Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 14
Verslun oe viðskipti Q Hatíðarhöld á áratugsaf- mæli Verslun BYKO í Reykja- nesbæ heldur upp á 10 ára afmæli sitt á morgun og bjóða þar upp á veglega dagskrá. Víðir Atli Ólafsson, verslunar- stjóri, segir árin tíu suður með sjó hafa verið gjöful og skemmti- leg og sjaldan meira fjör en einmitt nú. Hann segir áherslur verslunarinnar ekki hafa breyst til muna síðan opnað var. „Við gerum út á að vera hrein- ræktuð byggingarvöruverslun frekar en blanda af einhverju öðru og leggjum áherslu á að okkar sérsvið frekar en að vera með mikið af sérvörum eða þess háttar. Við ætlum að halda þeirri stefnu og styrkja okkur enn frekar á því sviði.” Mikil spenna hefur verið í bygg- BYKO ingariðnaði síðustu misseri og hafa byggingavöruverslanir ekki farið varhluta af því. „Síðustu tvö ár hafa verið lyginni líkust,” segir Víðir. „Það sér raunar ekki fyrir endann á því. Ég byrjaði hér fyrir þremur árum í lág- deyðu, en aðstæður hafa breyst gríðarlega á Reykjanesi. Það hefur verið óhemju skemmtilegt að taka þátt í þessu mikla fjöri.” Aðspurður segir Víðir að bygg- ingarmarkaðurinn hafi róast í stuttan tíma í sumar en tekið við sér á ný jafnharðan. Hvað framtíðina varðar sér hann fram á annríki og skemmtilega tíma á Suðurnesjum. „Ég get ekki séð að það hafi hægst mikið á, það hefur allaveg- anna ekki sýnt sig hjá okkur. Við búumst samt við því að ástandið verði eðlilegra á næsta ári en það þýðir ekki að sé að hægjast um heldur er stressið og spanið að minnka. Fólk er ef til vill að átta sig á því að það er ekki að missa af neinu þó það kaupi sér ekki íbúð strax á morgun. Æði- bunugangurinn hefur minnkað og það er til góðs.” Næst á dagskrá hjá Víði og starfs- fólki hans eru hins vegar afmæl- ishátíðarhöld og verður mikið i boði fyrir viðskiptavini versl- unarinnar, góð tilboð, skemmti- legar uppákomur og ljúffengar veitingar. 070707 frátekið fyrir brúðkaup? Bæjarráð Garðs setur spurningamerki við það hvort dagsetningin 07.07.07 sé heppileg fyrir sæstu sólseturs- hátíð á Garðskaga. Lagt er til að dagsetning Sólseturshátíðar sé skoðuð nánar þar sem vitað er t.d. að mörg brúðkaup verða 07.07.07 og því ekki víst að það sé heppilegur dagur fyrir hátíðina. Garðmenn verða því að ráðfæra sig við prest og kanna hvort önnur dagsetning henti betur fyrir sólseturshátíðina. 10fjl886 IZU2000 Fjármál síödegis Landsbankinn í Keflavík býöur þér til ráðstefnu um fjármál í gamla bíósalnum í Duus-húsum mánudaginn 27. nóvember kl. 17:00. Dagskrá Krónan og efnahagsmálin Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans Staða sveitarfélaga við núverandi efnahagsástand Arni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Fundarstjóri: Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta Boðið verður upp á léttar veitingar að ráðstefnu lokinni. Vinsamlegast skráiö þátttöku á ráðstefnuna með því að senda póst til Berglindar R. Hauksdóttur - berglind.hauksdottir@landsbanki.is eða hringið í síma 410 8183. L Landsbankinn Banki allra landsmanna í 120 ár 14 IVÍKURFRÉTTIR 47. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURPRÉTTIR Á NETINlj • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU fRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.