Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 40
steini Haukssyni. „Þetta var erfiður leikur og
mikil barátta, en við lékum vel og börðumst
allan tímann og ég vona að það muni skila
sér í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vík-
urfréttir en áhangendur Grindavíkur hylltu
frammistöðu Jóhanns með því að syngja urn
árans kjóann hann Jóhann. „Við voru stað-
ráðnir í að vinna þennan leik og ef við fáurn
upp baráttu og samstöðu eins og sást í loka-
leiknum í fyrra í hverjum leik mun okkur
ganga vel. Við sýndum í þessum leik að við
höfunt vilja og karakter til að klára leiki.
Við vorum staðráðnir í að sætta okkur ekki
við jafntefli og náðum okkar markmiði. Við
megum alls ekki slá slöku við. Það verður
ekki liðið. Við ætlum að bætai og styrkja
hvern annan og ef við fáum svona stuðning
áfram' mun það allt tinna sainan,“ sagði Sig-
urður Jónsson, þjálfari, Grindvíkingá. Nfesti'
leikur Grindvíkinga er á morgun gegn. F,ylki
og fer leikurinn fram á Fylkisveíli kl, 19:Í5.
Grindvíkingar unnu góðan sigur á
stórliði ÍA, 3-2, í fyrsta leik sum-
arsins í Landsbankadeild karla
á sunnudag. Metáhorfendafjöldi var á
lciknum, rúmlega 1300 inanns, en þetta
var í fyrsta sinn frá því að Grindvíkingar
koinust upp í efstu deild sem þeir vinna
fyrsta leik.
Sigurður Jónsson, nýr þjálfari liðsins, virð-
ist vera að gera góða hluti og annar nýliði,
framherjinn Jóhann Þórhallsson, sló í gegn
í sínum fyrsta leik með liðinu og gerði tvö
mörk. Arnar Gunnlaugsson kom ÍA í 0-1
en Mounir Ahandour jafnaði metin fyrir
Grindavík 1-l fyrir hálfleik er hanh slapp
einn í gegn og skaut yfir Bjarka í markinu.
Ahandour vap svo aftur á ferð á 53. mínútu
leiksins þegar hann var felldur í teignum og
fengu Grindvíkingar. vítaspyrnu sem fóhann
Þórhallsson skoraði úr. Ellert Jón Björnsson
jafnaði fyrir lA: i Í'j2 og það var svo Jóhann
Þórhallssón sem innsiglaði sigur Grinda-
víkur eftir láng<i spyrnu frant völlin frá Ey-
Grindvíkingar voru í
Euði í fyrsta leik ársins.
ðningsmenn voru gulir
Iaðirtjjfsungu um 'árans
jóann, hantí Jóhann..
NES með silfur á
Hængsmótinu
Iþróttafélagið NES tók þátt
í Hængsmótinu í boccia
fyrir skemmstu en mótið
fór fram á Akureyri.
Um 30 krakkar kepptu bæði
í einstaklingskeppni og sveita-
keppni og landaði NES silfri
í sveitakeppninni. I einstak-
lingskeppninni komust nokkrir
krakkar frá NES í úrslit móts-
ins en það komst enginn á pall.
ína úr Idolinu tók svo lagið fýrir
þátttakendur í mótinu á glæsi-
legu lokahófi en mótið lukkaðist
vel og voru NES-liðar félaginu
til sóma innan vallar sem utan.
Víðir mætir KV í fyrsta leik
Víðir Garði hefur keppni
í 3. deild í knattspyrnu
í næstu viku og mætir
þá KV í A riðli 3. deildar. Víð-
ismenn voru nærri því að kom-
ast í 2. deild á síðustu leiktíð
en féliu út í úrslitakeppninni.
„Við vorum nálægt því að fara
upp í 2. deild í fyrra,“ sagði Elfar
Grétarsson, þjálfari Víðis, í sam-
tali við Víkurfréttir. „Þetta eru í
raun tvö mót í 3. deildinni, það
er deildarkeppnin og svo úrslita-
keppnin en við erum líklegir
til þess að vinna okkar riðil,“
sagði Elfar en Víðismenn voru
með króatískan leikmann hjá
sér á undirbúningstímabilinu og
hann er væntanlegur til liðsins
um helgina. „Velibor Todarovic
er 33 ára framliggjandi miðju-
maður og hann er skemmtilegur
leikmaður með góða tækni sem
á eftir að hjálpa okkur mikið í
sumar,“ sagði Elfar. Fáar breyt-
ingar hafa verið á Víðisliðinu
frá síðustu leiktíð og þeir rnunu
án vafa berjast hart fyrir því að
koma sér upp um deild. Ásamt
Víði telur Elfar að Grótta og
KFS séu sterk lið í riðlinum en
hann segir erfitt um vik að spá
í 3. deildina þar sem svo miklar
breytingar eigi sér stað á milli
leiktímabila.
VF-sport
molar
GAIS lá gegn AIK
GAIS, lið Jóhanns Guðmunds-
sonar, lá gegn AIK á útivelli
á sunnudag 2-0 en Jóhann
lék ekki með félögum sínuni
sökum meiðsla. Leikurinn
gegn AIK var sá síðasti hjá
GAIS fyrir hlé vegna Heims-
meistarakeppninnar í knatt-
spyrnu sem fram fer í Þýska-
landi í júní.
Jóhann verður frá vegna
meiðsla sinna í 2-3 vikur en
hann verður búinn að jafna
sig að fullu á meiðslunum
áður en sænska deildin fer
aftur af stað eftir HM hléið.
GAIS er i 10. sæti sænsku úr-
valsdeildarinnar með 9 stig
eftir 9 leiki.
www. kylfingur. is
Daglegar fréttir afgolfinu
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU •www.vf.is- LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!
40 VÍKURFRÉTTIR I (ÞRÖTTASÍÐUR