Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 10
LAUS STÖRF Á SUÐURNESJUM LAUSSTÖRF Ert þú á aldrinum 20-40 ára með áhuga á að prófa nýjan starfsvettvang? Lögreglumenn vantar til starfa um áramótin hjá nýju sameinuðu liði lög- reglunnar á Suðurnesjum, en lögregluliðin í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli verða sameinuð í eitt lögregluliö um næstu áramót. Þar sem fyrirsjáanlegt er að ekki er fyrir hendi nægur fjöldi lögreglumanna með próf frá Lögregluskóla ríkisins til að fylla í lausar stöður um áramót og ekki líkur á að þeir verði tiltækir næstu 18 mánuðina, er nú leitað eftir fólki sem uppfyllir skilyrði til tímabundinna lögreglustarfa. Ráðningarsamningar eru gerðir til 9 mánuða í senn, en líkur á framlengingu samninga eru fyrirsjánlegar fram til haustsins 2008. Nýtt sameinað lögreglulið á Suðurnesjum býður upp á spennandi og fjölbreytt franntíðarstörf. Ef viðkomandi líkar vel við lögreglustarfið er opinn möguleiki að sækja í framhaldinu um nám í Lögregluskóla ríkisins strax næsta sumar, en nýjir nemar verða teknir inn í Lögregluskóla ríkisins næsta haust. Um er að ræða vaktavinnu á 12 tíma vöktum 2-2-3. í slíku vinnufyrirkomulagi myndast gott frí á milli vakta sem margir nýta sér til annarra starfa eða til að sinna áhugamálum. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fólk sem hefur langað til að prufa lögreglustarfið og þá sem hafa áhuga á að breyta um starfsvettvang. jSkilyrði sem umsækjandi þarf að uppfylla: Vera ísleriskur ríkisborgari, 20-40 ára. Hafa a.m.k. 68 einingar úr framhaldsskóla eða hafa staðist tveggja ára nám í bekkjarkerfisskóla. Hafa góða kunnáttu í íslensku, skrifa þarf íslenskan stíl með færri villum en 28, ótvíræður kostur er þó að vera mælandi á fleiri tungumál. Áhersla er lögð á gott þrek og gott almennt líkamsástand, skilyrði er að vera synd/ur, karlmenn þurfa að geta hlaupið 2 km á 9,30 mínúntum eða skemur, I konur á 11 mínútum eða skemur. Vera með almenn ökuréttindi, aukin ökuréttindi eru kostur. Vera andlega og líkamlega heilbrigð/ur og standast læknisskoðun trúnaðar- læknis. Það kann að hindra framgang umsóknar að hafa gerst sek/ur um alvarleg afbrot eða hafa fengið dóm fyrir brot á refsilögum. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á logreglan.is undir liðnum eyðublöð (umsókn um afleysingastarf í lögreglu). Einnig er hægt aö nálgast eyðublöð á lögreglustöðvum. Nánari upplýsingar um stöðurnar veita: Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn ÍKeflavík, sími: 420 2470 GSM: 894 0620 Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sími: 862 5210. HjálmarÁrnason um prófkjörsmálin: Líkur á lýðræðis- legu kluðri Utreið Suðurnesja- manna í prófkjörum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Suðurkjör- dæmi hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með stjórn- málum. Nú er svo komið að Hjálmar Árnason gæti orðið eini alþing- ismaður Suðurnesja. Það veltur á því hvort Framsókn fái tvo rnenn inn í kjördæminu, en ekki síður á því að hann hljóti brautargengi innan flokksins. Víkurfréttir spurðu Hjálmar út í hans mat á stöðunni. Hvernig metur þú stöðu Suð- urnesja ef eitginn af svœðinu kemst á þing í nœstu kosn- ingum? Það yrði hreint siys ef enginn Suðurnesjamaður kæmist inn eftir næstu kosningar. Kalla rnætti það meira að segja stór- slys. Við erum 43% kjósenda af Suðurkjördæmi. Það væri bein- línis lýðræðislegt klúður ef þetta stóra svæði ætti ekki beinan full- trúa á þingi. Auðvitað skiptir máli að þingmaður/menn séu búsettir á svæðinu og hafi beina tilfinningu fyrir málefnum þess. Svo fjöldamörg dæmi í sögunni sýna og sanna það. En við skulum ekki vera að skella skuldinni á aðra. Hér er aðeins einu um að kenna: Sundurlyndi okkar Suðurnesjamanna. Þeir sem standa saman ná árangri, sbr. Vestmannaeyingar sem gætu átt 3 þingmenn en eru aðeins 7% kjördæmisins. Þeir standa þétt bak við sitt fólk meðan Suðurnesjamenn dreifa sér út og suður. Er gatnla kjördœmapólitíkin enn við lýði á Alþingi? Menn telja sig vera að vinna fyrir landið í heild og eiga að hugsa þannig. Enginn kemst hins vegar hjá því að fylgja eftir málum sem upp spretta í rótum heimahaganna - þar sem hjartað slær. Að því leyti til er og verður kjördæmapólitík til staðar. Ég hygg hins vegar að í framtíðinni muni landið verða eitt kjördæmi. Hvernig metur þú þína stöðu fyrir kosningar? Hvað sjálfan mig áhrærir hef ég fundið fyrir þéttum stuðn- ingi við áframhaldandi þing- setu - ekki síst eftir útreið Suð- urnesjamanna í þeim tvemur prófkjörum sem búin eru. Þessi stuðningu og hvatning eru von- andi tákn um að fólk kunni að einhverju leyti að meta störf mín á þingi - hvort heldur er í þágu landsin eða svæðisins. Framsókn hlýtur að eiga tvo þingmenn að lágmarki í Suður- kjördæmi og ef allt fellur okkur í hag gæti sá þriðji lent þar. Hvað rnælir gegn því að Suðurnesja- menn skipi 2 af þremur efstu sætum Framsóknarflokksins í næstu kosningum. Við höfum íbúafjöldann til þess. Nú reynir á viljann þegar prófkjörið fer fram þann 20. janúar n.k. Sýnið nú viljann í verki. Ráðgjafarstofu lokað Ráðgjafarstofa starfs- manna á varnarsvæði mun hætta starfsemi frá næstu mánaðarmótum. Síðasti starfsdagur stofunnar verður fimmtudagurinn 30. nóv. nk. I tilkynningu frá ráðgjafarstof- unni segir að undanfarna mán- uði hafi gengið vonum framar að finna ný störf fyrir fyrrum starfsmenn á varnarsvæði þannig að þau telja rétt að láta staðar numið að svo komnu. Helga Jóhanna Oddsdóttir, for- stöðumaður, mun þó áfram vera þeim sem ekki hafa enn fengið störf við hæfi innan handar fram á næsta ár. Hægt er að ná sambandi við hana á bæjarskrif- stofu Reykjanesbæjar, Tjarnar- götu 12 og í síma 421-6700. 10 VIKURFRÉTOR i 47. TÖLUBLAÐ • 27 ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU. • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.