Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 32
Þessir ungu drengir færðu Rauðakrossdeildinni á Suðurnesjum afrakstur tombólu að upphæð kr.14.484. Þeir heita, Samúel Gisli Rannveigarson, Oliver Aron Bjarnason, Hermann Snorri Hermannsson, Benedikt Svavarsson, Sigfús Hlíðar Þorleifsson, Grétar Ágúst Agnars- son, Andri Berg Ágústson, Gnýr Elíasson, Alexander Haukur Erlings- son, og Sigurþór Ingi Sigurþórsson, á myndina vantar Andra Berg og Sigurþór Inga. Konráð Lúðvíksson skrifar: Nýja barnið ann 22. október á sl. ári var haldin ráðstefna sem nefndist Fjölskyldan í Reykjanesbæ. Var fjallað um málefni fjöl- skyldunnar undir þeim formerkjum að skapa í Reykjanesbæ fjöl skyldu- vænna samfélag fyrir fjöl- skyldur á öllum aldri. Á ráð- stefnunni var kynnt verkefni sem unnið hefur verið eftir á undanförnum misserum við Heilbrigðisstofnun Suður- nesja. og andlegt atgervi viðkomandi. Niðurstaðan er svo notuð til að meta hvort aðstoðar sé þörf. Nú hefur Reykjanesbær stigið mikilvægt skref I þá átt að auka þessa þjónustu með beinu sam- starfi við HSS. I þessu felst við- urkenning á því starfi sem þegar er unnið og ekki síður að bæta við það starf magni og um leið gæðum. Hér er um að ræða brautryðjandi samstarf milli heilsugæslu og sveitarfélags sem er nokkuð lýsandi fyrir þá framsýni sem einkennt hefur núverandi bæjarstjórn. Um er að ræða veigamikið framlag til að auka velferð fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Nýja barnið er forvarnarverkefni sem þróað var við Heilsugæslu- stöð Akureyrar og miðar að því að undirbúa verðandi foreldra fyrir sitt mikilvæga uppeldishlut- verk. Markmiðið er að þegar á meðgöngu hafi þau atriði sem kunna að valda verðandi for- eldrum íþyngjandi kvíða verið tekin til skoðunar og reynt að flnna ásættanlega lausn áður en barnið fæðist. Afar mikilvægt er að foreldrar hafi alla ástæðu og aðstæður til að fagna nýjum einstaklingi og skuggi vanda- mála sem tengjast oft flóknu fé- lags- og fjölskyldumynstri dragi ekki úr þeirri gleði sem slíkur atburður á að hafa í för með sér. Lengi býr að fyrstu gerð Það barn sem fæðist inn í heim vandamála og umhverfi sem mótað er félagslegum hindr- unum mun líklega bera þess merki alla ævi. Sjáist slík merki í upphafi meðgöngu er affarasæl- ast að ryðja þeim úr vegi sem fyrst. Slíkt kallar á fagfólk úr heil- brigðisstéttum og náin tengsl við bæjarfélagið sem hefur púls- inn á hinu félagslega umhverfi þegna sinna. Þegar verðandi móðir kemur til innritunar í mæðravernd í upphafi meðgöngu er hún spurð spurninga sem hafa það að mark- miði að greina bæði líkamlegt, SOS námskeið Svokölluð SOS uppeldisnám- skeið undir stjórn Gylfa Jóns Gylfasonar yfirsálfræðings hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanes- bæjar hafa þegar markað sér verðskuldaða virðingu meðal fjölmargra sem þau hafa sótt. Að tengja hugmyndafræði nýja barnsins við þessa vinnu ætti að gefa tilefni til mikils og góðs samstarfs milli ofangreindra að- ila. Hér opnast auk þess miklir möguleikar til vísindalegra rann- sóknarverkefna innan félagsvís- inda. Hver er sálfélagsleg staða bæjarfélagsins í dag og mun sú vinna sem ofan getur einhverju breyta þar um í framtíðinni? Hér er spurt verðuga spurninga. Slík verkefni geta auðveldlega tengt okkur Lýðheilsustofnun og þar með háskólastigi. Hið eft- irsóknarverðasta er þó að geta hugsanlega haft jákvæð áhrif á framtíð einstaklings sem kýs að dvelja innan bæjarfélags sem sérstaklega hefur sett sér að veita íbúum tækifæri til að lifa og njóta. Konráð Lúðvíkssoti lœkn- ingaforstjóri HSS ogframbjóðandi D-lista Sjálfstœðisflokksins til komandi sveitar- stjórnarkosninga póstSkassinn Guðrún Arthúrsdóttir skrifar: en ef skynsemin hefði fengið að ráða ferðinni. Við á S - listanum teljum okkur geta staðið við okkar loforð og bjóðum um leið ábyrga fjármála- stefnu sem tryggir góða þjón- ustu og uppbyggingu í bæjarfé- laginu okkar. Við bjóðum upp á jöfnuð og lýðræði þar sem bæj- arbúar taka þátt í ákvörðunum. S-listinn býður fram gott, traust og duglegt fólk með mikla þekk- ingu til að standa vörð um hags- muni allra Sandgerðinga. Nú er tækifærið, grípum það. Allir með látum X við S í Sandgerði Guðrún Arthúrsdóttir skipar annað sœti á S-lista Reykjanesbæjarlistinn xrnb.is Vekjum athygli á grein Baldvins Nielsen í Víkurfréttum í dag. Réttsýni - Nýsköpun - Breytingar Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ - Sími 421 7537 eða 865 3821 VÍKURFRÉTTIR Á NETIIMU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! kylfingur.is - golf alla daga! Nú styttist í Nú er tækifæri til að horfa til framtíðar og velta því fyrir sér hvernig við vilj um hafa k o m a n d i kjörtímabil. En til að geta byggt UPP fram tíð ina þarf maður að þekkja for- tíðina. Það er ýmislegt sem bæjar- búar þurfa að huga að áður en þeir ganga að kjörborðinu, til að kjósa sér nýjan meirihluta í Sandgerðisbæ. Fráfarandi meirihluti hefur verið við völd á annan áratug og mjög eðlilegt að hann geti bent á ýmislegt gott sem hann hefur gert. Hinsvegar er það ljóst að það er ýmislegt sem betur má fara. Á kjörtímabilinu var seldur stór hluti af eignum bæjarfélagsins fyrir u.þ.b. 500 milljónir. Um 200 milljónir fóru í fjárfestingu og viðhaldsverk- efni, þetta eru peningar sem voru teknir af söluverðinu og runnu aftur til Fasteignar ehf, þar af fóru rúmar 80 milljónir í hlutafé. Eftir stóðu 300 milljónir sem varið var í að greiða niður skuldir. Nú er staðan þannig að búið er að taka að láni aftur 225 kosningar milljónir til að standa undir fjár- festingum í Vörðunni og rekstri bæjarfélagsins. Þannig að eignir bæjarfélagsins voru seldar til að hægt væri að byggja Vörðuna. Við skuldum sem sagt álíka mikið og áður en eigum ekki lengur eignirnar á móti. Þarna er pottur brotinn í fjármála- stefnu bæjarins. Þetta ætlar S- listinn að endurskoða og tryggja að skynsemi ráði ferðinni í fjár- málastefnu bæjarins. Samkomuhúsið var byggt á sínum tíma af hugsjónafólki af myndarbrag og eigum við bæj- arbúar margar góðar minningar þaðan. I dag leigjum við Sam- komuhúsið á u.þ.b. 750 þúsund krónur á mánuði. Þetta gera 9,0 milljónir á ári og fer hækkandi í samræmi við gengi evrunnar, þar sem 55% leiguverðsins er bundið gengi hennar. Vissulega er Samkomuhúsið allt hið glæsi- legasta og vissulega hefði það kostað bæjarfélagið nokkra tugi milljóna að koma því I það horf sem það er I dag. Við erum mjög stolt af Samkomuhúsinu okkar. En hafa ber í huga að meirihlut- inn hefur í áratugi leyft húsinu að grotna niður án þess að huga að eðlilegu viðhaldi. Þarafleið- andi var mun dýrara að koma því í viðunandi ástand heldur 32 I VfKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ i 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.