Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 6
REYKJANESBÆR Tjarnargötu 12 • Póstfang230 • S: 421 6700 • Fax:421 4667 • reykjancsbaer@reykjanesbaer.is ÉG ÞAKKA FYRIR GÓÐA ÞÁTTTÖKU Á ÍBÚAFUNDUM í REYKJANESBÆ. Síðasti fundurinn er með ungu fólki í Íþróttaakademíunni í dag kl. 17:00 Bæjarstjóri. TÓNLISTARSKÓLIREYKJANESBÆJAR SKÓLASLIT Skólaslit verða í Kirkjulundi, miðvikudaginn 24. maí kl.19.30. Einkunnaafhending. Áfangaprófsskírteini afhent. Fjölbreyttur tónlistarflutningur. Lúðrasveit skólans, B sveit, leikur í upphafi athafnar. Allir nemendur eiga að mæta. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir. Skólastjóri Hjúkrunarheimilið Garðvangur Óskað er eftir starfsfólki í sumarafleysingar í eldhús sem fyrst. Upplýsingar gefur Kristín Nikolaidóttir í síma 422 7407 og 661 5232. FRETTASIMINN smaRHmKuain 8982222 arðálfarnir Alhliða garðaþjónusla HsMagnlr ■ Mlmmíði Simi 820 7870 og 7871 Gar&sláttur Beðahreinsun Trjáklippingar Vélaleiga Einn verktaki - Allur garSurinn Kl Eldur í trjárækt við Rósaselstjarnir: VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BARDARSON Poppkorn olli skógareldi Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan börðust síðdegis á mánu- dag við þó nokkurn sinueld á skógræktarsvæði við Rósasel- stjarnir ofan við byggðina í Keflavík. Varðeldur hafði verið k\'eiktur í skógræktinni og af ummerkjum að ráða hafði verið gerð tilraun til að poppa poppkorn á eld- inum sem síðan barst í skógrækt- ina. Nokkuð af trjám varð eld- inum að bráð og einnig logaði glatt í sinu og mosa á svæðinu. Jörð er mjög þurr á þessum slóðum eftir þurrka síðustu daga. Slökkviliðið flutti vatn á svæðið á tankbíl og einnig var vatni dælt úr tjörn á staðnum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er ekki vitað hver kveikti eldinn en ljóst að þarna voru börn eða ungmenni á ferðinni. Það er því ljóst að það fór ein- hver í háttinn með skógareld á samviskunni. Ql Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Háskólinn á Akureyri: Kynningarfundur um fjarnám Kynningarfundur um fjarnám á vegum Há- skólans á Akureyri var haldinn hjá Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum miðviku- daginn 10. maí. Boðið er upp á fjarnám í viðskiptafræði, Ieik- skólafræði, grunnskólafræði og auðlindafræði. Að sögn Guðjónínu Sæmundsdóttur forstöðumanns fer eftir aðsókn hvort kennt verði hingað til Suðurnesja. Kröfur um fjölda nemenda hafi sem betur fer verið rýmkaðar þannig að nú þurfl ekki eins marga einstak- linga til að námið fari af stað. Mikilvægt er að þeir sem hafi áhuga skili inn umsókn en um- sóknarfresturinn er til 5. júní. Fjarnám frá Háskólanum á Ak- ureyri til Suðurnesja byrjaði árið 2000 og hefur skilað mörgum menntuðum einstaklingum hér á Suðurnesjum. Nú þegar hafa útskrifast um 40 einstaklingar sem stunduðu nám við HA í gegnum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Hægt er að fá nánari upplýsingar um námið á www.unak.is. VÍKURFRÉTTIR I 20.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANCUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.