kr. 12.000 og eru námsgögn innifalin. INNRITUN Innritun fer fram dagana 19.-31. janúar n.k. frá kl. 13:00 - 17:00 á skrifstofu skólans, Austurgötu 13 eða í síma 421 1153. Skólastjóri. ir SQinRHRimSMKT 8982222 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: HSS fær nýtt hjartalínuritstæki að gjöf Heilbrigðisstofnun Suðurnesja barst góð gjöf þegar fjögur stétt- arfélög á Suðurnesjum afhentu stofnuninni nýtt hjartalínurit- stæki. Það voru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmannafé- lag Suðurnesja, Iðnsveinafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Suðurnesja. Tækið er eitt það fullkomnasta sem til er af sinni gerð og á ef- laust eftir að koma sér vel jafnt á slysa- og bráðamóttöku, þar sem tækið verður staðsett, sem inni á deildum. Gamla hjarta- línuritstækið var notað margoft á hverjum degi, en var komið til ára sinna. Auk þess er í nýja tæk- inu innbyggt greiningarforrit sem gefur læknum og hjúkrun- arkonum tillögu að greiningu, en slíkt getur sparað tíma þegar mikið er í húfi. Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri HSS, þakkaði íjórmenningunum sem komnir voru saman til að afhenda tækið formlega fyrir þessa ómetanlegu gjöf. Hún sagði tækið hafa verið í notkun frá áramótum og gefið afar góða raun. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, tók til máls fyrir hönd hópsins og sagði að þeim væri heiður að samstarfinu og væru ávallt reiðubúnir til frekara sam- starfs við Heilbrigðisstofnunina. Að þessari stuttu athöfn lokinni fóru þeir Kristján, Guðbrandur Einarsson, VS, Ragnar Örn Pét- ursson, STFS og Sigfús Eysteins- son, ISFS, í greiningu í hjarta- línuritstækinu og komu flestir vel út. Á myndinni eru fulltrúar stéttar- félaganna ásamt starfsfólki HSS. VÍKURFRÉTTIR ! 3.TÖLUBLAÐ 27. ÁRCANCUR VÍKURFRÉTTIR A NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.