Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 18.05.2006, Blaðsíða 36
Atvinnutækifæri á Suðurnesjum N-listinn í Garðinum stóð fyrir fundi um atvinnutækifæri á Suð- urnesjum í Sæborgu þann 10. maí sl. og tókst hann í alla staði vel. Frummælendur voru ekki aðeins afar fræðandi um stöðu atvinnumála eins og hún er í dag heldur sýndu þeir fram á þá ótal möguleika í atvinnu- málum sem Suðurnesin hafa þegar til framtíðar er litið. Oddný Harðardóttir, bæjar- stjóraefni N-listans setti fund- inn og benti á mikilvægi þess að Garðurinn tæki virkan þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á Suðurnesjum. Krist- ján G. Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur ræddi m.a. um þá staðreynd að Suðurnesin eru eitt atvinnusvæði. Hann skoraði á sveitastjórnarmenn á Suður- nesjum að taka höndum saman og vinna að hagsmunum allra á svæðinu og bola sundurlynd- isfjandanum burt í eitt skipti fyrir öll. Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri fjallaði á mynd- rænan hátt um atvinnutækifæri tengd alþjóðlegum flugvelli og fræddi fundarmenn um þá miklu möguleika sem flugstöðin og svæðið í kring hefur uppá að bjóða. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls fjallaði um áhrif ál- vers á samfélagið. Hann greindi m.a. frá samningsferli Norðuráls við Reykjanesbæ og Hitaveitu Suðurnesja og lýsti því ferli sem fara þarf í gegnum þegar álver er reist á tilteknu svæði. Aðal- heiður Héðinsdóttir, forstjóri Kafftitárs hélt áhugaverða tölu um einstaklingsframtak og at- vinnutækifæri. Hún ráðlagði m.a. tilvonandi og núverandi bæjarstjórnum að styðja betur við bakið á sjálfstæðum atvinnu- rekendum með því að stunda viðskipti við fyrirtæki í heima- byggðinni og mæta einstaklings- framtaki með jákvæðu hugar- fari. Lykillinn að allri uppbygg- ingu sveitarfélags og búsetu er gott atvinnulíf. N-listinn leggur á það áherslu að hlúa að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er, ryðja nýrri starfsemi braut og vera traustur og trúverðugur samstarfsaðili við nágranna- sveitarfélög um uppbyggingu at- vinnutækifæra. Atvinna Óskum eftir að ráða vana vélamenn og bílstjóra strax til vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar. Einnig vantar verkamenn og menn á borvagna. Mikil vinna framundan. Vinsamlega hafið samband við Ólaf Kristinsson í síma 660 0578. Sigurður Kristinsson skrifar: Atvinna í Vogum Aundanförnum vikum hefur mikið verið rætt um atvinnumál í Vogum og er slík umræða nauðsynleg og af hinu góða. Á borgara- f u n d i s e m haldinn var um atvinnu- mál í húsakynnum Norma hf fyrir stuttu, kom m.a. fram- bjóðandi E-listans í ræðustól og hafði töluverðar áhyggjur af þessum málum. Betra er seint en aldrei, datt mér í hug meðan á ræðunni stóð, þar sem ræðu- maður hefur setið sem aðal- maður í sveitarstjórn allt þetta kjörtímabil. Á þeim tíma kom hann aldrei fram með neinar til- lögur eða hugmyndir varðandi atvinnumál og er það í meira lagi undarlegt ef hann hefur haft þessar áhyggjur lengi og ekki talið H-lista fulltrúa standa sig í atvinnumálunum. Það ber þó að fagna þessum nýfengna áhuga bæjarfulltrúans og það er gott þegar aðilar sem tekið hafa að sér ábyrgðarstörf fyrir sveit- arfélagið vakna af svefni, þó að stuttu fyrir kosningar sé, fullir af hugmyndum. Nýlegar tölur um atvinnuleysi sýna fimm einstaklinga á at- vinnuleysisskrá. Það er auð- vitað fimm of mikið, en það er þó nánast helmingi minna en í öðrum bæjarfélögum á Suður- nesjum, í prósentum talið. Fyr- irtæki hér í sveitarfélaginu hafa átt í erfiðleikum með það að fá fólk til starfa og hafa þau, sum hver, leitað eftir erlendu vinnu- afli til að geta haldið uppi fullri starfsemi. Við hjá H listanum viljum að verk okkar séu metin á heiðar- legan hátt, við erum tilbúin að svara málefnalegri gagnrýni en biðjumst undan því að fullyrt sé um okkar verk með dylgjum eða hálfkveðnum vísum. Við í H listanum höfum setið undir þeirri gagnrýni að í bæjarfélag- inu okkar séu örfá fyrirtæki og nær óhugsandi sé fyrir íbúa að fá atvinnu í heimabyggð. Hið rétta er að 50 fyrirtæki eru nú starfandi í Vogum samkvæmt skráningu skattstjóra á fyrir- tækjum með einhverja lifandi starfsemi. Þeim þarf vissulega að íjölga en ekki má þó gleyma þeim sem fyrir eru. H-listinn hefur verið með mark- vissa stefnu í atvinnumálum og boðið öll fyrirtæki velkomin í sveitarfélagið með starfsemi sína. Metnaðarfullt skipulag iðnaðarsvæðis gerði það kleift fyrir stuttu að úthluta fjórum stórum atvinnulóðum og við það eykst fermetrafjöldi atvinnu- húsnæðis í sveitarfélaginu um allt að því helming. Skipulagið gerir ráð fyrir að hægt sé að byggja atvinnuhúsnæði sem fjór- faldar núverandi fermetrafjölda slíks húsnæðis í sveitarfélaginu og framundan er enn frekari markaðssetningu á Vogum, sem afar ákjósanlegum kosti fyrir fyrirtæki. I farvatninu eru einnig raunhæfar hugmyndir um byggingu miðbæjar þar sem rísa myndi allt að 3000 fermetra verslunar-, skrifstofu- og þjón- ustuhúsnæði. Það þarf ekki að fara mörgum orðurn um hvaða lyftistöng slík framkvæmd yrði fyrir þá tegund atvinnustarfs- semi í bænum, því vöntun er á húsnæði fyrir verslunar-, skrif- stofu- og þjónustustarfsemi Við frambjóðendur H-listans erum alltaf að leita leiða til að gera gott bæjarfélag betra. Til þess þurfum við þína aðstoð og þinn stuðning þann 27. maí n.k. Sigurðnr Kristmsson skipar 2. sœti á H-lista í Vogum Inga Rut Hlöðversdóttir skrifar: Opin og lýðræðisleg stjórnsýsla Eitt af þeim málefnum sem E-listinn vill einna helst beita sér fyrir er bætt stjórn- sýsla í sveit- arfélaginu okkar. Margir gætu spurt sig hvort eitt- hvað sé að nú- verandi kerfi. Við teljum að svo sé og að á auðveldan hátt sé hægt að gera alla stjórnsýsl- una mun aðgengilegri fyrir íbú- ana. E-listinn leggur áherslu á þrennt hvað varðar stjórnsýsl- una. í fyrsta lagi að erindum og fyrir- spurnum íbúa til bæjarins verði svarað innan skikkanlegs tíma í samræmi við stjórnsýslulög. Því hefur E-listinn áhuga á að íbúar fái aðgang að sínu svæði á net- inu þar sem þeir geta fylgst með þeim málum sem þeir eru með hjá bænum. I öðru lagi að ráða félagsmála- fulltrúa. í dag er bæjarstjóri jafn- framt félagsmálastjóri. Það er óeðlilegt fyrirkomulag að okkar mati. Þessi störf eru þess eðlis að óeðlilegt er að sama mann- eskjan gegni báðum stöðum eins og verið hefur í valdatíð H-listans. Það er hlutverk félags- málafulltrúa að tryggja íbúum þá félagsþjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Það þýðir að félagsmálafulltrúi sækir í bæjarsjóð það fjármagn sem þarf til að framfylgja þessari þjónustu. Hlutverk bæjarstjór- ans er aftur á móti að halda ut- anum rekstur sveitarfélagsins og veita aðhald í rekstrinum. Því liggur það í augum uppi að það fer illa saman að sami aðili sinni báðurn verkefnum. Að auki viljum við að félags- málafulltrúinn hafi menntun á sviði félagsvísinda, svo sem fé- lagsráðgjafi eða sálfræðingur. Félagsmálafulltrúi fer fyrir við- kvæmum málaflokki þar sem mikilvægt er að starfað sé af fagmennsku og þekkingu. Þeir sem þurfa að leita sér aðstoðar félagsmálayfirvalda eiga rétt á hlutlausri og faglegri umfjöllun um sín mál. I þriðja lagi að auka þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélagsins. Sveitarfélagið er til fyrir íbúana, en ekki öfugt. Hlutverk sveitar- félagsins er að sinna þörfum íbúanna eftir því sem fært er á hverjum tíma. Til að ná sem bestum árangri í stjórnun sveit- arfélagsins vill E-listinn auka tækifæri íbúanna til að hafa áhrif á gang mála. Því munum við bæta aðgengi íbúa að hinum kjörnu fulltrúum og embættis- mönnum sveitarfélagsins. Auk þess munum við gefa íbúum kost á því að tjá skoðanir sínar reglulega á opnum borgara- fundum þar sem helstu málefni sveitarfélagsins verða rædd. Breyting á nafni sveitarfélagsins og staðsetning olíuafgreiðslu eru dæmi um málefni sem E- listinn telur að ræða eigi á íbúafundi. Einn af kostum smærri sveitar- félaga eins og okkar er að auð- velt er að kalla saman íbúafund, ræða málin og heyra þannig fleiri sjónarmið. E-listinn vill virkja íbúa til þátttöku í samfé- laginu nýta þann mannauð sem býr í Vogum. Inga Rut Hlöðversdóttir 2. Sœti E-listans Sveitarfélagi Voga kylfingur.is - golf alla daga! VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! B6 | VlKURFRÉTTIR : 20. TÖLU8LAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.