Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 34
ATViNNA ÓsScom eftir að ráða fólk 'íSB symarsifSeysSngastarfa, Starfið felst í því að stjórna brennslulínu sorpeyðingarstöðvarinnar, ásamt öðrum verkum sem stöðinni tilheyra. Hæfniskröfur: Vélstjórnarréttindi, lyftararéttindi, bílpróf og tölvukunnátta. Skilafrestur ertil 24. maí, hægt er að skila inn umsóknum á netföngin gisli@kalka.is eða gudjon@sss.is, einnig að Berghólabraut 7, Reykjanesbæ. Upplýsingar eru gefnar í símum 897 3882 (Gísli) eða 421 8010 (Kalka). KALK A SotpeyOingars Berghólabr úðun c/o Sturlaugur Ólafsson Úðum gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyðum illgresi úr grasflötum. Leiðandi þjónusta. Úðum samdægurs ef óskað er og ef veður leyfir. Upplýsingar í símum 821 4454, 822 3577 og 4211199 LagersaCa Lagersala Draumalands er hafin á Ránni mikið af nýrri vöru ■ Gerið góð kaup 0 Blómaknd 0 Tjarnargötu 3 - Keflavík sími 421 3855 póstBkassinn Reynir Valbergsson skrifar: Endurkaup eigna Reykjanesbæjar þýða 180 milljónir í aukið rekstarfé > Istefnuskrá A-listans er lögð mikil áhersla á aukna þjónustu við íbúa Reykja- nes bæj ar; Iækkun leik- skólagjalda um helming, endurgjalds- lausar skóla- máltíðir, þátt- tökukort fyrir börn 6-16 ára að upphæð 25.000 og stófellda lækkun fasteignagjalda fyrir ellilífeyr- isþega og öryrkja, sjá nánar á www.alistinn.is. Sum þessara loforða kosta verulega fjár- muni og hefur A-listinn, senni- lega eitt framboða á landinu, lagt fram markvissar tillögur um það hvernig við munum fjármagna stefnumál okkar. Af hverju var Reykjanes- bær eina sveitarfélagið sem seldi allt? Þegar til stóð að stofna Eignar- haldsfélagið Fasteign hf. var hug- myndin að setja á laggirnar fé- lag sem væri í eigu fjármálafyrir- tækja, stærri sveitarfélaga og rík- isstofnana. Þegar svo Fasteign var hleypt af stokkunum, stóðu Islandsbanki, nú Glitnir hf., og Reykjanesbær einir að stofnun þess og settu sínar eignir inn í félagið. Þá spyr maður sig af hverju skyldi það nú vera, hvar voru hin sveitarfélögin, ríkið og fjármálafyrirtækin? A fundi sem Ásdís Halla bæjar- stjóri Garðabæjar hélt um það leiti sem Fasteign var stofnað komst hún að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hyggilegt að selja eldri fasteignir sveitarfé- lagsins og setja þær í Fasteign og studdist hún við útreikninga endurskoðunarskrifstofunnar KPMG. Sjálfstæðisþingmennirnir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og Pétur Blöndal komu inn á rekstrarleiguform sveitarfélaganna í umræðu á Al- þingi síðastliðinn vetur og töluð um að sala eigna væri ekkert nema lántaka sem ætti að koma fram í ársreikningum sveitarfé- lagana, sem meta ætti nákvæm- lega eins og aðrar skuldbind- ingar, eins og önnur lán sem sveitarfélagið tekur. Myndir þú leigja 25 millj- óna einbýlishús á 173 þús kr. á mánuði? Ef við gefum okkur að við ætluð að leigja einbýlishús sem kost- aði 25 milljónir króna og sá sem væri að leigja okkur reiknaði leiguna samkvæmt reikniað- ferðum Fasteignar, þá þyrftum við að greiða um 173.000 kr. á mánuði í leigu eða tæpar 2,1 milljónir á ári. Það er ekki allt, við þyrftum að greiða fast- eignagjöldin sjálf af húsi sem við eigum ekki, sjá um allt við- hald annað en á ytra byrði húss- ins, þar með talið ef ofnalögn springur í vegg og ef uppþvotta- vélin bilar svo fátt eitt sé talið. Það þarf nú engan snilling til að sjá að þannig samningar eru bara góðir fyrir þann sem inn- heimtir leiguna en ekki fyrir greiðandann. Reykjanesbær greiðir nú 476 milljónir á ári í leigu Reykjanesbær er í þeirri aðstöðu að vera greiðandi í dæminu hér að ofan - eina sveitarféiagið sem selt hefur allar sínar eignir og sett í Fasteign. Sveitarfélagið okkar er að greiða í ársleigu til Fasteignar um 476 milljónir kr. eða tæpar 40 milljónir á mán- uði. Hin glæsilega viðbygging við Sundmiðstöðina, 50 metra innilaug og vatnagarður fyrir yngstu börnin kostar 4,8 millj- ónir á mánuði í leigu eða 57,8 milljónir á ári, Heiðarskóli kostar 6,27 milljónir króna á mánuði eða um 75 milljónir króna á ári og fyrir íþróttamið- stöð Njarðvíkur eru greiddar 2,7 milljónir króna á mánuði í leigu eða 32,8 milljónir króna á ári. 180 milljónir á ári í aukna þjónustu fyrir íbúana Við hjá A-listanum höfum reiknað út hvaða áhrif lántaka til endurkaupa á fasteignum hefði á rekstur sveitarfélagsins og komist að raun um að veru- legur sparnaður ávinnist með því að eiga fasteignirnar í stað þess að leigja þær. Tillaga okkar gengur út á að tekin verða lán til 30 ára, sem er jafnlangur tími og leigusamn- ingar eru og þegar búið er að standa skil af afborgunum, vöxtum, þeim kostnaði sem hlýst af yfirtöku eignanna og leiðrétta fyrir þær tekjur sem Reykjanesbær fær fyrir að eiga í Fasteign - þá standa eftir tæpar 180 milljónir króna sem A-list- inn hyggst verja til lækkunar út- gjalda og til að bæta þjónustuna við íbúa Reykjanesbæjar. Ef þú vilt 180 milljóna króna árlegan sparnað nýttan til lækk- unar á útgjöldum og til bættrar þjónustu þá setur þú X við A á kjördag. Reynir Valbergsson fjármálastjóri ITS Bœjarstjóraefni A-listans í Reykjanesbœ Ungir frambjóðendur F-listans í Garði skrifa: Áframhaldandi framfarir Senn líður að kosningum og þú kjósandi góður gerir upp hug þinn hvort þú kýst F-listann eða N-list- ann. Undir stjórn F-listans síð- ustu 8 ár hefur orðið gífurleg uppbygging og mikil tjölgun íbúa. Aldrei í sögu Garðsins hefur verið úthlutað jafn mörgum lóðum og gert var á síðasta kjör- tímabili. Framlög til Gerðaskóla hafa aukist mikið ár frá ári og samkvæmt þriggja ára áætlun F-listans munu þau gera það áfram. Einnig hefur verið gert mikið átak í umhverfismálum með lagningu gangstétta og mal- bikun gatna en N-listamenn hafa sagt að þeir ætli ekki að eyða peningum í malbik og steypu. Uppbygging á Garð- skaga hefur verið mikil en þar vegur þyngst nýtt byggðasafn, sem þykir mjög glæsilegt og hafa Garðmenn fengið mikið hrós fyrir það. Fyrirhugað er að halda áfram uppbyggingunni á Garðskaga. Ætlunin er að skapa tjaldbúum betri aðstöðu með því að vera með aðstöðu fyrir þá í vitavarðarhúsinu. Ef þú kjósandi góður vilt sjá áfram- haldandi uppbyggingu, átak í umhverfismálum, skynsama íjármálastjórn, eignir í eigu bæj- arins, reynsluríka bæjarstjórn og reynslubolta sem bæjarstjóra þá setur þú X við F. Brynjar, Einar, Hannes ogKnútur VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU ‘www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 34 IVÍKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.