Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 36
PÁLL ÓSKAR & MONIKA Á AÐVENTUTÓNLEIKUM í SANDGERÐI Þann 3. desember næstkomandi halda Páll Óskar söngvari & Monika hörpuleikari aðventutónleika í safnaðarheimil- inu Sandgerði. Þar koma þau fram ásamt strengjakvartett, kór Hvalsneskirkju, kór Útskálakirkju og söngsveitinni Víking- arnir. Flutt verður bæði nýtt og gamalt efni eftir íslenska og erlenda höfunda, t.a.m. Hreiðar Inga Þorsteinsson, Magnús Þór og Burt Bacharach. Að sjálfsögðu verða jólalögum gerð góð skil á efnisskránni. Páll Óskar & Monika hófu samstarf sitt árið 2001 og fyrsta afurð þess samstarfs var geislaplatan „Ef ég sofna ekki í nótt” og tveimur árum síðar sendu þau frá sér jólaplötuna „Ljósin heima”. Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning. Aðgangseyrir er kr. 2000. Miðar eru seldir við innganginn. Sölusýning Heiðarskóli í fremstu röð í samræmdu prófi í ensku Komdu og skoðaðu eitt glæsilegasta húsiö á Hafnargötunni. Útsýniö er engu líkt! Sölumenn á staönum laugardaginn 25. nóvember næstkomandi frá kl. 13:00-15:00 Heitt á könnunni. Löngum hefur því verið haldið fram að fólk á Suð- urnesjum tali almennt betri ensku en gengur og gerist annarsstaðar á landinu og er þá bent á nálægðina við banda- ríska herinn til útskýringar. Hvað sem sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar líður er þó eitt víst að krakkarnir í Heiðarskóla í Reykjanesbæ eru í fremstu röð á landsvisu þegar kemur að ensku- kunnáttu. I samræmda prófinu í ensku síð- asta vor var Heiðarskóli í 8. sæti af öllum grunnskólum landsins þegar miðað var við normal- dreifða einkunn, sem er almennt talinn marktæk- asti kvarðinn til að bera skóla saman. Meðalein- kunn Heiðarskóla var 7,4. Auk þess kom skólinn ákaflega vel út í öðrum greinum, en að sögn Sól- eyjar Höllu Þórhallsdóttur, aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla, hafa nemendur skólans staðið sig vel síðustu ár og eru stöðugt að sækja í sig veðrið. Ragnheiður Ragnarsdóttir er fagstjóri í ensku og kennir jafnframt ensku í 8., 9. og 10. bekkjum skól- ans og hún telur að þennan góða árangur megi m.a. þakka góðum tengslum við foreldra. „Krakkarnir eru mjög duglegir og metnaðarfullir, en foreldrarnir styðja líka vel við bakið á þeim. Annað sem kemur til er það að sami kennari sé með krökkunum alla elstu bekkina svo þar er ákveðin samfella. Einnig er mikilvægt að náms- efnið sé fjölbreytt og reynt sé að koma til móts við áhugasvið þeirra. Það er ótal margt úr umhverfinu sem við getum nýtt, eins og til dæmis tónlist með enskum textum.” Forsvarsmenn skólans hyggjast nota þennan með- byr og eru með áætlanir um að vinna með tungu- málakennslu í yngri bekkjum þar sem formleg kennsla er ekki hafin. I heimsókn blaðamanns í kennslustund í 10. bekk sögðu nemendur að þeim þætti gaman í ensku- tímum og bættu því við að þau ætluðu sér að gera enn betur næsta vor en samnemendur þeirra gerðu síðast. Bílastæðahús, lyfta, inngangur bæði frá Hafnargötu og Ægisgötu, íbúðir með einstaklega glæsilegum innréttingum og vel tækjum búnar. Skólamál: 36 IVÍKURFRÉTTIR i 47. TÖLUBLAÐ 27.ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETiMU www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.