Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 16
Sveitarfélagið Vogar: Föstudaginn 28. apríl s.l. opnaðiSvartholið. Svart- holið er hjólabretta- og línuskautaaðstaða staðsett í 88 Húsinu. Foreldrar eru hvattir til að minna börnin sín á mikilvægi þess að nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað við hjólabretta og línuskautaiðkun. Við viljum einnig minna for- eldra á lög um útivist barna og ungmenna en þar segir í 92. gr. laga um útivistartíma barna : „Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 - 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 24:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viður- kenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.“ Vakin er athygli á að réttur for- eldra er til að hafa skemmri úti- vistartíma en lög kveða á um er sjálfsagður. Örfáir foreldrar í Reykjanesbæ hafa leyft unglingum að halda „heimapartý“. Við viljum hvetja foreldra til að kynna sér aðstæður, hafa sam- band og leyfa ekki partý nema undir eftirliti foreldra. Gleðilegt sumar. Kœr kveðja Samtakahópurinn Orðsending til foreldra Afleysingar og hlutastörf Leitað er að einstaklingum í afleysingar og hlutastörf á kaffihús okkar í flugstöðinni og á Stapabraut í Njarðvík. Starfssvið: Sala á úrvalskaffi, kaffivörum og öðru vöruframboði. Framreiðsla á veitingum, úrvalskaffi og kaffidrykkjum. Þrif og ræstingar. Hæfniskröfur: Leitað er að áreiðanlegum og jákvæðum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Metnaður, áhugi og þjónustulund eru skilyrði. Starfsmenn fá ómetanlega starfsþjálfun og kennslu í fagi kaffibarþjónsins. Skilafrestur umsókna er til föstudagsins 26. maí. Skriflegum umsóknum má skila í kaffihús Kaffitárs Stapabraut 7 eða með tölvupósti á lilja@kaffitar.is. Frekari upplýsingar veitir Lilja Pétursdóttir í síma 696 8805. Kaffitárehf., stofnsett árið 1990, rekur kaffibrennslu og kaffihús í aðalstöðvum sínum í Njarðvík þar sem einnig er boðið upp á kaffismökkun og námskeið. Auk þess má finna kaffibúðir/kaffihús í Bankastræti, Kringlunni, í Þjóðminjasafninu í Reykjavík og í Leifsstöð. Kaffitár hefur með frumkvæði og forystu lagt sitt af mörkum til fjölbreytileikans í kaffilífi þjóðarinnar. Kaffitár er reyklaus vinnustaður án vínveitinga www.kaffitar.is yffiiH Stapabraut 7 - 260 Reykjanesbær S: 4202700 - www.kaffitar.is í Vogum inni,“ segir Andrés. „Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum frá sveitarfélögum sem vilja fá braut til sín, þar á meðal héðan af Suðurnesjum.“ Þannig má bú- ast við að Hreystibrautir muni rísa víða á næstunni. Kostnaður af brautinni er greiddur af bæjarsjóði, og sagði Jón Gunnarsson, formaður bæj- arstjórnar, að hugmyndin hafi kviknað síðasta haust og ákveðið hafi verið að slá til. Hún hefði hins vegar aldrei getað orðið að veruleika ef ekki hefði komið til fólksfjölgun síðustu ára og upp- gangurinn sem henni fylgdi. Staðsetning brautarinnar er einnig skemmtileg því hún stendur nærri rústum Stóru- Voga, en þar bjó hreystimennið annálaða Jón Daníelsson forðum. Krakkarnir í Vogum hafa svo sannarlega tekið brautinni fagn- andi og hefur verið biðröð alla daga fram á kvöld síðan hún var sett upp. Jafnvel hafa fullorðnir sést stelast í brautina svo lítið beri á, en það er víst í lagi líka því holl hreyfing er fyrir alla. Ný hreystibraut var vígð við Stóru-Vogaskóla um síð ustu helgi, en um er að ræða glæsilega þrautabraut sem minnir á Fit- ness keppnirnar sem hafa átt miklum vinsældum að fagna. Hreystibraut vígð Þrautirnar sem um ræðir eru m.a. að klifra yfir rimla, upp netavegg og kaðal. Brautin er hönnuð og byggð af kraftakarl- inum Andrési Guðmundssyni, en hann stóð fyrir keppninni Skólahreysti sem var á milli grunnskóíanna á höfuðborgar- svæðinu í vetur. Kristján Ársælsson, margfaldur Islandsmeistari í Fitness, vígði brautina og sýndi hvernig meist- arar fara að. Andrés sagði í samtali við Vík- urfréttir að hann stefndi að því að breiða keppnina út næsta vetur, en brautin í kepninni er nákvæmlega eins og sú sem er í Vogum. Þetta er fyrsta útibraut sinnar tegundar á landinu, en fyrir var eins konar reynslubraut í Mosfellsbæ. Andrés vann brautina í sam- starfi við Neytendastofu til að fullnægja öllum öryggiskröfum þannig að ef farið sé að reglum eigi ekki að vera slysahætta. „Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að hér geta krakkar fengið alhliða hreyfingu og skemmt sér konunglega í leið- + Kaffitár leitar af öflugum liðsmönnum í gott starfslið Verslunarstjóri Leitað er að verslunarstjóra fyrir kaffihús/kaffibúð okkar Stapabraut 7, Njarðvík. Starfssvið: Abyrgð og umsjón með daglegum rekstri staðarins. Sala og framreiðsla á kaffidrykkjum og meðlæti. Sala á úrvalskaffi, kaffivörum og öðru vöruframboði. Umsjón með móttöku á hópum. Innkaup á vörum fyrir staðinn. Umsjón með starfsmannahaldi og ráðningum. Skipulagning og umsjón með listsýningum sem haldnar eru á staðnum. Hæfniskröfur: Leitað er að áreiðanlegum, skipulögðum og jákvæðum einstakling sem getur unnið sjálfstætt. Reynsla af rekstri er æskileg ásamt frumkvæði í starfi. Metnaður, áhugi og þjónustulund eru skilyrði. 16 IVIKURFRÉTTIR I 20.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.