Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 23.11.2006, Blaðsíða 27
vakna upp við það, að rekstur smárra bæjarfélaga í miklum vexti er erfiður og kallar á mik- inn tíma og kraft þeirra sem taka slíkt að sér. E-listinn er upptekinn af því að sverta ímynd bæjarfélags- ins sem hann er kosinn til að stjórna. Árshlutaskýrslan sem E-listinn lét gera er skrípaleikur af verstu gerð til að slá ryki í augu íbúa og sverta ímynd bæjarfélagins sem H-listinn hefur byggt upp á undanförnum árum. Allar upplýsingar sem fram koma i árshlutaskýrslunni lágu fyrir og því er gerð hennar einungis pen- ingaeyðsla hjá E-listanum. Ekki laðar þessi neikvæða umræða nýja íbúa til sveitarfélagsins, er það? E-listanum væri nær að eyða tíma sínum og orku í að halda áfram öflugri uppbygg- ingu í stað þess að standa í enda- lausu niðurrifi á því sem áður hefur verið gert. Þeir sem bjóða sig fram til erfiðra ábyrgðastarfa þurfa að axla þá ábyrgð sem fylgir og vera tilbúnir til að eyða bæði tíma og kröftum í að ná árangri. Ibúar í Vogum bíða enn eftir því að sjá hvort núverandi meirihluti hefur kraft til áframhaldandi uppbyggingar bæjarins eða hvort hann ætlar einungis að sitja vælandi yfir því að verkefnið sé erfitt. Jón Gunnarsson fyrrverandi oddviti H-listans. Jóhanna Reynisdóttir fyrrverandi bæjar- stjóri í Vogum. ►► Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar:_ Hálshnykkingar skapa áhættu Nýjar rannsóknir kynda nú und ir gaml ar grunsemdir um að svoköll uð hnykkingar- meðferð á háls- hryggjarliðum geti leitt til heilablóðfalls. í kjölfarið hafa efasemdir vaknað um heim allan um að hálshnykkingar geti falið í sér vissa áhættu, ekkert síður en skurðaðgerðir. Það eru fyrst og fremst nýlegar rannsóknir vísindamanna við Kaliforníu-háskóla í San Francisco sem vakið hafa athygli á þessu. Læknar rannsökuðu 55 sjúklinga, sem látist höfðu af völdurn heilablóðfalls vegna skaddaðrar hálsslagsæðar og sannreyndu að niu þeirra höfðu farið í háls-hnykkingarmeðferð undangenginn mánuð. Það er fimm sinnum hærri tíðni en töl- fræðilega hefði mátt búast við. Þrúgaðir af þessum stað- reyndum hafa margir kíróprakt- orar farið að líta í eigin barm af meiri gagnrýni en áður og margir hafa jafnvel viðurkennt að þótt meðferðin sé fram- kvæmd á réttan hátt, sé sannar- lega ákveðin áhætta til staðar. Kírópraktorar beita fyrst og fremst tveimur aðferðum í með- ferð sinni. Annars vegar er um að ræða liðkun og hins vegar liðlosun með hnykkingu. Með liðkun hreyfir kírópraktorinn liðinn varlega með markvissum hreyfingum að endimörkum mögulegrar hreyfigetu. Hann hreyfir hann þó ekki lengra en eðlileg hreyfimörk liðsins leyfa, sem um leið eru sársaukaþol- mörk viðkomandi sjúklings. Liðlosun felur það í sér að færa liðinn yfir hindrunina með snöggum, markvissum rykk. En afleiðingarnar geta orðið ör- lagaríkar því grunur leikur á að liðlosun á hálsliðum geti valdið heilablóðfalli. Gagnrýnendur þessarar aðferðar óttast að hinn kröftugi rykkur geti skemmt eina hinna fjögurra aðalsla- gæða, sem sjá heilanum fyrir blóði. Við það getur blóðtappi myndast í slagæðinni, sem getur stöðvað blóðflæði til heilans. Um heim allan fara efasemdir ört vaxandi varðandi þessa “mjúku aðferð”. Kanadískir taugalæknar hafa formlega gefið út tilkynningu, þar sem varað er eindregið við þeim hættum, sem fylgt geta háls-hnykkingar- meðferð. Einnig horfa regnhlíf- arsamtök aðila heilbrigðisstétta í Evrópu kvíðafull til þeirrar áhættu, sem meðferð af þessu tagi hefur í för með sér og getur leitt til heilablóðfalls og jafnvel dauða. Almennt er fólki ekki ráðið frá því að gangast undir meðferð kírópraktora en þó er vert að benda fólki á að vera visst um að sá meðferðaraðili, sem beitir hnykkingarmeðferð, hafi til- skilin leyfi kírópraktors. Samt sem áður á að bjóða sjúklingum upp á opna umræðu og veita þeim skriflegar upplýsingar urn mögulegar áhættur, sem háls- hnykkingarmeðferðum fylgja. Ef til vill hugsa þá menn og konur sig tvisvar um áður en sú ákvörðun er tekin að gangast undir slíka meðferð. Höfundur er náttúrulœknir, sál- frœSingur og höfundur bókar- innar „Lœknum með höndunum - nútíma þrýstimeðferS". Birgitta Jónsdóttir Klasen, náttúrulæknir og rithöfundur. Höfum opnað nýja húsgagnaverslun að Hafnargötu 23 í Keflavík Hafnargata 23 • Reykjanesbær • Sími 421 8899 Opnunartímar: Mánudaga - föstudaga kl. 11-18 Laugardaga kl. 11-14 STÆRSTA FRETTA- OG AUGLYSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 23. NÓVEMBER 20061 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.