Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 29
►► Eyjólfur Eysteinsson skrifar: Ekki til að hrópa húrra fyrir! Samkvæmt áætlun átti að Ijúka við byggingu 30 rúma hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Njarðvik árið 2007. Nú er áætlað að hjúkrun- arheimilið verði í fyrsta lagi til- búið í lok árs 2009. Það liggur tyrir að ekki er að fullu búið að hanna bygginguna og þar af leiðandi hefur framkvæmdin ekki verið boðin út. Það er þvi alls óvíst að ný áætlun um verklok standist. Nú í dag eru milli 30 og 40 aldraðir sjúkir í Reykjanesbæ í mjög brýnni þörf fyrir vistun á hjúkrunarheimili en þeir dvelja heima hjá sér eða á dvalarheim- ilum aldraðra. Varla þarf að taka fram hver aðstaða þeirra er þar sem þeir fá ekki þá hjálp og að- stoð sem þeir þarfnast. Heimil- ishjálp hefur að vísu verið aukin en hún kemur ekki að fullu í stað hjúkrunar á hjúkrunarheim- ilum. Það er því ekki hægt að hrópa húrra fyrir frammistöðu heil- brigðisráðherra þar sem fram- kvæmdir hafa enn dregist á lang- inn vegna þess að ekki hefur verið gengið frá útboðsgögnum og enn er verið að hanna bygg- inguna og stendur þar á ráðu- neyti heilbrigðisráðherra. Samfylkingin og reyndar A- listinn í Reykjanesbæ hafa lagt áherslu á að framkvæmdum verði hraðað á Nesvöllum og telja að það verði nú þegar að undirbúa frekari fjölgun hjúkr- unarrúma til þess að fullnægja ki'öfum um einbýli sjúklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum en rnikið vantar á að þeirri sjálfsögðu kröfu hafi verðið full- nægt. Það er svo ekki úr vegi að geta þess, enn og aftur, að væri D- álma Heilbrigðisstofunnar Suð- urnesja nýtt eins og áætlað var, fyrir aldraða sjúka en 24 sjúkra- rúm í D- álmunni höfðu ætíð verið ætluð öldruðum sjúkum, væristaðaaldraðrasjúkra áSuð- urnesjum allt önnur. Eyjólfur Eysteinssonfv. stjórn- armaður ístjórn Garðvangs. Auglýsingasíminn er 421 0000 Skenkur 48.000, Borð 40.000, Borð, skenkur og ^ j skápur saman á 1 I f 8 ™ aðeins: 7 40.000.~ ”^p Litureik. Ýmsar gerðir sfóla verð frá 9.900,- «. Tjarnargötu 2 • Keflavík • sMi 421 3377 • www.bustod.is ____ Náttsloppar 3 litir hvítt, blátt og bleikt. StærðirSmall til XL Verð: 7.900,- Flísteppi 140x200 með ísaumuðu letri t.d Besta amma og Besti afi verð: 3.900,- Mediflow heilsukoddar verð: 14.900,- Jólatilboð 9.900,- ÝSINGABLAÐiÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 23. NÓVEMBER 2006

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.