Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 25
A-listinn í Reykjanesbæ kynnti stefnuskrá sína: a-listinn Helstu f rambjóðendur A-listans í Reykjanesbæ kynntu stefnuskrá listans í hádeginu. VlKURFRÉTTAMYND: ELLERT GRÉTARSSON Endurkaupfasteigna eykur ráðstöfn- unartekjur um 180 milljónir á ári Endurkaup á öllum fasteignum Reykja- nesbæjar, lækkun leik- skólagjalda um helming, fríar skólamáltíðir, þátttökukort í menningar- og tómstundastarf og lækkun fasteignagjalda til ellilífeyrisþega og öryrkja, er á meðal þeirra málefna sem A-listinn í Reykjanesbæ hefur sett í stefnuskrá sína, sem fram- bjóðendur flokksins kynntu á blaðamannafundi í síðustu viku. Með endurkaupum á öllum fast- eignum bæjarins ætlar A-listinn að auka ráðstöfunartekjur um 180 milljónir á ári, sem verja á til aukinnar þjónustu við íbúanna. „Það hefur sýnt sig að þetta var röng ákvörðun á sínum tíma og ekkert sveitar- félag á landinu hefur lagt allar sínar eignir inn í fasteignafélag nema Reykjanesbær. Andvirði sölunnar var ekki nýtt til upp- greiðslu skulda sveitarfélagsins eins og ráð fyrir gert, heldur nýtt til að fjármagna halla- rekstur sveitarfélagins, sem var 1,5 milljarður á þessu kjörtíma- bili“, segir í úrdrætti stefnuskrár- innar. Samkvæmt stefnuskránni ætlar A-listinn að lækka leikskóla- gjöld um helming og bjóða öllum grunnskólabörnum skóla- máltíðir án endurgjalds. Jafn- framt ætlar A-listinn að tryggja öllum börnum jafna möguleika til íþróttaiðkunar og þátttöku í menningar- og tómstunda- starfi með þátttökukortum að andvirði 25 þúsund krónur á hvert barn. Einnig að lækka fast- eignagjöld til ellilífeyrisþega og öryrkja og miða við tekjur og þá vill A-listinn gera kostnað við vistun barna hjá dagmæðrum sambærilegan við vistun barna á leikskólum. Síminn a inci símarnir fást hjá Pennanum Sony Ericsson Z300i 11.980 kr. • Fallegur samlokusími • Ytri skjár • Valmyndakerfi á íslensku • Vekjari og dagbók • 2.0 megapixel myndavél • Walkman MP3 spilari • 512 MB minni • íslensk valmynd www.siminn.is/davinci & Sony Ericsson Sony Ericsson W810Í 37.980 kr. STÆRSTA FRÉTTA- 0G AUGIÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESIUM VÍKURFRÉTTIR ; FIMMTUDAGURINN18. MAÍ2006 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.