Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 20
Margeir Pétursson stórmeistari skrifar Þegar Helgi nærsérvelá strikslær hann heimsmeist- urum við Vinur minn, félagi og keppinautur um áratugaskeið, Helgi Ólafsson, stórmeistari, er nú kominn út í miðtaflið í sínu lífi. Ekki ber kapp- inn það þó með sér í útliti, hann hefur lítið breyst frá því Vestmannaeyjagosið skolaði honum upp á mið- borðið hér um árið og ekki langt síðan hann vakti upp glæsilega drottningu. Keppnismenn ná því lengra sem þeir eiga sér harðskeytt- ari og öflugri keppinauta og stöndum við Helgi og fé- lagar okkar Jóhann Hjartar- son og Jón L. Árnason því í mikilli þakkarskuld hverjir við aðra. Þetta er nú einn af þeim hlutum sem menn sjá betur eftirá. Það er ekk- ert sérstaklega skemmtilegt þegar félagarnir, sem rnaður umgengst nærri daglega, reyna að stöðugt að sýna fram á að nánast hver einasti leikur eða hugsun manns sé byggð á mistökum og jafnvel heilsteyptri ranghugmynd. Slíkt aðhald er þó líklega ein besta hvatning til dáða sem hægt er að hugsa sér. Á þessum árum, 1975-1995, ríkti afar harður keppn- isandi hjá okkur sem vorum í fremstu röð íslenskra skák- manna, ekki síst á milli mín og afmælisbarnsins. Metn- aðurinn var mikill, mikið var á sig lagt við æfingar og keppni og gagnrýni á félag- ana hvergi spöruð. Þetta var harður skóli sem varð að góðu veganesti. Þrátt fyrir þetta vorum við yfirleitt hinir bestu félagar utan skákborðsins. Ljóðlín- urnar „í góðsemi vegur þar hver annan“ áttu einkar vel við um okkur. Það kom þó vissulega oft fyrir að skákir Helga væru hreinlega yfir alla gagnrýni hafnar. Þegar hann nær sér vel á strik slær hann heimsmeisturum við. Eftir að ég lagði niður vopn á skákborðinu hef ég mjög hvatt Helga til að halda uppi merki okkar vígamóðu skák- kynslóðar, enda fyrst í mið- taflinu sem átökin hefjast fyrir alvöru. HELGIÓLAFSSON STÓRAAEISTARI í SKÁK Á TÍAAAMÓTUIVl OG TEFLIR í REYKJANESBÆ Sextugasti og fimmti reiturinn Fyrsti opinberi skákvið- burðurinn sem ég sótti var Skákþing ísiands árið 1968 sem haldið var í dans- skóla Hermanns Stefánssonar. Ég man að ég settist niður við borð í salnum og fór nokkrum sinnum yfir „Ódauðlegu skák- ina“ sem ég kunni utan að. Nokkrum vikunr síðar var ég nýfluttur og staddur í Höllinni í Vestmannaeyjum þar sem frarn fór fjöltefli Evgenij Vasjukov. Ég staldraði lengi við skák sem Einar klink tefldi. Þegar sovéski stórmeistarinn drap peð með tilþrifum sneri Einar sér við og spurði: „Má þetta?“ „Hva, veistu ekki hvað þetta er. Þetta er framhjáhlaup," sagði ég stoltur. Snemma hausts '68 fór ég á mína fyrstu skákæfmgu í Dríf- anda. Á leiðinni gekk ég fram á lundapysju. Eg tók hana upp, setti í pappakassa og fór með hana heirn og síðan aftur niður í Drífanda. Mér fannst ég vera orðinn Eyjapeyi. Ég var hinsvegar fremur lítið fyrir að spranga sem var hitt skilyrðið, treysti hvorki reipinu né sjálfum mér. Hinsvegar sá ég Ásmund Friðriksson einu sinni stíga í sprönguna í efsta þrepi og láta sig vaða niður. Það var tilþrifa- mikil og hrikaleg sjón. Á langri leið hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu: að tapa er ekki hið versta sem getur komið fyrir mann, því eins og segir í kvæðinu sem ég orti á flugi yfir Las Vegas, The player must go down. Þeir sem hafa teflt mikið um dagana vinna óumflýjanlega margar skákir og flestar þeirra eru einskis virði; til að tefla góða skák þarf maður að finna 65 reit- inn. Ég sá þennan ágæta titil í grein eftir Robert Byrne. Eins og ég skil það þá liggur 65 reiturinn fyrir utan hið venjulega sjónsvið skákmannsins. Hann er kannski beint fyrir framan okkur en við viljum ekki sjá hann. Skákmenn mæta stundum til leiks bólgnir af þekkingu en sköpunargáfan varð eftir á hótelherberginu. „Hlekki brýt ég hugar,“ sagði skáldið. Ég var beðinn að senda inn nokkrar skákir. Ég fann 65. reit- inn í þessum skákum. Frægasti leikur sem ég hef leikið er án efa gegn Levitt, 17. Hxe6. Hann hefur ratað inn í nokkrar bækur um bestu leiki skáksögunnar. Ólympíumótið á Möltu 1980 Jan Timman - Helgi Ólafsson Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 c5 5. e3 cxd4 6. exd4 0-0 7. Bd3 Rc6 8. c3 d6 9. 0-0 h6 10. Bh4 Rh5 11. Hel f5 12. d5 Re5 13. Bc2 Rf4 14. Rxe5 dxe5 15. Bg3 g5 16. Bxf4 gxf4 17. f3 Bd7 18. Bb3 b5 19. Khl Db6 20. Hcl Hac8 21. c4 a6 22. cxb5 axb5 23. Rbl Hxcl 24. Dxcl Hc8 25. Dd2 Kf8 26. Rc3 Bf6 27. Rdl b4 28. Rf2 Bh4 29. Kgl Kg7 30. De2 e4 31. fxe4 fxe4 32. Hfl f3 33. gxf3 Bh3 34. d6 exd6 35. Hdl Hf8 36. Khl Dxf2 37. Hgl 37... Dxgl 38. Kxgl exf3 Hvítur gafst upp. Ólympíumótið í Saloniki 1984 Helgi Ólafsson - Vlastimil Hort Drottningarbragð 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 dxc4 4. Rc3 a6 5. e4 b5 6. e5 Rd5 7. a4 Rxc3 8. bxc3 Dd5 9. g3 Bb7 10. Bg2 Dd7 11. Ba3 Bd5 12. 0-0 Rc6 13. Hel g6 14. Bc5 Hd8 15. axb5 axb5 16. Rg5 Bxg2 17. e6 fxe6 18. Kxg2 Dd5 19. Df3 Dxf3 20. Kxf3 Hd5 21. Rxe6 Kd7 22. He2 Bh6 23. Hael Ha8 24. g4 Bg5 25. Rxg5 Hxg5 26. Bxe7 Hd5 27. Bc5 b4 28. Ke4 Hg5 29. cxb4 Hxg4 30. Kd5 Hb8 31. Kxc4 Hxd4 32. Bxd4 Hxb4 33. Kc5 Hxd4 34. He7 Rxe7 35. Kxd4 Kd6 36. Ke4 Ke6 37. He3 c6 38. Hh3 h5 39. Kd4 h4 40. Ke4 g5 41. f4 Kf6 42. íxg5 Kxg5 43. Hc3 Kg4 44. h3 Kg5 45. Hc5 Kf6 46. Kf4 Rg6 47. Kg4 Re5 48. Kxh4 Kf5 49. Kg3 Ke4 50. h4 Kf5 51. h5 Kf6 52. Kh4 Rf3 53. Kg4 Re5 54. Hxe5 Svartur gafst upp. Reykjavík 1986 Bandaríkin - Norðurlönd Larry Christiansen - Helgi Ólafsson Drottingarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 Rc6 9. b4 Be7 10. Dc2 Bd7 11. Be2 Hc8 12. O- O dxc4 13. Hadl De8 14. Hd2 a5 15. b5 Rb4 16. axb4 axb4 17. Re4 b3 18. Rxf6 Bxf6 19. Dbl c3 20. Hxd7 Dxd7 21. Dxb3 c2 22. e4 Hc3 23. Da4 Hfc8 24. Bcl h6 25. e5 Be7 26. Dg4 Kh8 27. Dh5 Ba3 28. Dg4 Bxcl 29. Hxcl Hb3 30. De4 Hbl 31. Hxbl cl=D 32. Rel Dcd2 33. Bd3 g6 34. h4 Dd5 35. Dg4 Dxe5 36. Rf3 Def4 37. Dxf4 Dxf4 38. Bfl Hcl 39. g3 Hxfl Hvítur gafst upp. Reykjavíkurmótið 1990 Gata Kamsky - Helgi Ólafsson Grunfelds vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 d5 5. e3 0-0 6. Bd3 Rbd7 7. h4 De8 8. Bf4 c5 9. c3 Rg4 10. h5 e5 11. dxe5 Rdxe5 12. Be2 Bf5 13. hxg6 fxg6 14. Rh4 Bd3 15. Rdf3 Bxe2 16. Dxe2 Helgi einbeittur við skákborðið. Hxf4 17. exf4 Rd3 18. Kd2 Dxe2 19. Kxe2 Rxf4 20. Kd2 Rxf2 21. Hhfl R4d3 22. g4 c4 23. g5 He8 24. Habl b5 25. Rg2 Re4 26. Kdl Rg3 27. Hgl Rf2 28. Kcl Re2 29. Kd2 Rxgl 30. Hxgl b4 31. cxb4 Bxb2 32. Rf4 Hf8 33. Ke3 Hxf4 34. Kxf4 Rh3 35. Ke3 Rxgl 36. Rxgl d4 37. Ke4 d3 38. Rh3 Ba3 39. Kd4 Bxb4 40. Kxc4 d2 41. Rf2 Be7 42. Kd3 Bxg5 43. Ke2 Bf4 44. Rd3 g5 Hvítur gafst upp. Reykjavíkurskákmótið 1990 Helgi Ólafsson - Jonathan Levitt Drottningarindversk vörn 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 c5 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 Be7 7. d4 Re4 8. Rxe4 Bxe4 9. Bf4 0-0 10. dxc5 bxc5 11. Dd2 Db6 12. Hfdl Hd8 13. De3 Db7 14. Bd6 Bxd6 15. Hxd6 Dxb2 16. Hadl Db7 17. Hxe6 fxe6 18. Rg5 h6 19. Rxe4 Rc6 20. Rxc5 Dc7 21. Rxd7 Hac8 22. Dxe6 Kh8 23. Be4 Re7 24. Hd6 Dxc4 25. Dxe7 Dcl 26. Kg2 He8 27. Df7 Hxe4 28. Hg6 Svartur gafst upp. 20 IVÍKURFRÉTTIR í 47.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.