Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 20
 Flóamarkaður- Bókamarkaður Föstudaginn 10. mars n.k., verður haldinn flóamarkaóur og bókamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kL: 13.00 - 16.30 Rauði kross íslands U Suöurnesjadeild f i RÉTTASÍMINN JQLMHRINCSVaKT 198 2222 k e rf r Fyrirtækjaþjónusta - Allt fyrír kaffistofuna Sími 564-1400 Leikskólakennarar athu^íð? Leikskólinn Gefnarborg í Garði óskar eftir deildarstjórum, verkefnastjóra og leikskólakennurum til starfa í ágúst n.k. Gefnarborg er glæsilegur, einkarekinn leikskóli í vaxandi sveitarfélagi. I haust verður hann þriggja deilda en þá tekur til starfa ný deild við skólann. Virðing - gleði - leikur eru einkunnarorð leikskólans og homsteinn alls starfsins. Metnaðarfullt starf er unnið í skólanum þar sem stuðst er við kenningar Howard Gardners. Verið er að vinna þróunarverkefni um virðingu og jákvæð samskipti og einnig er mikil áhersla á flölmenningarlegt starf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk til að takast á við spennandi verkefni í góðum starfsmannahópi. Ef ekki fæst uppeldismenntað starfsfólk verða ráðnir leiðbeinendur. Umsóknarfrestur er til 22. maí 2006. Nánari upplýsingar veita rekstraraðili og Tölvugerö mynd af nýjum banka Glitnis í Reykjanesbæ. * Gamla Fiskiðjulóðin tekur stakkaskiptum: Glitnir í Reykjanesbæ flytur í nýtt húsnæði Gengið hefur verið frá samningi milli Fasteignar hf. og Sældar ehf., um bygg- ingu þess síðarnefnda á nýju útibúi fyrir Glitni í Reykjanesbæ. Nýja útibúið verður staðsett við Hafnargötu 91-93 en um er að ræða 400 ferm. jarðhæð. Byggingarframkvæmdir hefj- ast nú í maí og eru verklok áætluð að ári liðnu. Áætla má að útibúið verði flutt í nýtt húsnæði í ágúst á næsta ári. Að sögn Unu Steinsdóttur, útibússtjóra Glitnis, er þessi staðsetning mjög góð fyrir bankann. „Við teljum að til framtíðar séum við mjög vel staðsett hér í miðju bæjarfélagsins. Mikil uppbygging í Innri-Njarðvík, Grænási og nú við Nesvelli og Nikkel svæðið, færi okkur nær þeim kjarna. Við erum sannfærð um að þessi staðsetning og þetta nýja útibú eigi eftir að hugnast okkar viðskipta- vinum mjög vel. í gamla daga þegar „Gúanóið“ var og hét og vinnslan var þar í fullum gangi, þá var talað um peningalyktina sem þaðan barst. Það er því kannski við hæfi að þarna rísi nú banki - lyktalaus þó með öllu.“ Flugukastnámskeið Kastnámskeið á vegum SVFK verður haldið í íþrótta- húsi Keflavíkur daganna 22 - 23 - 24 maí næstkom- andi. Kennd verða undirstöðuatriði flugukasta og einnig farið yfir val á línum og stöngum. Enn eru nokkur pláss laus og er hægt að skrá sig í Sportbúð Óskars eða hjá Hjörleifi í síma 822-0695. Verð námskeiðs er 6000 kr. Auka-aðalfundur í Njarðvíkurskóla Mánudaginn 22. maí kl. 20:00 boðar stjórn Foreldrafélags Njarð- víkurskóla boðar til Auka aðal- fundar félagsins mánudaginn 22. maí kl. 20:00 í sal Njarðvík- urskóla. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf Kosning fundarstjóra Skýrsla stjórnar Skýrsla gjald- kera Lagabreytingar Skýrsla foreldraráðs Kosning stjórnar Gestur fundarins verður Páll Ólafsson félagsráðgjafi í Garðabæ Hann mun tala um hlutverk, skyldur og réttindi for- eldra og barna. Hvernig er að vera barn í dag? Hvernig er að vera foreldri í dag? Hvað er til ráða ef eitthvað fer úrskeiðis? Hvernig á ég að tala við barnið mitt? Við í stjórn ffn veltum fyrir okkur framtíð foreldrafé- lagsins. Finnst þér mikilvægt að hafa bekkjarfulltrúa? Finnst þér mikilvægt að hafa foreldra- félag? Hvaða markmið vilt þú að stjórn foreldrafélagsins stefni að? Hlökkum til að sjá þig, því þitt álit skiptir nriklu máli Stjórn Foreldrafélags Njarðvíkurskóla. Blómamarkaður í Njarðvík Fimmtudaginn 25. maí til sunnudagsins 28. maí n.k. heldur Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju sinn ár- lega blómamarkað. Þetta er 25. árið sem blómamarkaðurinn er haldinn og er hann orðinn fastur liður í hugum margra bæjarbúa. Mörgum finnst sum- arið fyrst komið þegar Systra- félagskonur hefja sölu sína. Þetta er aðal fjáröflunarleið félagsins og vonumst við eftir að sem flestir komi og geri góð kaup. Eins og undanfarin ár verður m.a. boðið upp á sum- arblóm, fjölær blóm, rósir og runna. Markaðurinn verður við kirkjuna og er opinn alla dagana frá 13 -17. Alltaf heitt kaffi á könnunni. Meðfyrirfram þökk fyrirgóðan stuðning, Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju 20 IVÍKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ : 27.ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.ís • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.