Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 24
Áhugi ungsfólks á pólitíkfer sífellt vaxandi og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru nem- endurfarnir að spá í hvað þau viljafyrir bœjarfélagið sitt. Við tókum tali nemendur sem eru áframboðslista hjáflokkunum sem höfðuðu mest til þeirra, þegar kom að því aðgera upp hugsinnfyrir nœstu bœj- arstjórnarkosningar. Þrjú viðtöl birtust í síðustu viku oghér er eitt til viðbótar. Nafn: Elín Inga Ólafs- dóttir Aldur: 18 ára Staður: Reykjanesbær Flokkur og staða itinan flokksins: 6. sæti á lista Vinstri hreyfingar, græns framboðs. Að hvaða leyti höfðar flokkurinn og stefnur hans til þín? Það er fyrst og fremst vegna náttúruverndar- stefnu flokksins og þeirrar staðreyndar að hann er á móti álverum og ýmiss konar stóriðju, heldur vill flokkurinn leggja aukinn stuðning við meðalstór og lítil fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi. Hvað hefur flokkurinn í boðifyrir ungtfólk, s.s. menntaskóla- og háskólanema? Við viljum koma á fót listaháskóla í samstarfi við erlenda háskóla. Við viljum ekki fá stóriðju í bæjarfélagið því að það bendir margt til þess að það eigi ekki eftir að borga sig í framtíðinni, og við viljum jú byggja upp gott samfélag fyrir unga fólkið sem á eftir að taka við stjórn þegar fram líða stundir. Hvaða málefni á stefnuskráflokksinsfinnstþér mikilvœgust? Eins og áður kom fram er það helst andstæðan við álverið. Einnig viljum við gera skrúðgarðinn að aðalútivistarsvæði Reykjanesbæjar, staðsetningin er mjög hentug og væri hægt að vera með kaffihús og veitingahús sem að myndi hafa mikil áhrif á lífið í bænum. Hvað er á döfinnifyrir ungtfólk á vegum flokksins? Við stefnum að halda tónleika sem allra fyrst sem verða auglýstir á næstu dögum, en ungt fólk er alltaf velkomið að kíkja á kosninga- skrifstofuna við hliðina á Subway á Hafnargötu 32 sem er opin alla virka daga frá 17 - 21 og frá 14 - 21 um helgar. Hvernig leggjast komandi kosningar iþig? Mjög vel, þetta er eitthvað sem ég hef haft áhuga á mjög lengi og mér þykir gífurlega spennandi að vera þátttakandi í þessu fyrsta árið sem ég hefkosningarétt. Valgerður Björk Pálsdóttir Aldraðir tóku skóflustungur að Eldri borgarar í Vogum tóku á föstudaginn skóflustung ur að íbúðum og þjónustumiðstöð fyrir aldraðra, sem staðsett verður á lóð millii Akurgerði og Vogagerði. Þar verða 13 íbúðir fyrir aldraða og þjón- ustumiðstöð sem hýsa mun alla öldrunarþjónustu og fé- lagsstarf á einum stað. íbúðirnar eru á bilinu 47 - 70 fermetrar.í það heila verður bygginginn 2200 fermetrar og er verkefnið unnið í samstarfi við Búmenn, sem auk þessara 13 ibúða fyrir aldraða 67 ára og eldri, munu bjóða 6 parhúsaí- búðir samkvæmt hefðbundu Bú- mannakerfi. Með þessum búsetukosti verður öldruðum í Vogum gert kleift að dveljast sem lengst heima í byggð með þjónustu á staðnum. Þannig geti fólk jafnframt haldið sjálfstæði sínu og keypt eða nýtt þá þjónustu sem það sjálft kýs. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki í september á næsta ári. BAGGA í BLING BLING Þessa dagana stendur yfir í Bling Bling á Hafnargötu myndlist- arsýning Sigurbjargar Gunn- arsdóttur, eða Böggu eins og hún er kölluð. Bagga blandar á áhugaverðan hátt saman fígúratífu og abstrakt en allar myndirnar á sýningunni eru málaðar með akrýl á striga. Flestar myndir Böggu ein- kennast af einskærri litagleði en einnig eru á sýningunni forvitnilegar myndir sem hún málar eingöngu með svörtu og hvítu þar sem blæbrigði grátónanna gefa myndunum skemmtilegt yfir- bragð. Sýning Böggu stendur yfir til 30. maí. VÍKURFRÉTTAMYND: ELLERT GRÉLARSSON VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 24 IVIKURFRÉTTIR i 20.TÖLUBLAÐ 27. ÁRCANCUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.