Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 37
Aðsent efni: postur@vf.is
NÆSTA BLAÐ
KEMURÚTÁ
MIÐVIKUDAG
ÍNÆSTU VIKU.
SÍÐASTI
SKILAFRESTUR
ÁGREINUM ER
ÁMORGUN,
FÖSTUDAG.
HÁMARKSLENGD
ER 2500 SLÖG
MEÐSTAFABILI.
VÍKURFRÉTTIR ; FIMMTUDAGURINN18. MAÍ20061
VINSTRIHREYFINGIN
grænt framboð
Steingrímur J Sigfússon og Sigurður Eyberg Jóhannesson heimsækja vinnustaði næsta mánudag
og verða svo í kosningamiðstöðinni ki. 17:00. Allir velkomnir í spjall.
Kl. 20:00 sama dag heldur Jóhann Björnsson heimspekingur erindi sem nefnist:
Hafa stjórnmálamenn húmor fyrir sjálfum sér? -hin hliðin á pólitíkinni skoðuð með heimspekilegu ívafi-
Allir velkomnir.
Kosningaskrifstofa er opin frá kl. 17:00 til 21:00 alla virka daga og 14:00 til 21:00 um helgar.
Sími 421 2432/691 3007.
Ægir Sigurðsson skrifar:
Grænar samgöngur
Atímum hækkandi olíu-
verðs, vaxandi baráttu
við kyrrsetu og yflrvigt
færist í vöxt
að menn fara
að hugleiða
aðrar aðferðir
að koma sér
milli staða en
meðblikkbelj-
unni. Þessa
dag ana er
margir að draga fram gömlu
hjólin, kaupa ný með gírum
og dempurum en aðrir Iáta sér
nægja að kaupa góða skó.
Bæjaryfirvöld geta ýtt undir og
stuðlað að grænum samgöngum
með gerð göngu- og hjólreiða
stíga og hugað að öryggi græn-
ingjanna í umferðinni. Einnig
ættu sveitarfélögin að koma upp
stígum á milli byggðarkjarnanna
fyrir þetta ágæta fólk. Þannig
væri hægt að fara skemmri vega-
lengdir á milli sveitarfélaganna
án þess að hjóla á vegaröxlunum
sem skapar ákveðna hættu í um-
ferðinni. Það að vera laus við
bílana mun gera þennan ferða-
máta mun vænlegri bæði sem
samgönguleið og til líkams-
ræktar. Einnig gefur þetta mögu-
leika fyrir fjölskyldurnar að fara
saman í útreiðatúra án þess að
hafa áhyggjur af að ungviðið
hjóli fyrir næsta bíl. Auðvitað
kosta slíkir stígar peninga en
væri þeim ekki vel varið? Sum-
staðar er vísir að svona stígum
eins og t.d. með hitavatnsleiðsl-
unum frá Fitjum og út í orku-
verið í Illahrauni. Með sameigin-
legu átaki hagsmunaaðila væri
varla stór mál að gera stíg með
bundnu slitlagi meðfram leiðsl-
unum sem nýttist einnig til eft-
irlits og viðhalds á leiðslunni.
Út frá þessari skemmtilegu
leið mætti einnig fara í lengri
eða skemmri skoðunartúra
t.d. skoða gjár, hella, gíga, set-
myndanir í Rauðamel eða að
ganga á Þórðarfell eða Þorbjörn.
Gömlu leiðinni um Stapann
inn í Voga mætti einnig breyta
í hjólreiðastíg en á þeirri leið
kennir ýmissa grasa í orðsins
fyllstu merkingu auk mikillar
náttúrufegurðar og fuglalífs.
Vilji og peningar er allt sem þarf
en ólíklegt er að hægt sé að fá
slíka stíga leigða.
Ægir Sigurðsson, skipar 3. sœti
á lista Vinstrihreyfingarinnar -
grœns framboðs í Reykjanesbœ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Þórunn Friðriksdóttir skrifar:
Hreinar línur
Stundum er því fleygt að
vinstri grænir sé alltaf
og ævinlega á móti öllu, í
okkar augum
eru hinir á
móti því sem
við telj um
jafnrétti og
félagslegt rétt-
læti.
Við styðj um
herlaust Is-
land, við leggjum áherslu á að
Island taki ekki þátt í hernað-
arbrölti, hvort heldur er með
afnotum aflandi eða með því að
samþykkja innrás í önnur ríki.
ísland er vopnlaust land og á
að leggja áherslu á þá sérstöðu
sína, það gerum við ekki með
þátttöku í hernaðarbandalagi.
Við teljum sjálfsagt og eðlilegt
að allir hafi aðgengi að samfé-
laginu, óháð aldri, þjóðerni eða
fötlun.
Við teljum það skyldu okkar
að skila landinu til afkomenda
okkar ekki síðra en þegar við
tókum við því, að við höfum
ekki rétt til að ganga þannig um
ekki verði lengur ósnortnar víð-
áttur, hverir og fossar.
Við viljum virkja, en ekki hvar
sem er og hvað sem er.
Stóriðja heillar okkur ekki, við
viljum lítil og meðalstór fyrir-
tæki. Það hefur einnig löngum
verið talífe óvarlegt að Ieggja öll
eggin í sömu körfuna.
Við erum ekki á móti einka-
rekstri en við teljum heillavæn-
legast að samfélagið eigi og
sinni grunnþjónustu eins og
skólum, fjarskiptum og heil-
brigðismálum.
Við teljum óeðlilegt að eitt skóla-
stig sé gjaldskylt, önnur ekki.
Við teljum að Reykjanesbær eigi
að styðja við nýja íbúa sína frá
öðrum löndum með samningi
við Alþjóðahúsið, með íslensku-
kennslu því þá auðveldum við
aðlögun þeirra að nýju samfé-
lagi.
Við viljum leggja áherslu á þá
stórkostlegu auðlind sem Suður-
nesjamenn eiga í náttúru sinni,
hitanum, hrauninu, jarðsög-
unni.
I okkur augum eru þetta hreinar
línur
Þórutin Friðriksdóttir