Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 34

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 34
Þessar skvísur urðu árinu eldri í mánuðinum, Benni Litli og Roonie, urðu loksins 18, ekki það að lífið breytist mikið við það og hún AMS okkar varð bara árinu eldri en hún varð síðast (frekar viðkvæmt mál). En við óskum þeim öllum til lukku með þetta og biðjum þær vinsamlegast um að myndast verr á næstu árum. Kveðja, Minneapolis/Boston-hópurinn! Aðalfundur Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja verður haldinn sunnudaginn 3. desember kl. 14:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn GS Skrifstofu- og fjármálastjóri Óskum eftir aö ráöa skrifstofu- og fjármálastjóra á aðalskrifstofu okkar í Reykjanesbæ. Skrifstofu- og fjármálastjóri ber ábyrgö á öllu bókhaldi fyrirtækisins, þ.m.t. fjárhags- og launabókhaldi sem og afstemmingum til endurskoöanda. Um er að ræöa 80-100% starf. Æskilegt aö umsækjandi hafi menntun á sviöi viðskipta og/eöa reksturs og hafi jafnframt reynslu af bókhaldi og launaútreikningum. Þekking/reynsla af T0K+ og TOK launum er kostur. Upplýsingar er tilgreini menntun, fyrri störf og persónulegar upplýsingar berist Páli Ketilssyni á netfangið pket@vf.is. Víkurfréttir ehf. eru stofnaöar áriö 1983 og starfar fyrirtœkiö á sviöi fjölmiölunar og útgáfu. Starfs- menn eru 15-20 manns og eru aöalstöövar fyrirtœkisins i Reykjanesbœ en auk þess rekur fyrirtœkiö skrifstofu og samnefnt fréttablaö sem gefiö er út i Hafnarfiröi, Garöabœ og Álftanesi. Taize-Messa Sunnudaginn 26. nóvember kl:20:30 verður sameiginleg Taize-messa Hvalsnes og Út- skálasafnaða í Safnaðarheimil- inu í Sandgerði. Sungnir verða Taize-söngvar og flutt hugljúf tónlist á fiðlu og píanó, einnig verður gengið til altaris. Fram koma kórar Hvalsneskirkju og Út- skálakirkju. Kjartan Már Kjartansson leikur á fiðlu og organisti er Steinar Guðmundsson. Með- hjálparar Sylvía Hallsdóttir og Helga Magnea Birkisdóttir. Allir hjartanlega velkomnir og er fólk hvatt til að mæta og eiga notalega kvöldstund í skammdeginu við kertaljós og fallega tónlist. Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur SAMVERUSTUND TVÍBURA- FORELDRA A SUÐURNESJUM Idag milli kl. 16-18 ætlum við foreldrar og tvíburar á Suðurnesjum að hittast í Kirkjulundi (Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju). Við ætlum að hafa gaman saman og verður jólastemmningin í há- vegum höfð. Þessi hópur hitt- ist í september síðastliðnum í fyrsta skipti og var mæting mjög góð. Hlökkum til að sjá ykkur og bjóðum við verðandi tvíburafor- eldra sérstaklega velkomna. Nánari upplýsingar veita: Guðrún Þorsteinsd. 849-8100 Jóna Rut Grindavík 893-7066 Inga Þorvaldsd. 893-1394 Olla 698-6061 Iþróttafélagið Nes hélt upp á 15 ára afmæli félagsins í síðustu viku með afmæl- isfagnaði í félagsheimili Mána þar sem félagsmenn og velunn- arar komu saman og gerðu sér glaðan dag af þessu tilefni. Fé- lagið var stofnað þann 17. nóv- ember 1991. Margir góðir gestir heiðruðu fé- lagið með nærveru sinni, heilla- óskum og gjöfum, m.a. færðu Nesararnir frá Verkalýðsfélagi Keflavíkur 200 þúsund króna ávísun sem kemur að góðum notum fyrir fyrirhuga utanlands- ferð félagsins næsta vor og var ÍT með kynningu á ferðinni. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tilkynnti að Reykjanesbær ætlaði að styrkja félagið um 2000 krónur fyrir hvern iðkanda sem fer í ferðina. Jóhann Magnússon formaður ÍRB hélt tölu og færði félaginu bók að gjöf. Yfir 100 manns sóttu hátíðina og héldu Grétar Örvarson, Regína Ósk og Friðrik Ómar uppi stuðinu fram eftir kvöldi. Árni Johnsen var sjálfur leyni- gesturinn og söng hann nokkur lög við góðar undirtektir. ViKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! B4 IVÍKURFRÉTTIR 47. TÖLUBLAÐ . 27.ÁRCANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.