Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 23
'ATNAVERÖLD OPNUÐ í REYKJANESBÆ
fræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen, VST undikr forystu Örn
Steinar Sigurðssonar og Ylfu
Thordarson voruráðin til verks-
ins í júlí 2004 og jafnframt var
samið við VST um verkefnis-
stjórn. Útboð fór síðan fram í
ársbyrjun 2005 og verksamn-
ingur við Atafl, sem þá hétu
Keflavíkurverktakar, var undir-
ritaður í mars 2005. Jafnframt
var þá samið við Verkfræðistofu
Suðurnesja um eftirlit með
verkinu. Margir undirverktakar
hafa komið að verkinu á vegum
Atafls og allir hafa lagst á eitt
um að skila góðu verki. Þar er
helst að telja Nesprýði, RAfhoIt,
Malland gólflagnir o Hagté. Sér-
stakukr verktaki, KBE, var feng-
inn frá Þýskalandi til að setja
upp brúna oig Aquasport sér
um laugarbúnaðnn. Fulltrúar
bæjaryfiralda hafa fylgst náið
með verkinu allan tímann og
tekið virkan þ'æatt í sköpun
þess.
Framkvæmdir hafa í öllum að-
aðalatriðum gengið vel, þær
hófust í apríl 2005 og hafa því
staðið fyir í 13 mánuði. Kostað-
aráætlanir hafa staðist, mann-
virkið er áætlað að kosti 680
milljónir. Bæði kostnaðar og
framkvæmdatími er langtum
betri en sambærileg mannvirki
hjá Reykjavíkurborg og Hafn-
arfjarðarbæ. Af þessu erum við
sérstaklega stolt.
Við sem stöndum að fram-
kvæmdinni teljum að sérstak-
lega vel hafi tl tekist. Öll laug-
argerðin, laugarkerfin og frá-
gangur er eins og best verður á
kosið. Það leynir sér ekki að að-
staða íþróttafólksins hefur haft
ákveðinn forgang, sem mótað
hefur gerð laugarinnar að miklu
leyti. Þrátt fyrir áætlanir og
kostnaðartal er þó mikilvægast
það sem maður hefur fundið
undanfarna daga hér í húsinu
er að það hefur sál og góðan
anda, þetta næsti ekki nærri
alltaf. þVið erum sannfærð að
þessi andi muni skila mörgum
metum og glæsilegum sigrum.
Að Iokum vil ég þakka öllum
þeim sem komið hafa að verkinu
og þeim sem hafa stutt okkur í
vinnunni við þetta mannvirkf,
sagði Ragnar Atli hjá Fasteign
við opnun sundlaugarinnar og
vatnsleikjagarðsins.
5TÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Guðný Kristjánsdóttir skrifar:
A-listinn mun stórauka
framlög til menningar
og tómstundamála
Aundanförnum árum
hefur verið mikil gróska
í menningar- og tóm-
stundamálum
í Reykjanesbæ
fjöldi einstak-
linga og hópa
eru að vinna
fjöl breytt
starf. Ljósa-
nótt hefur
verið að festa
sig í sessi sem ein mesta menn-
ingarhátíð hvert ár og er það
ekki síst að þakka þeim mikla
krafti sem býr x listamönnum
bæjarins okkar og öflugum
menningarfulltrúa, Valgerði
Guðmundsdóttur. Framámenn
bæjarins tala á tyllidögum
fjálglega um gildi þess að efla
menninguna en mikið hefur
vantað á að gerðir hafi fylgt
orðum. Staðan er nú þannig
að stórhætta er á að sú mikla
gróska sem nú er í menning-
arlífi bæjarins kulni niður ef
bæjaryfirvöld halda áfram að
setja menninguna í baksætið,
segja fallega hluti en láta ekki
nægjanlegt fjármagn eða hús-
næði fylgja með.
Þátttökukortin nýtast
í menningar- og tóm-
stundastarfi
Til að efla enn frekar grósku-
mikið starf menningar- og
tómstundafélaga hér í bæ mun
A-listinn að fjölga þjónustu-
samningum við menningar- og
tómstundafélög og stór auka
fjárframlög til þessa málaflokks.
Ekki bara vegna þess að menn-
ing er mannbætandi og að öfl-
ugra menningarstarf er ávísun
á betri bæjarbrag heldur einnig
vegna þess mikilvæga samfélags-
lega hlutverks sem menningar-
og tómstundafélög gegna. A-list-
inn mun styrkja það hlutverk
enn frekar.
Til þess að tryggja jafnan rétt
allra barna til þátttöku í viður-
kenndu tómstunda- og menn-
ingarstarfi mun A-listinn senda
út þátttökukort að andvirði
25.000 kr. fyrir 6-16 ára börn
sem nýta má til þess að greiða
niður þátttökugjöld í íþróttum,
tómstundum eða menningar-
starfi. A-listinn mun einnig að
sjá til þess að fatlaðir jafnt sem
ófatlaðir eigi greiðan aðgang í
hvaða tómstundastarf sem er.
Til að félög eigi auðvelt með að
sinna þessu aukna hlutverki þarf
að auka fjármagn verulega til
þessa málaflokks og það ætlar
A-Iistinn að gera.
Uppbygging menningar-
húsnæðis
Engin heildaráætlun er fyrir
hendi um uppbyggingu menn-
ingarhúsnæðis í Reykjanesbæ
en A-listinn mun setja fram
slíka áætlun þar sem gert verður
ráð fyrir að sýningarsölum
fjölgi og vinnustofur bjóðist
listamönnum til menningar-
starfs. A-listinn mun fylgja eftir
gömlum áætlunum um upp-
byggingu Duushúsa og Fichers-
torfúnnar og líta til Vatnsness-
ins þegar hugsað er til framtíðar
safna bæjarins. Vel má hugsa
sér Vatnsnesið sem blandaða
menningarbyggð með íbúðum,
bókasafni, ráðhúsi og tónlistar-
skóla, með gamla Vatnsneshúsið
og byggðasafnið sem glæsilegan
miðpunkt.
X við A á kjördag er atkvæði
greitt öflugra menningar- og
tómstundstarfi og bættum bæj-
arbrag í Reykjanesbæ.
Guðný Kristjánsdóttir skipar 5
sœti A-listans í Reykjanesbœ
VÍKURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN18.MAÍ2006| 23