Víkurfréttir - 05.10.2006, Page 23
Stemmningin sem ríkti i Glaumbergi fyrir 20 árum var rifjuö upp í Stapanum á
laugardagskvöldiö. Fram komu sumir þeirra skemmtikrafta sem héldu uppi stuðinu i
Glaumbergi á sínum tíma. Hljómsveitin Miðlarnir rifjaðu upp gamla takta og lék fyrir
dansi fram á nótt. Ellert Grétarsson tók þessar svipmyndir frá Glaumbergskvöldinu
en fleiri myndir frá herlegheitunum er hægt að skoða í Ijósmyndasafninu á vef
Víkurfrétta, vf.is.
búMeNN, Búmenn auglýsa íbúðir
Búmenn hsf
Húsnæðisfélag
Suðurlandsbraut 54
108 Reykjavík
Sími 552 5B44
Fax 552 5944
bumenn@bumenn.is
www.bumenn.is
Grindavík
íbúðir í nágrenni við dvalar- og hjúkrunarheimilið
Víðihlíð í Grindavík. Til sölu er búseturéttur í 10
íbúðum í parhúsum við Víðigerði í Grindavík.
Hér er um að ræða annan áfanga af tveimur en
fyrsti áfangi var afhentur nýjum eigendum um
miðjan september s.l.
Um er að ræða 2ja herb. íbúðir ásamt bílskúr og
garðskála samtals um 120m2 að stærð.
íbúðirnar verða um 91 m2 með garðskála.
íbúðirnar verða afhentar fullbúnar ásamt
frágengnum garði og er stefnt að því að þær verði
til afhendingar haustið 2007.
Félag eldri borgara í Grindavík og Grindavíkurbær
hafa unnið með Búmönnum að verkefninu.
Þar sem væntanlegir íbúar munu geta nýtt sér
þjónustu Víðihlíðar munu þeir njóta forgangs við
úthlutun sem eru eldri en sextugir.
Reykjanesbær
Til sölu er búseturéttur í 9 íbúðum við Stekkjargötu
sem byggðar verða fyrir Búmenn í Innri Njarðvík.
Um er að ræða 3ja herb. íbúðir ásamt bílskúr og
garðskála. Heildarflatarmál íbúðar ásamt bílskúr er
um 120m2 og er garðskáli um 14m2.
Um er að ræða 6 íbúðir í parhúsum og 3 einbýlishús.
Hér um að ræða síðasta áfanga af þremur.
Fyrirhugað er að afhenda íbúðirnar í febrúar 2007.
íbúðirnar verða fullbúnar með frágenginni lóð og
hlutdeild í samkomuhúsi. Með þessum áfanga
verður fjöldi íbúa samtals 41 á lóðinni. Þeir sem
sóttu um annan áfanga og settu sig á biðlista fyrir
þennan áfanga þurfa að staðfesta umsóknir sínar.
Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri.
Umsóknarfrestur er til 16. október n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 54
eða í síma 552 5644 milli kl. 9-15.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VÍKURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN 5. OKTÓBER 2006 23