Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 4
Óþekktur aðili ásælist stofnfé í Spkef: Strandaði við Sand- gerði Björgunarskipum Slysavarnafélags- ins Landsbjargar í Sandgerði tókst á fimmtudagskvöldið að bjarga Ársæli ÁR-66 af strandstað i innsiglingunni til Sandgerðis. Ársæll ÁR, sem er tæplega 200 brúttó- lesta netabátur hafði siglt af leið i innsiglingunni og strandað á leið sinni upp í Eyrina við Sandgerði. Fjölmennt björgunarlið á Hannesi Þ. Hafstein og öðrum björgunarbátum brugðust skjótt við neyð- arkallinu frá netabátnum. Dótturbátur Hannesar Þ. Haf- stein, Siggi Guðjóns, losaði Ársæl ÁR af strandstað með því að ýta honum af festunni og sigldi Ársæll ÁR til hafnar undir eigin vélarafli. Skipsstjóri björgunarskipsins sagði það lán í óláni að skipi strandaði á þessum stað, því Eyrin er mjög grýtt og erfltt getur verið að losa svo stórt skip ef það skorðast fast í grjótinu. Landsbankinn MUNDI Nú stendurflotastöðin undir nafni - allt áfloti... Hefur gert mörgum tilboð undir gangverði -Útlit fyrir methagnað hjá Spkef í ár Fjölmargir stofnfjáreig- endur í Sparisjóðnum í Keflavík hafa upp á síðkastið fengið upphring- ingu frá aðila sem falast hefur eftir kaupum á stofnfé þeirra í Sparisjónum. Það sem vakið hefur athygli er misjafnt verð sem viðkomandi aðili hefur boðið fólki í sinn hlut, upp í 1950 þús. kr. fyrir eitt bréf sem er á nafnvirði 150 þús. kr. Karl Njálsson, stjórnarfor- maður Sparisjóðsins, segist hafa heyrt af rnáiinu, en það hafi ekki komið inn á borð stjórnarinnar. Karl segist lítið vita um niálið annað en það sem hann hafi heyrt frá sumum stofnfjáreigendum en svo virðist að þeim sé boðið misjafnt verð fyrir bréfm. Sam- kvæmt því sem blaðið hefur heyrt hefur umræddur aðili fengið dræmar undirtektir hjá stofnfjáreigendunum. I burðarliðinum er útboð á 500 millj. kr. stofnfé i Spari- sjóðnum skv. heimild sent var samþykkt árið 2003. Ef af út- boði á nýju stofnfé verður hafa núverandi stofnfjáreigendur forkaupsrétt á þeim bréfum á uppfærðu nafnverði sem er rúmlega 300 þúsund krónur á bréf. Auk þess hefur blaðið heimildir fyrir því að tillaga um að greiða út óvenju háan arð af stofnfjárbréfum verði lögð fyrir næsta aðalfund. Því sé ljóst að til mikils sé að vinna fyrir aðiia sem kemst yfir stofn- fjárbréf áður til útboðs á nýju stofnfé og greiðslu arðs kemur. VF-mynd/Þorgils Samkaup stækka Framkvæmdir eru hafnar við stækkun verslunar Samkaupa í Njarðvík. Jarðvegsvinna er hafin og er það Nesprýði sem sér um verkið. Að sögn Skúla Skúla- sonar, starfsmannastjóra Sam- kaupa, hefur stækkunin verið í undirbúningi um nokkurra ár skeið. „Nú fannst okkur rétti tíminn vera kominn þannig að nú er allt komið á fleygiferð.” Viðbótin við verslunina verður á bilinu 2-3000 fermetrar, en Skúli segir fleira á teikniborð- inu hjá Samkaupum. „Við erum líka að fara að byggja okkur nýjar höfuðstöðvar enda löngu vaxin upp úr núverandi skrifstofuhúsnæði. Við höfum ráðgert að byggja hús á lóðinni við hliðina á Kentucky Fried og vonumst til að fá heimild bæjaryfirvalda til þess. Sam- kvæmt okkar áætlunum verða skrifstofurnar á efri hæðum, en á jarðhæð verður húsnæði fyrir þjónustu eða verslun af einhverskonar tagi.” Skúli bætir því við að staðsetn- ingin sé afar hentug enda sé margt spennandi að gerast á þessum stað. Þarna sé að skap- ast eins konar nýr kjarni sem verður í beinu samhengi við verslanir á Hafnargötu og menningarstarf í nágrenni við Duushús. Engin tímamörk hafa verið sett á verklok. Vatnslekinn á Vellinum: 103 íbúðir skemmdust -möguleiki á skemmdum íjarðlögnum Alls skemmdust 103 íbúðir í 12 húsurn í vatnslekanum sem varð á Keflavíkurflugvelli um helgina þegar vatnsleiðslur sprungu í frosthörkum. Auk þess urðu skemmdir á einum leikskóla og 6 húsum þar sem var atvinnuhúsnæði og vöru- geymslur. Þetta kom í ljós í at- hugun starfsmanna Flugmála- stjórnar sem lauk síðdegis á þriðjudaginn. Af 103 íbúðum voru 69 fjölskylduíbúðir sem skemmdust í 10 húsum og 34 einstaklingsíbúðir í 2 húsurn. Á Alþingi á þriðjudag baðst ut- anríldsráðherra afsökunar á at- vikinu fyrir hönd stjórnvalda sem munu bera kostnað af skemmdunum enda engar trygg- ingar fyrir hendi. Hún sagði að tjónið hlypi á tugum millj- óna. Samkvæmt mönnurn sem þekkja til aðstæðna eru einnig miklar líkur á að skemmdir hafi orðið á lögnum í jörðu á gamla varnarsvæðinu þar sem lítil eða engin hreyfing er á vatni. Slík at- vik hafi oft komið upp á síðustu árurn jafnvel þótt fullt rennsli hafi verið á vatninu. VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ ! 27. ÁRGANGUR VIKURFRETTIR Á NETINU IESTU NÝJUSTU FRÉT AGIEGAI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.