Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 42

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 42
Þrir titlar til Reykjanesbæjar slandsmótið í pílukasti var haldið nú um helgina í Reykjanesbæ. Allir bestu kastarar landsins létu sjá sig og keppninn þar af leið- andi mjög spennandi. í karla- flokki háðu Guðjón Hauksson úr pílufélagi Grindavíkur og Þröstur Ingimarsson úr pílufé- lagi Reykjavíkur harða keppni sem endaði með sigri þess síð- arnefnda. Þess má geta að Þröstur varð Is- landsmeistari í brids fyrir viku. Röð efstu manna hjá körlum var sem hér segir: 1. sæti: Þröstur Ingimarsson, Pílufélag Reykjavíkur 2. sæti: Guðjón Hauksson, Pílu- félag Grindavíkur 3. sæti: Ævar Már Finnsson, Pílufélag Reykjanesbæjar 4. sæti: Ægir Örn Björnsson, Pílufélag Reykjavíkur. I tvímenningi sem var spilaður á sunnudeginum var keppninn ekkert síðri, þar spiluðu Ævar í PR og Þorgeir í KR saman gegn Ægi í PFR og Þresti úr PFR í úrslitum. Röð efstu liða var sem hér segir: 1. sæti: Þorgeir Guðmundssson KR/ Ævar Már Finnsson PR 2. sæti: Þröstur Ingmarsson PFR / Ægir Örn Björnsson PFR 3. sæti: Hallgrímur Egilsson PFR / Einar Óskarsson PFR í kvennaflokki var ekki síðri spenna, en á laugardegi var keppt í einmenningi. Keppni um fyrsta sæti var mjög spenn- andi en sú sigraði sem fyrr vann 5 leiki. Þar áttust við fyrrverandi íslandsmeistarinn Sigríður G. Jónsdóttir úr Pílufélagi Rekja- nesbæjar og Helena Benjamíns- dóttir úr Pílufélagi Reykjavíkur og Sigríður sigraði 5-1. Röðefstu kvenna var sem hér segir: 1. sæti: Sigríður Guðrún Jóns- dóttir, Pílufélagi Reykjanesbæjar 2. sæti: Helena Benjamínsdóttir, Pílufélag Reykjavíkur 3. sæti: Elínborg Björnsdóttir, Pílufélag Reykjavíkur 4. sæti: Ásta Lundbergsdóttir, Pílufélag Reykjavíkur. í tvímenningi kvenna hélt bar- áttan áfram á sunnudeginum. Röð þeirra efstu var: 1. sæti: Sigríður G Jónsdóttir PR / Elínborg Björnsdóttir PFR 2. sæti: Arna Rut Gunnlaugsd PFS / Sigrún Pílufélagi Siglu- fjarðar 3. sæti Lóa PFS/ ÓlöfPFS. Pílusportið er í mikilli sókn og sást þrælskemmtileg tilþrif á mótinu Þau Hulda, Haukur og íris stóðu sig vel á árinu og voru tilnefnd til íþróttamanns Voga 2005 Hulda Hrönn er íþróttamaður Voga Sundkonan Hulda Hrönn Agnarsdóttir var um helg- ina valin fþróttamaður Voga árið 2005. Þrír ungir íþróttamenn voru tilnefndir að þessu sinni, en auk Huldu Hrannar voru þau Haukur Harðarson og íris Ósk Haf- steinsdóttir í þeim hópi. Hulda Hrönn vann til fjöl- margra verðlauna síðasta ár þar sem hæst ber 3. sæti á Nýárs- sundmóti fatlaðra barna og unglinga. Auk þess vann hún til verðlauna á sundmóti í Malmö. Hulda er í sundlandsliði fatl- aðara og keppir þar í unglinga- flokki. Hulda hefur 3 sinnum unnið til Islandsmeistartitils auk marga fleiri afreka á árinu 2005. Hún er því vel að titlinum komin og á framtíðina fyrir sér. Haukur hefur skarað framúr á sínu sviði og var meðal ann- ars til reynslu hjá enska iiðinu Plymouth í vetur auk þess að vera valinn í úrtakshóp fyrir ís- lenska landsliðið. íris Ósk vann flestar greinar á þeim sundmótum sem hún tók þátt í á árinu 2005. íris Ósk komst einnig inn á afrekasrká SSl í meyjaflokki í nokkrum greinum. auk margra fleiri af- reka á árinu 2005. www.vf.is/sport daglegar íþróttafréttir Æfum stíft í sumar Hann skoraði og skoraði Keflvík ing ur inn Hörður Sveinsson var enn á skotskónum þegar lið hans, Silkeborg, vann góðan sigur á meist- urum FC-Köbenhavn í síð- asta leik timabilsins. Hörður skoraði fyrsta rnark leiksins sem endaði 3-2, og lagði annað upp. Tæplega 40.000 áhorfendur voru á leiknum sem fór fram á Parken, þjóðarleikvangi Dana. Silkeborg lauk keppni í 8. sæti af 12 liðum og skoraði Hörður sex mörk frá því hann kom til liðsins um áramót. Einar Árni Jóhannsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við KKD UMFN og mun þjálfa ný- krýnda Islandsmeistara Njarð- víkur næstu tvö leiktímabil. „Einar vann gott starf hjá fé- laginu á síðustu leiktíð og því engin ástæða til annars en að hafa hann áfram hjá félaginu enda góður þjálfari þar á ferð,” sagði Valþór Söring Jónsson, for- maður KKD UMFN í samtali við Víkurfréttir. „Skipulagðar æfingar heQast hjá okkur þann 5. júní og við ætlum bara að æfa stíft í sumar,” sagði Einar Árni sem landaði sínum fyrsta íslandsmeistaratitli í úrvalsdeild á síðustu leiktíð. Upphitun hjá Sportmönnum Sportmenn, hópur eldri leikmanna knattspyrnu liðs Keflavíkur og stjórnarmanna Keflavíkur- liðsins, munu hittast í Holta- skóla á morgun og hita upp fyrir fyrsta heimaleik Kefla- víkur í Landsbankadeildinni á þessari leiktíð. Keflvíkingar taka á móti Vík- ing kl. 19:15 og er öllum sem tilheyra nefndum hópum velkomið að gerast félagar í Sportmönnum. Nánari upp- lýsingar gefur Gísli M. Eyjóifs- son, formaður Sportmanna, í síma 892 3888. VF-sport molar Aron lætur að sér kveða Vél hjóla kapp inn Aron Ómarsson var í 3. sæti á fyrstu umferð íslandsmótsins í þolakstri á torfæruhjólum en mótið fór fram á Hellu um síðustu helgi. Árangur Arons er eftirtektarverður en þetta er í fyrsta skipti sem hann keppir í meistaraflokki og var því á verðlaunapalli með markföldum íslands- meisturum. Aron keppti í B deild á síðasta ári og var þar yfirburðamaður. Liðsauki til Grindavíkur Grindvíkingum hefur borist liðsauki frá Skotlandi fyrir baráttuna í Landsbankadeild- inni í knattspyrnu í sumar. Þeir David Hannah og Colin Stewart hafa gengið til liðs við liðið. Hannah er varnar- rnaður en Stewart er mark- vörður og mun jafnframt því að leika með liðinu taka að sér markmannsþjálfun hjá fé- laginu. Landsliðsmenn frá Suðurnesjum Fimm Suðurnesjadrengir voru vaidir í U-18 iandslið karla í körfuknattleik sem mun leika fyrir Islands hönd á NM unglinga í Stokkhólmi 24.-28. maí nk. Leikmenn- irnir eru Njarðvíkingarnir Hjörtur Hrafn Einarsson og Rúnar Erlingsson, og Keflvík- ingarnir Þröstur Leó Jóhanns- son, Páll Kristinsson og Sig- urður Þorsteinsson sem er nýkominn til liðsins frá KFl. Þá var Ólafur Ólafsson frá Grindavík valinn í U 16 liðið en hann er eini Suðurnesja- maðurinn í liðinu. Rafn reddaði stigi Njarðvíkingar heimsóttu ÍR í sínum fyrsta leik sumarsins í 2. deild um síðustu helgi og náðu að knýja fram 2-2 jafntefli. Mörk Njarðvíkinga gerðu þeir Aron Már Smára- son (á 25. mínútu) og Rafn Markús Vilbergsson en mark Rafns kom á 90. mínútu leiks- ins og mátti vart seinna vera. Næsti leikur Njarðvíkinga er á sunnudag kl. 14:00 á Njarð- víkurvelli gegn KS/Leiftri sem tapaði sínum fyrsta leik í deildinni gegn Selíyssingum. VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTiR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA! 42

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.