Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 12
LAUS STÖRF Laus er 100% staða almenns grunnskólakennara frá 1. janúar vegna fæðingarorlofs. Einnig er laus 62,5% staða umsjónarmanns Frístundaskóla. Um framtíðarstarf er að ræða. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 421 1135, á netfangi: johann.geirdal@reykjanesbaer.is og á heimasíðu skólans: www.holtaskoli.is Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og Kl. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, fyrir 7. desembern.k. Öllum umsóknum verður svarað. Starfsþróunarstjóri. ...reykjanesbaer. is LOKAÐ! Lokað verður vegna árshátíðar starfsmanna föstudaginn 24. nóvember og laugardaginn 25. nóvember. Opnum aftur mánudaginn 27. nóvember El HEKLA Njarðarbraut 13- Fitjum www.heklakef.is í desember legg ég áherslu á: • Jólahlaborð í heimahús •Jólatapasveislur • Útskriftarveislur • Kem í heimahús og elda sé þess óskað. 1 Vantar þig sósu, súpu.ráðgjöf, meðlæti eða desert? Hafðu samband og við finnum út úr því. Kveðja Örn Garðarsson matreiðslu sími 692 0200, arn@soho.is, www. 'VI. k í forystu alþjóðlegs verkefnis Glatt var á hjalla í Stóru- Vogaskóla fyrir helgi þegar gestakennarar frá fimm löndum unnu með kennurum skólans í 1. og 2. bekk. Heimsókn þessi var liður i nýju og spennandi verkefni sem nefnist The World Around Us þar sem fimm þjóðir taka þátt ásamt íslandi, Noregur, Tékkland, Bretland, Belgía og Frakklandi. Verkefnið gengur út á að efla tungumálakennslu í yngstu bekkjum grunnskóla. Stóru-Vogaskóli er einmitt í for- ystu þessa verkefnis og eru kenn- ararnir Sigríður Ragna Birgis- dóttir og Inga Sigrún Atladóttir umsjónarmenn þess. Því var fyrsti hluti verkefnisins haldinn hér á landi, en á næstu þremur árum verða mikil samskipti á milli samstarfsskólanna, bæði kennara og nemenda. Þegar blaðamaður Víkurfrétta leit við í skólanum var mikið um að vera þar sem belgíski kennarinn dansaði um alla stof- una með börnunum, syngjandi vísur á flæmsku og Vogabörnin tóku hressilega undir. Af því má greina að kennsluaðferðirnar eru nokkuð frjálslegri en al- mennt gengur og gerist en verk- efnið gengur einmitt út á það að nemendur læri tungumál í gengnum umhverfið og skipt- ist á upplýsingum, myndurn, sögum, leikjum, söngvum, og áhugaverðum stöðum í umhverf- inu. Eitt aðaltakmark verkefnisins er að kynna börnin fyrir öðrum menningarheimum. Fyrsta árið er áherslan á skólann og leik- völlinn. Meðal þess sem börnin gera það árið er að skiptast á kynningarmyndböndum urn skólana sína. Þau senda rnyndir af leikvöllunum og í því sam- bandi búa þau til fjölþjóðlega orðabók sem er unnin þannig að börnin skrifa inn nöfnin á þeim leiktækjum sem flnna má á hverjum leikvelli fyrir sig á þeirra tungumáli. Annað árið verður unnið með nánasta umhverfi barnanna, og það þriðja er áhersla á hér- aðið sem börnin búa í. Vinna börnin þá saman að ferðabók þar sem þau taka myndir eða teikna myndir af stöðum sem eru áhugaverðir í sinni heima- byggð og senda sín á milli með stuttum texta. Gestakennararnir voru hér á landi í fjóra daga og sögðu í samtali við Víkurfréttir að þau væru afar ánægð með dvölina. Það sem kom þeim mest á óvart var hversu mikið var líkt með börnum hér á landi og jafn- öldrum þeirra. íslensku börnin væru þó ef til vill aðeins betri í enskunni en gengur og gerist í heimalöndum kennaranna. Sparisjóðurinn hefur hafið átak meðal viðskiptavina sinna og landsmanna allra til styrktar ákveðnum verkefnum átta frjálsra félaga- samtaka á sviði geðheilbrigðis- mála. Markmið átaksins, sem er kallað Þú gefur styrk, er að safna 25 milljónum króna til átta félagasamtaka en þau eru ADHD-samtökin, Forma, Geð- hjálp, Hugarafl, Klúbburinn Geysir, Ný leið, Rauði kross íslands og Spegillinn. Söfnunarsími átaksins, þar sem landsmenn geta lagt sitt af mörkum er í síma 901-1000. Hvert símtal kostar þúsund krónur og dreifist sú upphæð jafnt á verkefnin átta. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur fylgt þessu átaki eftir með því að styrkja Björgina til næstu 3ja ára. Björgin er, eins og m ö r g u m mun orðið kunnugt, at- hvarf fyrir fólkmeð geð- raskanir og er staðsett í húsi Sjálfs- bjargar við Fitjabraut 6c í Reykja- nesbæ. Þangað kemur fólk á eigin forsendum, en Björgin er opin virka daga frá 10-16. Björgin var formlega opnuð þann 4. febrúar 2005 og hefur fjöldi fastagesta margfaldast frá opnun. I dag eru félagar um 30 talsins. Á Suðurnesjum búa nær 20 þúsund manns og hefur það sýnt sig að mikil þörf er á því úrræði fyrir geðsjúka í þessum landshluta sem og öðrum. Það er ánægjulegt að segja frá því að síðan Björgin var opnuð, hafa þó nokkrir félagar náð bata og komist aftur út á vinnumark- aðinn. Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður, sagði við þetta tilefni að „samfélagslegur stuðn- ingur eins og sá sem Sparisjóð- urinn í Keflavík sýnir með fram- lagi sínu er afar mikilvægur fyrir starfsemi Bjargarinnar, en einnig mikilvægur liður í að rjúfa fordóma. ” 12 VfKURFRÉTTIR I 47.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á METINU - • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.