Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 26
stjóra að fullu reiknuð inn í upp- gjörið, sem að sjálfsögðu var ekki áætlað fyrir í upphafi árs. Ekki getur þetta flokkast undir sanngjarnan samanburð. „Árshlutaskýrslan sem E-listinn lét gera erskrípa- leikuraf verstu gerðtil að slá ryki í augu íbúa og sverta ímynd bæj- arfélagins sem H-listinn hefur byggt upp á und- anförnum árum.“ Gleymdist að minnast 70 milljón króna tekjur sem fylgja 60 fjölskyldum sem eru að flytja í hús sín á þessu og næsta ári? í skýrslunni er kafli um fram- tíðarþróun! Annað hvort hefur skýrsluhöfundur ekki fengið upplýsingar um að þær 60 íbúðir sem eru í byggingu í Vogum og búið er að selja eða hann hefur gleymt að minnast á þær 70 milliónir í árstekiur sem áætla má að þeim fylgi. Og það sem meira er grunnskólinn og leikskólinn eru tilbúnir til að taka við þeim nemendum sem fjölskyldunum fylgja þannig að stór hluti þess kostnaðar sem fylgir fyrirsjáanlegri fjölgun er þegar kominn inn í rekstur bæj- arfélagsins. H-listinn hefur staðið fyrir einni mestu fjölgun í sögu sveitarfélaga á Islandi. Á s.l. 7 árum hefur íbúafjölg- unin verið ein sú mesta á landinu eða rúmlega 40%. Framundan er rúmlega 20% fjölgun til viðbótar, þegar flutt verður inn í hús á þeim lóðum sem H-listinn stóð fyrir út- hlutun á. E-lista meirihlutinn hefur ekki frá því að hann tók við úthlutað eini einustu lóð undir íbúðabyggingar, þrátt fyrir loforð um aukið framboð lóða til einstaklinga. H-listinn vissi við síðustu kosningar að reksturinn yrði í járnum á þessu og næsta ári og lofaði því ekki upp í ermina á sér með meiriháttar lækkun á þjónustugjöldum eins og E-list- inn gerði. H-lista fulltrúar í bæjarstjórn hafa alltaf verið vel meðvitaðir um rekstur bæjarins frá einum tíma til annars. Þeir vissu eins og allir sem hefðu nennt að kynna sér ársreikning bæjar- ins fyrir árið 2005 að miklum vexti fylgdi mikill kostnaður og nauðsynlegt væri að sýna að- hald uns tekjur færu að skila sér í meira mæli. Þetta virðast frambjóðendur E-listans ekki hafa kynnt sér áður en lagt var af stað með kosningaloforð. E- listinn lofaði ábyrgðarlaust fríu fæði í skólanum og frítt í sund fyrir börnin. Svo kennir hann H-listanum um að þörf verði á að skera niður þjónustu næstu ár. Það vakti undrun hvernig frambjóðendur E-listans töluðu í kosningabaráttunni, þar sem þeir virtust helst halda að meg- inverkefni bæjarstjórnar væri að finna leiðir og aðferðir til að eyða öllum þeim fjármunum sem þeir virtust halda að flæddu í bæjarkassann. Nú eru þeir að ►►Jón Gunnarsson ogJóhanna Reynisdóttir skrifa eignirnar sem um ræðir til baka og eðlilegt að það sé skoðað á 5 ára fresti hvað sé hagstæðast hverju sinni. Það kostar mikla peninga að stækka hratt og á meðan á því stendur er reksturinn í járnum. Það hefur aldrei verið leyndarmál. Árið 2004 var tekin ákvörðun í hreppsnefnd að stefna að 30% fjölgun íbúa vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir húsnæði t Vogum. Þessi ákvörðun kallaði á stækkun grunnskólans og bætta aðstöðu fyrir frístundaskóla og félagsmiðstöð. Það lá ljóst fyrir í upphafl að afla þyrfti fjár til að gera þetta mögulegt. Þrír mögu- leikar voru í stöðunni. Að selja eignir til fasteignafélags og gera leigusamning til langs tíma, selja hlutafé í Hitaveitu Suður- nesja eða að taka lán til verks- ins. Fyrir valinu varð að selja eignir og var það samþykkt sam- hljóða í hreppsnefnd 11. maí 2004. Samþvkkt athugasemda- laust af tveimur af núverandi bæiarstiórnarmönnum E-list- ans. þ.á.m. oddvita hans. Það er ekkert leyndarmál að það kostar mikla peninga að stækka hratt og á meðan á þeim aðgerðum stendur verður reksturinn í járnum. Mjög erfitt er að áætla rekstrarkostnað nákvæmlega í slíkri stöðu, þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvenær íbú- arnir flytja til bæjarfélagsins. Við hraða stækkun þá falla gjöldin vegna hennar til, talsvert löngu áður en tekjur skila sér og mildlvægt að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd en fara ekki á taugum. Að bera saman rekstur bæjar- félags, fyrri hluta árs og seinni hluta árs, er eins og að bera saman epli og appelsínur. Það er í raun engin sanngirni í því að skipta rekstri sveitarfé- lagsins í tvo jafna hluta. Sum- arið sem fylgir að mestu seinni hluta ársins er mun léttari í rekstri vegna þess að grunnskól- inn, frístundaskólinn og félags- miðstöðin eru ekki í rekstri. Afborganir lána eru greiddar á seinni hluta ársins vegna þess að tekjurnar eru á þeim hluta, um 20% hærri. Aukning skulda lýst í mörgum orðum en ekki einu orði minnst á 40 milljón króna eignaaukningu. Höfundur skýrslunnar sá ástæðu til að greina frá helstu niðurstöðum fremst í henni. Hann greinir frá rekstrarniður- stöðu, veltufé frá rekstri, heild- arskuldum og veltufjárhlutfalli. Hann sér ekki ástæðu til að greina frá; * Eignaaukningu upp á 40 millj- ónir króna. * Að 32 milljónir af skamm- tímaskuldum sé tilkomin vegna óinnheimtra tekna vegna jöfn- unarsjóðsframlaga sem koma til greiðslu seinna á árinu. * 30 milljóna króna gatnagerða- gjöldum sem eiga að koma til greiðslu á árinu vegna úthlut- unar á iðnaðarlóðum við nær tilbúna götu. Bæjarfélagið verður fyrir 22 milljóna kr gengistapi vegna þróunar krónunar fyrr á þessu ári og 4% verðbólgu á tímabil- inu. Hér er um reiknaða stærð að ræða sem breytist með gengi íslensku krónunnar og skiptir miklu í uppgjörum þeirra sem skulda að hluta eða öllu leiti í erlendum gjaldmiðli. Miklar sveiflur hafa verið á gengi ís- lensku krónunnar og ekki fyr- irséð hver þessi reiknaða stærð verður í lok árs. Erfitt er í upp- hafi árs að áætla nákvæmlega hver gengisþróunin verður og ef einhver væri þeim hæfileika búinn að vita það nákvæmlega þá yrði hann fljótt ríkur. Svona til upplvsinga þá lenda öll sveitarfélög á landinu í óveniu- miklu gengistapi og verðbóta- greiðslum á þessu ári. ekki bara Vogarnir! Röng áætlun í skýrslunni um launakostnað I skýrslunni kemur fram að launakostnaður hafi farið 24% fram úr áætlun. Þetta er alrangt, inn í áætlunina vantar bókun bæjarráðs frá 2. mars þar sem bæjarráð samþykkir samhljóða, einnig oddviti E-listans. 12 milljón króna auka fjárveitingu vegna hækkunar á starfsmati. Þar að auki eru biðlaun bæjar- Ef færa ætti framreiknaða leigu- skuldbindingu með skuldum mætti líkja því við að hjón sem keyptu búseturétt í Búmanna- kerfinu og greiddu 100 þúsund á mánuði í leigu og rekstur íbúð- arinnar, skulduðu jafnvirði 30 ára leigu! Hægt er að kaupa Isíðasta tölublaði Víkur- frétta var vitnað í skýrslu um árs hluta upp gjör Sveitarfélags- ins Voga. Þar var dregin upp dökk mynd af stöðu þæj- ar fé lags ins. Bæjarfélaginu sem skuld ar minnst á íbúa af sveitarfélög- unum fimm á Suðurnesjum ef bornir eru saman ársreikn- ingar þeirra fyrir árið 2005, á s a m t þ v í að vera með sterka eiginfjárstöðu. Samt eru Vogar fámcnnasta sveit- arfélagið og með næst lægstu tekjur á íbúa samkvæmt árs- reikningum 2005. Skuldir á íbúa í Vogum hafa lækkað úr 670 í 505 þúsund á íbúa á milli áranna 2003- 2005 og eignfjárhlutfall hefur hækkað úr 30% í 40% á sama tíma. Ekki getur þetta flokkast undir slæman árangur á þriggja ára tímabili þar sem vöxtur hefur verið gríðar mikill! Skýrsluhöfundur er mjög upp- tekinn af því að reikna húsa- leigu næstu 30 ára inn í skuldir bæjarfélagsins. Þetta er gert í til- raun til að sverta stöðu bæjarfé- lagsins en samkvæmt reiknings- skilavenju sem endurskoðandi Voga og margir aðrir endurskoð- endur bæjarfélaga styðjast við, þá er getið um skuldbindingar vegna leigusamninga í sérstakri skýringu í ársreikningi. „Það kostar mikla peninga að stækka hratt og á meðan á því stendurerrekstur- inn íjárnum. Það hefur aldrei verið leyndarmál." VÍKURFRÉTTiR Á NETÍNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA! 26 | VÍKURf RÉTTIR 47.TÖIUBIAÐ 27.ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.