Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 28
Til þess að fullnægja líklegri vaxtarþörf hugsanlegs 250.000 tonna álvers í Helgvík má ætla að virkja þurfi sem nemur um 500 - 600 MW í uppsettu afli. Það samsvarar 4-7 jarðvarma- vikjunum til viðbótar við þær sem þarf til þess að knýja áfang- ana tvo sem nú eru til umíjöll- unar. Lítil umræða hefur farið fram um þessi mál á meðal íbúa á Suðurnesjum. Sem íbúi á svæð- inu og framkvæmdastjóri sam- taka sem vilja stuðla að lýðræð- islegri og upplýstri umræðu um mál af þessu tagi velti ég því fyrir mér hvort almenn sátt sé um áformin á meðal Suður- nesjamanna. Áformaður er íbúa- fundur um áformin að kvöldi 27. nóvember í sveitarfélaginu Garði. Bergur Sigurðsson, framkvœmdastjóri Landverndar. ►► ErlingurJónssson skrifar: Öflugt uppbyggingarstarf á Suðurnesin Að geta hjálpað einum sem getur hjálpað öðrum hlýtur að vera frábær tilfinning, er það ekki ? Tökum hönd-um saman og stuðlum að góðu uppbygging- arstarfi hér á Suðurnesjum. Með því að hjálpa þeim einstak- lingum sem þurfa á því að halda og vilja, erurn við um leið að vinna gegn áfengis- og fíkniefna- vandanum. Með því að hrinda þessu í framkvæmd myndi for- varnarforystan hugsanlega geta (vonandi ) minnkað neysluna, kaupin, söluna, afbrotin og jafn- vel haft áhrif á innflutning á öllum þessum viðbjóði. Eftir að einstaklingar hafa fengið allan þann stuðning í eftirmeðferð sem þarf og byggt sig upp and- lega og líkamlega þurfa þau að gera öryggisnet í kringum sig, til að viðhalda þeim bata sem þau hafa náð. Forðast þá sem ekki eru tilbúnir að leita sér að- stoðar, og sérstaklega þá sem vilja hafa þau enn í neyslunni. (sölumenn) Þetta á einnig við um aðstandendur og aðra sem tengjast þeim einstaklingum á einhvern hátt. Þannig lít ég á þessa aðstoð. (hjálp) Það má einnig líta á það þannig að það hlýtur að vera mikill sparnaður í því, t.d. ef löggæslan okkar þurfi ekki að vera að eltast við og sitja um smáfólkið. Þeir geta þá frekar einbeitt sér að þeim stóru, eða vinna að forvarnar- málum og öðru því sem er í bið, og ekki hefur verið hægt að kom- ast yfir. Ég efast ekki urn að for- svarsmenn byggðarlagana eru að huga að þessum málaflokk. Þeir hljóta einnig að gera sér grein fyrir öllum þeim skaða og hættum sem hljótast af þessum völdum og þeim kostnaði og andlegri vanlíðan sem þessu fylgir. Athugið að góð heilsa sparar peninga. Það væri gott ef almenningur fengi að sjá einhverjar upplýs- ingar frá þeim forsvarsmönnum sem hafa með þessi mál að gera Hvort að eitthvað sé að gerast í þessum málum og ef svo er, í hvaða farvegi þau eru. Nú eru jólin að nálgast, árstíð sem á að vera tími gleði og friðar, en er einnig mjög erfiður tími fyrir marga sem þjást af fíkn, þunglyndi, kvíða og fl. Hvernig væri að við tækjum okkur saman og sínum sam- stöðu okkar og styrk í þessum málum. Höldum kraftmikinn og öflugan opin fund um upp- byggingu, forvarnir og fræðslu. Fund þar sem allir áhugasamir Suðurnesjabúar sameinast í baráttu sinni gegn fíkn og fíkni- efnum og fyrir stuðningi til þeirra sem þurfa á honum að halda. Það eru sem betur fer margir sem hafa snúið við blaðinu og lifa góðu lífi, þeir verða hins- vegar að fara varlega og gleyma sér ekki. Það er auðvelt og hefur farið illa fyrir sumum sem hafa gleymt sér, því það getur gerst hratt. Til að fyrirbyggja að það gerist er t.d. tilvalið að mæta á fundi og/eða hjálpa öðrum. Góð samvinna skilar sér, þó svo að við getum ekki staðið saman um þingmennina okkar, þá efast ég ekki um að við getum staðið heil saman að þessu mikilvæga verkefni. Suðurnesjamenn stöndum saman. Við getum þetta. Erlingur Jónsson. ►► Bergur Sigurðsson skrifar: ►► Ásgeir M. Hjálmarsson skrifar: Félag um munnlega sögu og munnlegar heimildir Of lítið álver í Helguvík? af atburðum sem þeir hafa lifað eða heyrt aðra segja frá. Áhersla er lögð á að safna inn frásögnum sem varðveist hafa í hljóðupptökum af hvaða tagi sem er, þ.m.t. á vaxrúllum, grammafónplötum, segul- böndum, geisladiskum, mynd- böndum, kvikmyndafilmum og á stafrænu formi. Byggðasafn Garðskaga hefur áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni, með það að markmiði að varðveita sögu Garðmanna sem best. Safnið hefur nú þegar yfir að ráða dálitlu af efni sem getur passað inn í þetta verkefni. Nú vill Byggðasafnið leita til Garð- búa og annara þeirra sem telja sig hafa í fórum sínum ein- hverjar upptökur aða heimildir, sem þeir vilja lána til afritunar þ.e.a.s. frásagnir af atburður úr Garðinum. Öllum frumgögnum verður skilað aftur, nema viðkomandi óski eftir því að þau verði varð- veitt í Miðstöðinni. Gert er ráð fyrir að Miðstöð munnlegrar sögu taki til starfa í lok janúar 2007. Hafa má samband við und- irritaðann, í síma 8942135 eða netfang gardskagi@simnet.is Með góðri kveðju Ásgeir M. Hjálmarsson forstöðumaður Byggðasafns Garðskaga. Uppi eru áform um að byggja álver með 250.000 tonna fram- leiðslu getu í Helg vík. Þ a ð h e f u r lengi legið fyrir að til þess að njóta hag kvæmni stærðarinnar þurfa álver að vera talsvert stærri en sem þessu nemur og því er viðbúið að stækka þurfi upp í u.þ.b. 500.000 tonn eða svo áður en langt um líður. Þörf álvera til þess að ná fram- leiðslugetu nærri 500.000 tonnum kemur t.d. fram í skýrslu iðnaðar- og viðskipta- ráðherra um framgang verk- efna á sviði stóriðju sem lögð var fyrir Alþingi í október 1997. Þá hafði Hydro lýst áhuga á að byggja álbræðslu með allt að 720.000 tonna framleiðslugetu í einingum sem hver um sig hefði um 240.000 tonna fram- leiðslugetu. í skýrslu iðnaðarráð- herra segir m.a: „Framleiðslu- geta álversins yrði í upphafi að minnsta kosti 200.000 tonn á ári. Álver hafa farið stækkandi á undanförnum árum og til þess að nýta hagkvæmni stærðar- innar verður að gera ráð fyrir að tvöfalda megi framleiðslugetu álversins að nokkrum árum liðnum.” f tengslum við áformaða stælckun álversins í Straumsvík. Á NFS 3. mars sl. kom fram að forráðamenn Alcan höfðu í sam- tali við Halldór Ásgrímsson, þá- verandi forsætisráðherra, sagt að annaðhvort yrði álverið í Straumsvík stækkað eða það lagt niður. I viðtali Fréttablaðs- ins við Rannveigu Rist, for- stjóra ÍSAL, þann 12. nóvember sl. komu fram upplýsingar af svipuðu tagi þar sem Rannveig sagði: „Við höfum unnið markvisst að stækkuninni frá árinu 1999. Okkur er annt um að þessi áform nái fram að ganga því þau eru forsenda þess að hér verði blómlegur rekstur til langrar framtíðar. Til okkar eru gerðar miklar kröfur, ekki að- eins á sviði umhverfis- og örygg- ismála heldur einnig varðandi hagkvæmni í rekstri...” Eins og fram hefur komið munu íbúar í Hafnarfirði fá að kjósa um stækkunina og í því samhengi segir Rannveig: „Fólk þarf hinsvegar að átta sig á því að það er mikil breyting frá því sem tíðkast hefur hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu, eða niður, eins og gæti orðið raunin hér í Hafnarfirði.” Af þessum orðum að dæma stefnir í að íbúum Hafnarfjarðar verði boðnir kostirnir stækkun eða lokun. Enn ein vísbendingin um að hagkvæmni stærðarinnar sé fólgin í mun stærri álverum er horft er til í Helguvík kom fram í Speglinum á Rás 2 þann 16. nóvember. Þar sagði Thorstein Dale Sjötveit, aðstoðarforstjóri Hydro, orðrétt: „Álverið sem við erum að byggja í Katar núna framleiðir 600.000 tonn og við lítum á það sem skynsamlega stærð. Við erum þó einnig þeirrar skoðunar að byggingaráfangar með framleiðslugetu upp á 250 - 300.000 tonn geti verið góð og I skilvirk álver.” Síðla sumars barst Byggða- safni Garðskaga erindi um það, að taka þátt í stofnun Mið- stöðvar um mu n n 1 e g a sögu. Miðstöð um munnlega sögu er samstarfs- verkefni milli Sagn fræði- stofnunnar Háskóla fslands, Rannsóknarstofu í kvenna og kynjafræðum, Kennaraháskóla íslands - Háskólasafns. Stofnunin mun hafa það hlut- verk að safna munnlegum frásögnum á formi hljóð-og myndupptakna og varðveita þær við bestu skilirði. Unnið verður að því að færa hljóðupptökur yfir á stafrænt form og gera þær þannig aðgengilegri. Miðstöð um munnlega sögu mun leggja áherslu á að miðla upplýsingum um efni í vörslu safnsins á að- gengilegan hátt og þjónusta íbúa um allt land. Miðstöð um munn- lega sögu mun jafnframt stuðla að rannsóknum á sviði munn- legra heimilda og standa fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum um munnlega sögu. Munnlegar heimildir má skil- greina á marga vegu en þær heimildir sem Miðstöð um munnlega sögu mun einbeita sér að því að safna eru fyrst og fremst frásagnir einstaklinga 8 | VÍKURFRÉTTIR 47.TÖLUBIAÐ I 27. ARCANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU ‘www.vf.is- LESTU NÝIUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA! 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.