Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 2
Ný skoðanakönnun á fylgi flokkanna í Reykjanesbæ fyrir Víkurfréttir: Eigum eftir að bæta meiru við okkur -segir Sigurður Eyberg, oddviti Vinstri Grœnna „Mér líst vel á þetta og er viss um að við eigum eftir að bæta enn meira við okkur”, sagði Sigurður Ey- berg, oddviti Vinstri Grænna um skoðanakönnunina. „Þetta er í rétta átt og við finnum mikinn meðbyr enda held ég að málefnin sem við stöndum fyrir séu það heilbrigð og góð að þau höfði til margra”, saði Sigurður ennfermur. Sjálfstæðisflokkurinn enn með yfirburði Ótrúlegt -segir Árni Sigfússon, oddviti D-lista. „Þetta er mjög ánægjulegt og reyndar ótrúlegt að þessar tölur séu að koma upp úr hverri skoðana- könnuninni á fætur annarri. „Ég rninni á að þetta er skoð- anakönnun og hvet bæjarbúa til að sýna þessa samstöðu, í kjör- klefanum laugardaginn 27. maí sagði Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæðismanna um skoðana- könnunina. Ekki ánægð -segir Reynir Valbergsson, bœjarstjóraefni A-listans. „Við á A-Listanum eru ekki ánægð með þessa niður- stöðu og það er ljóst að ef þetta verður niðurstaðan á kjördag þá verður erfitt fyrir okkur að veita sjálfstæðisflokk- unum nauðsynlegt aðhald á næsta kjörtímabili. Við erum ansi hrædd um að við missum fólk úr nefndum og ráðum með þessu áframhaldi sem er ekki gott fyrir lýsræðsilega umfjöllun og afgreiðslu mála”, sagði Reynir Valbergsson um viðbrögð sín við skoðanakönnuninni. Landsbankinn Víkurfréttir... 90,1% -Vinstri Grænir sækja í sig veðrið og fá 4,3% Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 68,6% fylgi í nýrri skoðanakönnun Næsta tölublað Víkurfrétta á miðvikudag Næsta tölublað Víkur- frétta kemur út miðvikudaginn 24. maí nk. Vegna þess þurfum við að vera fyrr á ferðinni með alla vinnslu blaðsins. Skil á greinum eru til kl. 15 á fostudag, 19. maí. Auglýsingar berist í síðasta lagi kl. 16, mánudaginn 22. maí. Vinsamlegast hafið greinar ekki lengri en 2500 slög með stafabilum. Þjónustumiðstöð Krabbameinsfélags Suðurnesja Smiðjuvöllum 8 (húsi Rauða krossins) Reykjanesbæ er opin á miðvikudögum kl. 13-17 og á fimmtudögum kl. 09-12. Sími 421 6363 | sudurnes@krabbameinsfelagid.is Krabbameinsfélag t Suðurnesja sem Félagsvísindastofnun hefúr gert fyrir Víkurfréttir. A- listinn mælist með 23,5% fylgi. Vinstri Grænir koma sterkir inn og bæta miklu við sig frá síðustu könnun og mælast nú með 4,3%, Frjálslyndir fá 2,2% og Reykjanesbæjarlist- inn 1,4% fylgi. Þetta eru tölur miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni. Litlar breytingar eru á þessari könnun frá þeirri sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudag- inn nema sem snýr að Vinstri Grænum sem eru farnir að nálgast því að ná manni inn. Sjálfstæðisflokkurinn væri sam- kvæmt þessum niðurstöðum með átta bæjarfulltrúa af ellefu en þeir mælast með 2% rninna fylgi en í skoðanakönnun FB. Á-listinn fengi þrjá bæjarfull- trúa en fylgi hans helst nokkuð jafnt. Aðrir flokkar ná ekki inn manni samkvæmt þessu. Könnunin fór frarn dagana 10. - 13. maí og stuðst var við 600 manna úrtak 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var 65%. Tæp 11% svarenda sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu eða ógildu. Rúm 5% svarenda voru óákveðnir en 13% neituðu að gefa upp afstöðu sína. Ef eingöngu tekið er mið af heildarhlutfalli þeirra sem taka afstöðu í könnuninni þá eru 48,5% fylgjandi Sjálfstæð- isflokknum, en 16,6% A-list- anurn. 3,1% fylgja Vinstri Grænum, Frjálslyndir fá 1,5% og Reykjanesbæjarlistinn 1,0%. Miðað við úrslit síðustu kosn- inga er fylgisaukning Sjálfs- stæðisflokksins upp á tæp 16% en hann fékk 52,8% í kosning- unum 2002. Ef tekið er mið af þvi fylgi sem Samfýlking og Framsóknarflokkurinn, sem nú mynda A-listann, höfðu sam- eiginlega í síðustu kosningum nemur fylgistap þeirra tæpum 24% en samanlagt fylgi þeirra nam 47,2% í kosningunum síðast. OPNA BLAA LONS MOTIÐ Laugardagin 20.maí 2006. Hámarks forgj. karlar 24, konur 28. Þrjár keppnir í einu móti, höggleikur með og án forgj. og puntakeppni Ver&laun: í öllum flokkum 1 .sæti. Flugfarseðill fyrir tvo með lcelandair til Evrópu. 2. sæti. Flugfarseðill fyrir einn með lcelandair til Evrópu. 3. sæti. Vöruúttekt. Aukaverðlaun: Nándarverðlaun á 3.,8. 13. og 16 braut. Vöruúttekt Allir keppendur fá teiggjafir. Keppnisgjald fyrir eina keppni kr. 3000- fyrir tvær kr. 4000- fyrir allar 5000- Ræst verður út frá kl. 8:00 - 15:00 Skráning á golf.is og í síma 421-4103 HITAVEITA SUÐURNESJA HF BLUE LAGOON í©i I C E L A N D 7964 2 IVÍKURFRÉTTIR : 20.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • IESTU NVJUSTU FRÉTTIR DAGLEGAi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.