Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 47
Baldvin Nielsen skrifar:
Reykjanesbæjarlistinn
mun hreyfa við málum
Reykjanesbæjarlistinn er
baráttuframboð sem
mun koma með ferskan
blæ inn í bæj-
á at vinnu-
málin. Við
viljum ekki sjá leigusamninga
með fyrirvörum heldur að
tryggt verði fyrir næstu alþing-
iskosningar að álverið rísi.
Það er ríkisstjórnin sem ræður
hvar síðasta álverið verður hér
á landi þar sem við erum aðilar
að Kyoto bókuninni. Iðnaðar-
ráðherra Valgerður Sverrisdóttir
sem er þingmaður Framsóknar
vill það til Húsavíkur. Við
viljum beina því til stjórnvalda
að vegna brotthvarfs hersins
verði leyfðar frjálsar krókaveiðar
smábáta við Reykjanesið allt að
6 sjómílur út og svæðið lokað
öllum öðrum veiðarfærum.
Þessi heimild verði aðeins veitt
þeim aðilum sem skráðir eru
og landa aflanum á svæðinu.
Reykjanesbæjarlistinn leggur
áherslu á að í samningum við
Bandaríkjamenn að við fáum
full afnot af olíubirgðastöðinni
í Helguvík og að hún sinni elds-
neytisþörf Keflavíkurflugvallar
og Suðurnesja í heild sinni.
Við viljum innanlandsflugið til
Keflavíkurflugvallar og alla starf-
semi Landhelgisgæslunnar til
Suðurnesja. Við viljum hægja á
frekari lóðaúthlutunum þar til
jafnvægi í atvinnumálum næst
til að koma í veg fyrir verðfall
á fasteignum fólks sem eru hér
fyrir. Við viljum leggja niður
Samband sveitarfélaga á Suður-
nesjum til hagræðis og sameina
Suðurnesjabyggðir í eitt sterkt
sveitarféíag til mótvægis við
höfuðborgarsvæðið. Reykjanes-
bæjarlistinn vill standa vörð um
hlutabréfaeign okkar í Hitaveitu
Suðurnesja og við fögnum því
að önnur framboð hér í bæ hafa
tekið það inn í sína stefnuskrá.
Við viljum koma á gjaldfrjálsum
leikskóla í áföngum. Við viljum
að fólk með lágar tekjur fái
tækifæri til að sækja sér vinnu
inn á höfuðborgarsvæðið og
verði styrkt af bæjarfélaginu til
þeirra ferða. Við skilgreinum
lágar tekjur laun sem eru lægri
en 170.000,- krónur á mánuði.
Reykjanesbæjarlistinn vill að
farið verði gaumgæfilega ofan
í verklagsreglur fjölskylduþjón-
ustunnar, til dæmis að meðlags-
greiðendur verði skilgreindir
sem framfærendur barna sinna.
Við viljurn aðlaga grunnskól-
ana enn frekar að þörfum barn-
anna og sérstaklega líta til með
þeim sem eiga erfltt uppdráttar.
Reykjanesbæjarlistinn mun
einnig leggja áherslu á ferða-
þjónustuna. Þar eru sóknarfæri
mikil.
Baldvin Nielsen
Skipar 1. sœtið á lista
Reykjanesbœjarlistanum
HÖFUM ALLAR STÆRÐIR AF BÍLUM
-»ri
SAGA Bílaleiga kynnir
.
SENDIBIL I FULLRI STÆRÐ TIL LEIGU
c/vr: A
PANTIÐ I SIMA421 3737
car rental
Iðavellir 10 - Reykjanesbæ - www.sagacarrental.is
_____________________________ saga@sagacarrental. is
5TÆRSTA FRÉTTA- OG AUGIÝSINGABLAÐIÐ Á SUflURNESJUAA
SJUÐLABERG
FASTEIGNASALA
Guðlaugur H. Guðlaugsson löggiltur fasteigna- og skipasali
Sölumenn: Halldór Magnússon og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Hafnargötu 29,2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 • fax 420 4009 • studlaberg.is
Miðtún 17, Sandgerði
Glæsilegt nýtt fullbúið 137m2
parhús með innbyggðum bíl-
skúr. Eignin er fullbúin jafnt að
innan sem utan. Lóð tyrfð og
stéttar steyptar með hitalögn.
Sérsmíðaðar innréttingar og
gólfefni og hurðir í stíl.
Borgarvegur 22, Njarðvík
Fimm herbergja, 154m2 ein-
býlishús ásamt 49m2 bílskúr.
Nýlegar flísar og parket á gólfum.
Allt nýtt á baðherbergi. Endum.
neyslu-, ofna- og skolplagnir.
Sunnubraut 38, Keflavík
Tæplega 142m2 íbúð á e.h.
í tvfbýli ásamt 60m2 bílskúr.
Eignin er með sérinngang.
Allar innréttingar eru nýjar og
öll gólfefni eru nýleg. Nýjar
raflagnir ásamt rofum og
tenglum og þakjámi.
Gónhóll 20, Njarðvík
Um 161m2 glæsilegt parhús
með innbyggðum bílskúr.
Glæsilegar sérsmíðaðar
innréttingar, parket og granít
flísar á gólfi.
Hlíðarvegur 64, Njarðvík
Skemmtilegt 117m2, 4 - 5 her-
bergja raðhús ásamt 28m2 bílskúr.
Nýjar innihurðir og nýtt parket á
gólfum. Hellulagt plan með hita,
verönd á baklóð og ræktaður
garður. Góður staður.
Kjarrmói 4 Njarðvík
Um 160m2, 5 herbergja parhús
á tveimur hæðum ásamt ca.
25m2 bílskúr. Góðar
innréttingar, parket og flísar á
öllum gólfum. Glæsileg eign
í alla staði á mjög góðum stað.
11.900.000,-
Asabraut 23, Sandgerði
Um 76m2, 3 herbergja raðhús á
góðum stað, vinsælar eignir. Búið
er að endumýja þakkant o.fl.
Óðinsvellir 19, Keflavík
120m2, 4 herbergja einbýlishús
ásamt 38m2 bílskúr. Nýlega
er búið að klæða allt húsið
að utan og þakkantur er nýr.
Neyslulagnir eru úr eir. Rúmgóð
eign á mjög góðum stað.
Brekkubraut 5, Keflavík.
Um 147m2 e.h. ásamt um 43m2
bílskúr. Nýlegar innréttingar og
gólfefni. Endumýjaðar skolp-
lagnir, ofnalagnir og neyslulagnir.
Mjög góð eign, fjögur svefnher-
bergi og sérinngangur.
Háteigur 14, Keflavík
94m2, 4 herbergja íbúð á 2.
hæð í tveggja hæða fjölbýli
ásamt 26m2 bílskúr. Björt og
rúmgóð íbúð með sérinngangi.
Parket og flísar á gólfum, góður
staður og gott útsýni.
Vesturgata 11, Keflavík
Um 90m2, 3 herb. efri hæð og
ris með sérinngang. Eignin er
mikið endurnýjuð, ný mahogany
útihurð, gegnheilt parket á gólfi,
gufubað ofl.
Fífumói 3c, Njarðvík
Mjög hugguleg 2 herbergja,
51m2 íbúð á 3. hæð í fjölbýli.
Parket og flísar á gólfum,
stórar svalir.
Vallargata 36, Sandgerði
Nýlegt 137m2 parhús á einni hæð, þar af er
innbyggður 33m2 bílskúr. Parket og flísar eru á gól-
fum. Timburverönd með heitum potti.
Háteigur 3, Keflavík
Gott 5 herb. einbýli á 2 hæðum ásamt góðum
bílskúr. Mikið búið að endurnýja t.d. skolplagnir,
neyslulagnir, þakjárn og gleri. Húsið er á mjög
góðum og rótgrónum stað.
t
VÍKURFRÉTTIR : FIMMTUDAGURINN18. MAi 20061 47