Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 19
Hrafn Jökulsson skrifar: Glaðbeittur snillingur heiðraður Það hefur verið mér mikil ánægja að vinna að skipulagningu Afmælismóts Helga Ólafs- sonar, ásamt því kraftmikla fólki sem heldur um stjórnvölinn í Reykjanesbæ og öðrum þeim sem að þessari hátíð standa. Og það er sannarlega við hæfi að við skulum heiðra Helga Ólafsson stórmeistara og skóla- stjóra Skákskóla íslands. Helgi Ólafsson hefur verið kallaður mestur listamaður íslenskra skákmanna. Að skoða bestu skákir hans er einsog að hlusta á tón- verk eftir Mozart eða lesa ljóð eftir Jónas Hallgrímsson: snilldin er einhvernveginn svo sjálfsögð, og samt er verið að gefa manni innsýn í veröld sem enginn annar hefði getað skapað. Ég man fyrst eftir Helga þegar ég var gutti að þvælast á Hótel Loftleiðum á Reykjavík- urskákmótum áttunda áratugarins. Þá var þessi ungi Eyjamaður bjartasta vonin í ís- lensku skáklífi, og sannarlega átti hann eftir að rísa undir þeim vonum sem við hann voru bundnar. Möguleikarnir á taflborðinu eru óendan- legir, fleiri en allar stjörnur alheimsins, fleiri en sandkorn jarðarinnar. Leitin að besta leiknum í hverri stöðu útheimtir í senn ná- kvæmni vísindamannsins og sköpunargáfu listamannsins. Helgi Ólafsson er bæði vís- indamaður og listamaður, og skákir hans verða skoðaðar af ánægju og nautn um ókomnar aldir. Ef lýsa ætti persónunni koma ýmis orð upp í hugann: Lítillátur, þrjóskur, gefandi, krefj- andi, glaðbeittur. Það er ótrúleg lífsreynsla að sitja með Helga og fá að kynnast hvernig hugur hans vinnur. Hann kann utan að ótölulegan fjölda af skákum, getur vitnað í þriggja feta löng ljóð og kann auk þess skil á mannkynssögu og tónlist. Og allt þetta skoðar hann með sínum sífrjóa hug, frá sínu sjónarhorni. Þess vegna eigum við bara einn Helga Ólafs- son. Og þegar við, á merkum tímamótum, heiðrum þennan alhliða meistara, þá eru það ekki affekin, fslandsmeistaratitlarnir, frammi- staðan með landsliðinu, sigrar á skákmótum, sem koma fyrst upp í hugann, heldur gleðin yfir því að fá að vera samferða slíkum snill- ingi -- lítillátum, þrjóskum, gefandi, krefj- andi og glaðbeittum. Skák-Helgi í Reykjanesbæ Skákfélag Reykjanesbæjar, Skák- félagið Hrókurinn, Hrafn Jök- ulsson og Reykjanesbær standa fyrir Skák-helgi í Reykjanesbæ dag- ana 25.-26. nóvember nk. Að auki verða grunnskólar í bænum heimsóttir og skákin kynnt m.a. með fjölteflum í skólunum. Laugardaginn 25. nóvember kl. 11:00 er skákmót Skákfélags Reykjanes- bæjar þar sem 4 efstu fá þátttöku í afmælismóti Helga Ólafssonar í Lista- sal Duus húsa daginn eftir. Fjöltefli Ivan Sokolovs í Heiðarskóla verður kl. 14:00 og eru skákáhugamenn á Suð- urnesjum hvattir til þátttöku og að líta við í Heiðarskóla og sjá meistara Sokolov berjast við Suðurnesjamenn. Sunnudaginn 26. nóvember verður Afmælismót Helga Ólafssonar haldið í Listasal Duus húsa og hefst mótið kl. 12:00 og stendur til kl. 16:00. Mótið er opið gestum og hvetjum við fólk til að líta við í Listasal Duushúsa og sjá meistarana með eigin augum berjast til sigurs í mótinu, en vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara mótsins. Eins verða skákirnar sýndar á tjaldi í Bíósal Duus húsa og umræður um frammistöðu keppenda ræddar af skákspekingum. í mótinu taka þátt eftirtaldir stór- meistarar auk afmælisbarnsins Helga Ólafssonar; Jóhann Hjartarson, Mar- geir Pétursson, Ivan Sokolov, Jón L. Árnason, Friðrik Ólafsson, Hannes H. Stefánsson, Guðmundur Sigurjóns- son, Hendrik Danielsen, Þröstur Þór- hallsson, Helgi Áss Grétarsson, Lenka Ptacnikóva, Róbert Harðarson og fl. Mótinu verður sjónvarpað beint á sjón- varpsstöðinni Sýn og eins á netinu. Skákstjóri verður Gunnar Björnsson, en útsendingu á netinu annast Halldór Grétarsson og Kristian Guttesen. Skák- útsendingu í sjónvarpi verður lýst af Hermanni Gunnarssyni Aðgangur að mótinu er ókeypis. - - . ......-. X Við erum geðveikt góð saman ^SPARISJÓÐURINN - fyrir þig og þína STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VlKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 16.NÖVEMBER2006 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.