Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 14
Arangur Keflvíkinga á knatt-
spyrnuvöllum hér heima og er-
lendis undanfarin ár hefur verið
með miklum ágætum, en óhætt er að
segja að árangur tveggja ungra manna,
þeirra Guðmundar Oddssonar og Þórs
Kristjánssonar, sem settust nýverið í
stjórn enska stórliðsins West Ham, hafi
vakið enn meiri athygli.
Báðir eru þeir sannir Keflvíkingar, Þór
lék með yngri flokkum félagsins og Guð-
mundur lék með liðinu allt upp í meist-
araflokk þar sem hann lék í fjögur ár,
til 1999, og gerði m.a. tvö mörk á ferl-
inum og varð bikarmeistari 1997. Guð-
mundur er einn af eigendum lögfræði-
stofunnar Logos og stýrir útibúi hennar í
London. Þór er einn af nánustu samstarfs-
mönnum Björgólfs Guðmundssonar og
sitja þeir í stjórn liðsins ásamt Eggerti
Magnússyni, stjórnarformanni.
í stuttu spjalli við Víkurfréttir sagði Guð-
mundur að góðir straumar léku um fé-
lagið þrátt fyrir umbrotatíma.
Var langur aðdragandi að þátttöku
þinni í þessu verkefni?
Nei, í sjálfu sér ekki. Yflrtökur fyrirtækja
eru yfirleitt verkefni sem taka nokkra
mánuði en í þessu tilviki er um að ræða
yfirtöku á skráðu félagi þannig að ferlið
í því er tiltölulega einfalt þegar búið er
að semja um verð og skoða félagið ofan
í kjölinn.
Nú þóttir þú liðtækur í fótboltanum á
sínum tíma. Var það einn af kostunum
sem Eggert og Björgólfur sáu við að fá
þig inn í samstarfið?
Ég hefði viljað halda það en því miður
er það ekki þannig. Það er víst ekki verið
að leitast til þess að ég komi með takka-
skóna.
Þeir vita samt að ég spilaði og skil leikinn
að einhverju leyti, en mitt hlutverk var að-
allega ráðgjöf við yfirtökuna og eftir hana
ráðgjöf um rekstur og þróun félagsins.
Gengi liðsins hefur ekki verið gott
síðan þið tókuð við. Hvernig lýst ykkur
á framhaldið?
Félagið var að sjálfsögðu keypt til að gera
eitthvað úr því og við munum ekki sætta
okkur við neitt annað en árangur. Nú
verðum við að skoða næstu skref því ár-
angurinn í síðustu tveimur leikjum hefur
verið afleitur. Skipt hefur verið um þjálf-
ara og verður það hlutverk nýs þjálfara
að byggja upp lið sem
nær árangri.
West Ham er gott
lið í grunninn en við
verðum að bæta við
okkur leikmönnum og
byggja liðið upp. West
Ham er líka þekkt
fyrir það í Englandi að
vera uppeldisstöð fyrir
efnilega knattspyrnu-
rnenn sem hafa náð
mjög langt og nægir
þar að nefna nokkur
af stærstu nöfnunum
í enska boltanum í
dag; Frank Lampard,
Joe Cole, Ferdinand
bræður, Carrick og
fleiri og fleiri. Þannig
hefur þetta verið í ára-
tugi og við munum
að sjálfsögðu fjárfesta
áfram í því uppbygging-
arstarfi og vonum að við náum að halda
lengur í okkar bestu leikmenn en hefur
verið raunin.
Hvaða liði hélstu með i enska boltanum
áður en þú settist í stjórn West Ham?
Ég er með Liverpoolmann innra með
mér í dvala en það verður að segjast eins
og er að maður hefur ekki haft svona
gaman af því að fylgjast með fótbolta
síðan maður var sjálfur að spila. Litli
bróðir hefur ekki enn fyrirgefið mér
þessi umskipti en hann á eftir að koma
með mér á völlinn og mun ég þá snúa
honum snarlega með sama hætti og ég
gerði við pabba um daginn.
Hefur þú fylgst með fótboltanum hér
heima á fslandi?
Já, ég reyni að fylgjast vel með Keflavík
og reyni að þekkja nöfnin á þessum nýju
strákum. En svo eru nú ennþá gamlir
skunkar þarna inni á milli sem ég spilaði
með sjálfur. Ég sé ann-
ars lítið af íslenskum
fótbolta en reyni að
fara á leiki þegar ég er
á landinu.
Munuð þið skoða ís-
lenska leikmenn fyrir
West Ham?
Það eru menn hér í
stjórninni með tengsl
við ýmis félög og að-
gangur að íslenskum
klúbbum er góður,
þannig að ef efnilegir
íslenskir leikmenn
koma upp munum við
íylgjast með þeirn eins
og leikmönnum frá
öðrum löndum.
Hefur þú hugsað þér
að starfa í þessum
geira fótboltans í
langan tíma?
Það er eitthvað sem
ræðst ekki bara af mér, því svo lengi sem
er þörf fyrir mína þekkingu og þjónustu
hef ég bara gaman af þessu. En það er nú
þannig að rekstrarumhverfi fyrirtækja
hér úti er að mörgu leyti flóknari en við
eigum að venjast svo það er ekki óvana-
legt að svona jólasveinar eins og ég, sem
eiga að kunna eitthvað af formlegheit-
unum í þessum bransa, séu hafðir með.
Nú hafa stuðningsmenn oft tekið
nýjum eigendum félaga illa eins og sást
með Man Utd um árið. Hvernig hafa
stuðningsmenn West Ham tekið ykkur
eftir yfirtökuna?
Þeir hafa tekið okkur mjög vel og virð-
ast kunna að meta þá sýn sem nýir eig-
endur hafa á framtíð klúbbsins. Það þarf
hins vegar líka að taka með í reikninginn
að auk okkar tilboðs var tilboð frá hópi
umboðsmanna sem höfðu sínar hug-
myndir um áframhaldið, m.a. að dæla
inn í Jdúbbinn leikmönnum sem væru á
þeirra snærum til að láta þá leika í úrvals-
deild og selja þá aftur íyrir hærra verð.
Samanburður á okkur og t.d. Glazer hjá
Man Utd stenst heldur ekki þar sem sá
maður hefur aldrei mætt á heimaleik síns
liðs og virðist ekki hafa mikinn á huga á
leiknum sem slíkum.
Nýir eigendur West Ham eru hins vegar
forfallnir fótboltafíklar og stuðnings-
menn eru ánægðir með það. Björgólfur
og Eggert eru báðir frægir fyrir áhuga
á knattspyrnu og Eggert er mjög virtur
í alþjóðaknattspyrnusamfélaginu. Þetta
lesa stuðningsmenn í blöðunum og eru
ánægðir með að fá einhverja sem vita
hvað þeir eru að gera og eru að kaupa
klúbbinn upp á árangur hans en ekki
til að vera hliðarverkefni í leikmanna-
málum.
Þannig að hér er mikil hamingja. Við
erum stór, fornfrægur klúbbur þar
sem er uppselt á alla heimaleiki og fjöl-
mennur hópur stuðningsmanna fylgir lið-
inu hvert sem er. West Ham á sér glæsta
fortíð og vonandi glæsta framtíð.
Það verður áhugavert að sjá hvernig
Keflvíkingunum ungu mun reiða af í
ensku úrvalsdeildinni, en Guðmundur
segist einnig hafa fengið góð viðbrögð að
heiman. Þar leynast allnokkrir stuðnings-
menn West Ham, þar á meðal Rúnar V.
Arnarson, formaður knattspyrnudeildar
Keflavíkur, sem er „Hamar” nr. 1 á Is-
landi.
14 IVIKURFRETTIR I 50.TOLUB1AÐ-JÖ1AB1AÐIÐ2006 I 27. ÁRGANCUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGIEGA!