Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 16
Grétar Ólason, helsti jólaskreytir Reykjanesbæjar hefur hafið vinnu sína við jólaskreytingarnar í ár. Hann tók að vísu ekki fyrstu handtökin sjálfur heldur tveir herra- menn sem réðust að öspunum hans Grétars og klæddu þær í hvít ljósaljós fyrr í vikunni og þurftu auðvitað lyftubíl til í stór trén. Nú styttist óðum í jólastemmninguna, fyrsti í aðventu er eftir tíu daga og krakkar sem kaupmenn eru að komast í jólagírinn. Verktakar Reykjanesbæjar hófu vinnu við að setja upp jólaljós á götum bæjarins í byrjun nóvember þannig að óhætt er að segja að talsverð vinna falli til við jólaundirbúninginn. Víkurfréttir munu ekki láta sitt eftir liggja og eins og undanfarin ár verður boðið upp á Jólalukku VF og verslana en í boði eru yfir 5000 vinningar að verðmæti margra milljóna króna. Stærstu vinningarnir eru til að mynda stórt plasmasjónvarp frá Ormsson í Keflavík, 17 Evrópuflugmiðar frá Icelandair, sófasett frá Bústoð, fartölva frá Tölvulistanum og margt fleira. Brenton og Berglind í nýju Bhome búðinni. Hinn kunni körfuboltamaður, Brenton Birmingham úr Njarðvík og íslenska landsliðinu hefur ásamt konu sinni Berglindi Sigþórsdóttur opnað húsgagnaverslun sem ber nafnið Bhome. Nýja verslunin sem er staðsett við Hafnargötu 23 í Keflavík er með vörur frá Danmörku og víðar. Um er að ræða Qölbreytt húsgögn á góðu verði þar sem lögð er áhersla á útlit og gæði og gott verð. Brenton segist hafa gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en síðan ákveðið að láta slag standa þegar þeim bauðst gott húsnæði á góðum stað, í hjarta Hafnargötunnar i Keflavík. Berglind og Brenton buðu til opnunarhófs sl. þriðjudagskvöld þar sem margir vinir og ættingjar sam- fögnuðu þeim. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri. Verslunin opnaði í gær og er opin alla virka daga til kl. 18 og 10-14 á laugardögum. Fleiri myndir úr hófínu eru á vefsíðu VF, www.vf.is. Haldið var uppá 70 ára afmæli Knattspyrnu- félagsins Víðis laugar- daginn 4. nóv. síðastliðinn í Samkomuhúsinu Garði. Félaginu barst fjöldi kveðja og gjafa frá velunnurum. Sveitafé- lagið afhenti félaginu 700.000 kr að gjöf til eflingar unglinga- starfi, þá fékk félagið einnig peningargjafir frá Samkaup sem og Tryggva Einarsyni og frú. Þá veitti KSI eftirtöldum að il um heiðursmerki sambandsins. Ólafur Róberts- son fékk silfurmerki KSÍ og þeim Heiðari Þorsteinssyni, Sig- urði Ingvarssyni og Sigurjóni Kristinssyni Gullmerki KSI. Við munum fjalla meira um 70 ára afmæli Víðis i jólablaði Heiðursmerkjahafar KSÍ: Sigurjón, Heiðar, Ólafur og Jóna Sigurðardóttir (Ingvarssonar) sem tók við fyrir hönd föður síns. VF í desember en okkur vantar vinsamlegast hugsa til okkar fleiri myndir úr veislunni. svo við getum gert þeim góð E f Garðmenn myndu skilí jólablaðinu. 16 | VÍKURFRÉTTIR , 47. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR :TTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.