Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 28
PÓSTBKA5SINN Sigurjón Kjartansson skrifar: Traustsins verðir Fyrir fjórum árum síðan, í mars 2002, komst Um- boðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að “sér- stakt gjald vegna fráveitufram- kvæmda“ sem innheimt var í Reykjanesbæ væri ólöglegt (Mál nr. 3221/2001). í septem- ber 2003 komst nefnd Umhverf- isráðuneytisins að sömu nið- urstöðu. Bæjarstjórn Reykja- nesbæjar hefur ekki enn gefið sér tíma til að endurgreiða þessa ofsköttun. Ég hef sent bæjarstjórn bréf, fleiri en eitt, þar sem ég hef beðið um end- urgreiðslu. Þeir hafa ekki enn fundið sér tíma til að svara. það er mikið að gera hjá þeim blessuðum og sennilega hefur þetta bara gleymst í allri fram- kvæmdagleðinni. Það er vel hægt að fyrirgefa það. Vona bara að þeir geti fljótlega gefið sér tíma til að endurgreiða þessa peninga. Þeir kæmu sér sjálfsagt vel hjá mörgum. Upphæðin með eðlilegum drátt- arvöxtum er orðin nokkuð há, sennilega nálægt hundrað þús- und á hvern húseiganda. Ekki það há að það svari kostnaði íyrir mig að reka það fyrir dómi. En maður verður stundum að treysta kjörnum fulltrúum til að gera það sem er rétt. Og vona að þeir hafi ekki í sér þjófagen. Sumir hafa lítið siðferðisþrek og telja það í lagi að stela ef hægt er að komast hjá ákæru. Að ekkert sé glæpur ef enginn kærir. Eða telja heiðarlega að verki staðið ef þjófnaðurinn nær að fyrnast. Ég er viss um að þannig fólk er ekki í bæjarstjórn eða á fram- boðslistum hér í bæ. Við eigum að geta treyst okkar fólki. Þetta er þannig verk að svona dugnaðarforkar ættu að geta af- greitt þetta á nokkrum dögum. En nái núverandi bæjarstjórn einhverra hluta vegna ekki að klára þetta verk fyrir kosningar vona ég að næsta bæjarstjórn láti það verða eitt sitt fyrsta verk. Með bestu kveðjum til bæj- arstjórnar og alls þess góða fólks sem er í framboði. Sigurjón Kjartansson VOGAR ATVINNA Skrifstofustarf Starf á skrifstofu bæjarfélagsins er laust til umsóknar. Um er aö ræða 70% starf og er vinnutími frá 11:3o — 15:30 þrjá daga vikunnar og 8:3o -15:3o tvo daga vikunnar. Hæfniskröfur: Verslunar- eða stúdentspróf og/eða reynsla af skrifstofustörfum. Tölvukunnátta er áskilin. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Góð verkkunnátta. Hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 22. maí n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu bæjarins og þangað skal þeim skilað. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð til útprentunar á heimasíðunni: www.vogar.is. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri í síma 424 6660. Bæjarstjóri VOGAR - fœrast í vöxt Vegna athugasemda Sigurjóns Kjartanssonar um holræsagjöld Sérstök gjaldskrá um 6.000 kr. holræsagjald var sett í febrúar 1997. Gjaldskráin var staðfest af Um- hverfisráðherra í mars 1997. Gjaldskráin var kærð í nóvem- ber 2000. Úrskurðarnefnd sem fjallaði um málið taldi ekkert athuga- vert við innheimtuna í mars 2001. Umboðsmaður Alþingis fékk málið til afgreiðslu í apríl 2001. Úrskurðarnefnd staðfesti í bréfi til umboðsmanns niður- stöðu sína í apríl 2001. Umhverfisráðuneytið staðfesti lagaheimildir Reykjanesbæjar í bréfi til umboðsmanns í des. 2001. Umboðsmaður alþingis dregur heimildirnar í efa í mars 2002 og óskar eftir upp- töku málsins. Úrskurðarnefnd tók málið fyrir að nýju í september 2003 og taldi gjaldtökuna óheimila. Reykjanesbær felldi gjaldtök- una úr gildi í sept. 2003 og hefur ekki innheimt gjaldið síðan. Umhverfisráðuneytið hafnar erindi um að hlutast til að Reykjanesbær endurgreiði gjaldið til íbúa í okt. 2003. Reykjanesbær innheimti gjald þetta frá 1997 - 2003. Allan þann tíma var gjaldið inn- heimt í góðri trú enda gjald- skrá bæði staðfest af ráðherra og úrskurðarnefnd. Niður- staða umboðsmanns Alþingis er álit en ekki dómur og því var ekki forsenda til breytinga þegar hann afgreiddi málið í mars 2002. Hins vegar breytti Reykjanesbær afstöðu sinni um leið og úrskurðarnefnd endurskoðaði niðurstöðu sína og felldi þar með gjaldskrána úr gildi. Gjaldið hefur ekki verið innheimt síðan. Ekkert í málsmeðferð þess máls gefur tilefni til þess að Reykjanesbær endurgreiði gjaldið. Með bestu kveðju. Böðvar Jónsson, for- maður bœjarráðs Þórunn Guðmundsdóttir í Flösinni, Garði. VÍKURFRÉTTAMYND: ELIERT GRÉTARSS0N Þórunn sýnir í Flösinni órunn Guðmunds- dóttir, myndlistarkona, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í byggðasafn- inu í Garði. Flösinni. Þar sýnir hún 16 myndverk máluð með vatnslitum en í þeim efnum þykir Þórunn á heimavelli. Hún hefur um árabil verið í hópi fremstu vatnslitamálara landsins og m.a. tekið þátt í sýningum Akvarell ísland hópsins. Innblástur í verk sýn sækir Þór- unn í íslenska náttúru og sitt nánasta umhverfi. Hún stundaði lengi myndlist- arnámskeið á vegum Baðstof- unnar og naut þar leiðsagnar Eiríks Smiths. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar, tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin verður opin til 30. maí frá kl. 13-22 alla daga. VIKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 28 | VÍKURFRÉTTIR 20. TÖLUBLAO 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.