Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 30
Ungur og efnilegur til Keflavíkur Sigurbjörn Hafþórsson, 18 ára miðjumaður frá Siglu- firði, hefur gengið til liðs við knattspyrnulilð Keflavíkur og mun skrifa undir 3ja ára samning þegar hann kemur suður um helgina. Þrátt fyrir ungan aldur er Sig- urbjörn búinn að spila mikið fyrir KS á undanförnum árum. Haraldur vaiinn bestur hjá Álasundi Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson sem leikur með liði Álasunds í Noregi var um helgina valinn leik- maður ársins hjá liði sínu, en Álasund vann sér þátttöku- rétt í Úrvalsdeild á næsta ári. Haraldur var einnig valinn leikmaður ársins hjá sjón- varpsstöð einni í Álasund þannig að ljóst er að mikil ánægja er með hans frammi- stöðu. Misjafnt gengi Suðurnesjalið- anna Keflavík hrósaði sigri, eitt Suðurnesjaliðanna, í Iceland Expressdeild karla í körfuknattleik á sunnudag. Þeir lögðu Hamar/Selfoss að velli 81-63 á meðan Njarð- vík tapaði gegn KR á útiveili, 75-69, og Grindavík tapaði í Borgarnesi gegn Skallagrími, 83-74. Jóhann framlengir hjá GAIS Knattspyrnumaðurinn Jó- hann B Guðmundsson hefúr framlengt samning sinn við sænska úrvalsdeildarliðið GAIS til tveggja ára. Jóhann, sem lék með Kefla- vílc áður en hann hélt utan í atvinnumennskuna, hefur verið í GAIS í eitt ár og stóð sig vel með liðinu sem lenti í 10. sæti. Sá árangur var framar spám en Jóhann lenti í meiðslum undir lok tíma- bils. Snýr Bjarki aftur? Bjarki Guðmundsson, knatt- spyrnumarkmaður, gæti verið á leiðinni til síns gamla félags, Keflavíkur, en þeir hafa verið að leita sér að marlcmanni eftir að Magnús Þormar gekk til liðs við Stjörnuna á dögunum. Formlegar viðræður eru í gangi milli Bjarka og Rún- ars Arnarsonar, formanns knattspyrnueildarinnar, sem Súnar segir að gangi vel og býst hann við að til tíðinda dragi á næstunni. IÞROTTIRIBOÐI LANDSBANKANS Alfreð til UMFN Framherjinn Alfreð Jóhannson frá Grindavík hefur gengið til liðs við Njarðvíkinga sem leika í 1. deild á næsta ári. Alfreð er ekíci ókunnugur aðstæðum í Njarðvík en hann lék með liðinu sem lánsmaður hluta af keppnistímabilinu 2004 og lék þá 11 leiki og gerði 4 mörk. Hópurinn hjá Njarðvík fyrir næsta sumar er því farinn að taka á sig mynd því á síðustu dögum og vikum skrifuðu þeir Kristinn Örn Agnarsson, Gestur Gylfason, Árni Þór Ármannsson, Guðni Erlends- son og Aron Már Smárason undir samninga við liðið. Glæsilegur árangur ÍRB á ÍM25 Sundmenn ÍRB stóðu sig gríðarlega vel á íslands- móti SSI í 25m innilaug um helgina þar sem liðsmenn þeirra unnu til níu íslands- meistaratitla og settu alls 4 íslandsmet og 34 innanfélags- met. Þeir sem urðu íslandsmeistarar voru: Hilmar Pétur Sigurðs- son í 1500 metra skriðsundi, Birkir Már Jónsson í 200 metra flugsundi og 400m skriðsundi, Hjalti Rúnar Oddsson í 50 metra baksundi, DavíðHildiberg Aðal- steinsson í 100 metra baksundi, Erla Dögg Haraldsdóttir í 200 metra flugsundi, 200m Qórsundi og lOOm bringusundi, og karla- sveit iRB í 4*50 metra ijórsundi. íslandsmetin sem ÍRB-Iiðar settu um helgina voru eftirfarandi: Erla Dögg Haraldsdóttir íslands- met í 200m fjórsundi, Gunnar Örn Arnarson drengjamet í 400 metra fjórsundi. Karlasveit ÍRB í 4*50 metra fjórsundi, sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Guðni Emilsson, Hjalti Rúnar Oddsson og Birkir Már Jónsson og telpnasveit ÍRB í 4*100 metra skriðsundi ensveit- ina skipuðu þær Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Elfa Ingvadóttir og Soffía Klemenzdóttir. Þess má einnig geta að Steindór Gunnarsson,þjálfariÍRB,varval- inn Afreksþjálfari ársins 2006 af Sundsambandi Islands. Á heima- síðu SSÍ segir að Steindór sé margreyndur bæði sem félags- þjálfari se,m og landsliðsþjálfari. Hann hafi unnið mjög gott starf í þágu sundlífs í Reykjanesbæ og sé svo sannarlega vel að þessum heiðri kominn. Erla Dögg sagðist í samtali við Víkurfréttir vera afar sátt með sinn árangur. „Ég bætti mig í öllum greinum nema einni og það er bara allt á áætlun." Erla er komin á fljúgandi ferð eftir erfið veikindi í fyrra og stefnir ótrauð á Ólympíuleikana í Peking 2008. Hún ætlar þó að taka sér stutt frí frá keppni á meðan prófunum í FS stendur. Eftir áramót fer hún svo aftur á fullt og verður fróðlega að sjá hvernig henni gengur. Evrópuslagur í Sláturhúsinu í kvöld Keflavík tekur á móti sænska lið- inu Norrköpping í áskorendabikarkeppni Evr- ópu í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er óhætt að lofa mikilli spennu og hasar. Þrátt fyrir að sýna frábæran leik á köflurn tapaði Keflavík fyrir úkraínska liðinu BC Dnipro Dnepropetrovsk á föstudag, 96- 97, og hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni. Liverpool - Man City i Aston Villa - M.boro i .... Bolton - Arsenal gig Fulham - Reading lx West Ham - Sheff Utd 1 Burnley - Birmingham 1x2 Derby - Leicester 1 Plymouth - Leeds 1 X Preston - Crystal Palace 1 QPR - Coventry x Sheff Wed - Cardiff 12 Southampton - Luton 1 Stoke - WBA lx Kristinn Á. Ingólfsson Getraunaleikur Barna- nglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflvíkur heldur áfram og þessa vikuna það Kristinn Á. Ingólfsson sem tippar að áskorun Daða Þorgrímssonar sem var með 11 rétta í ísðustu viku. Kristinn skorar á nafna sinn Kristinn Hjört Jónsson, 30 IVÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASIÐUR /ÍKURFRÉTTIR Á N ÍTINU vw.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.