Víkurfréttir - 14.12.2006, Síða 16
FÓÐRUN GÆLUDÝRA
Það er ýmislegt sem hafa þarf í huga þegar kemur að fóðrun
gæludýra. Mikill fjöldi tegunda hunda- og kattafóðurs er á mark-
aðnum og hægt er að velja á milli þurrfóðurs, dósamats og mis-
munandi innihaids- og hragðefna, svo eitthvað sé nefnt og skal
því engan undra að valið geti verið erfltt. Gæði þessa tilbúna fóð-
urs eru þó afar misjöfn og byggjast m.a. á uppruna hráefnanna
og samsetningu þeirra. Undanfarið hafa vinsældir hráfæðis farið
vaxandi en það sjá eigendur sjálfir um að útbúa. í þessari grein
mun ég taka fyrir nokkur atriði sem varða gæludýrafóður.
Innihaldslýsingar
Innihaldslýsingar á gæludýrafóðri veita yfirleitt nokkuð góðar
vísbendingar um gæði fóðursins. í hráefnalistanum er fyrst talið
það hráefni sem hlutfallslega mest er af og svo koll af kolli. Síðan
er næringargildi fóðursins gerð skil, þ.e. hlutfall próteins, kol-
vetnis, fitu o.fl.
Nauðsynleg næringarefnl
Kettir eru kjötætur en hundar eru í raun alætur, þ.e. auk kjöts
þarfnast þeir fæðu úr öðrum fæðuflokkum. Öll dýr þurfa
prótein, kolvetni, fitu, vatn, vítamín og steinefni til að vaxa,
þroskast og viðhalda heilbrigði. Prótein eru samsett úr amínó-
sýrum; efnasamböndum sem líkaminn notar til að viðhalda
eðlilegri starfsemi. Sumar amínósýrur getur líkaminn framleitt
sjálfur en aðrar ekki og er því lífsnauðsynlegt að fá þær úr
fæðinu, þ.e. úr dýra- eða plönturíkinu. Gæði próteinanna sem
hundar og kettir fá úr fóðri veltur á samsetningu þeirra, þ.e.
hvaða amínósýrur þau innihalda. Hreint kjöt er besti prótein-
gjaflnn, svo má nefna kjötmjöl (meat meal), þar á eftir kjöt- og
beinamjöl og að lokum aukaafurðir/innmat (byproducts). Ef
fóðrið inniheldur hlutfallslega mest af kornmeti (corn, cereals)
má ætla að próteinið sé af lakari gæðum. Alla jafna má segja að
kjúklingakjöt sé einn besti próteingjafinn fyrir hunda og ketti en
það skiptir sem sagt miklu máli hvort um er að ræða kjöt, kjöt-
og beinamjöl eða aukaafurðir.
Þurrfóður eða dósamatur?
Þegar kemur að því að velja á milli þurrfóðurs og dósamats er
vert að hafa nokkur atriði í huga. Þurrfóður er yfirleitt ódýrara,
það þolir að standa í einhvern tíma í matardallinum og það er
betra fyrir tennurnar en dósamaturinn. En það getur verið erfitt
að fá suma hunda og sérstaklega ketti til að éta þurrmatinn.
Blautmatur í álpokum (skammtastærðum) nýtur mikilla vin-
sælda en slíkur matur er yfirleitt ekki hugsaður sem heilfóður
heldur sem viðbót.
Aukabitar
Allir hundaeigendur (og sumir kattaeigendur) kannast við biðj-
andi augu við matarborðið sem getur verið afar erfitt að hafna.
Margir falla í þá gryfju að gefa heimilisdýrinu eitthvað smávegis
að narta í þegar fjölskyldan borðar kvöldmatinn. Sömu eigendur
kvarta oft yfir því að dýrin vilji alls ekki fóðrið sitt, sama hvers
konar fóður er í boði. Þá er mikiivægt að átta sig á að aukabitar
geta verið ansi orkuríkir og í mörgum tilfeilum slagað hátt í
orkuþörf dýranna. Sem dæmi má nefna smáhund sem vegur
2,5 kg. Orkuþörf hans er u.þ.b. 200 kcal á dag sem er á við eina
(stóra) pyisu. Mun skynsamlegra er að nota gott hundakex til að
verðlauna með og fyrir kettina er alltaf gott að eiga rækjur í fryst-
inum fyrir sérstök tilefni.
Að lokum er ekki úr vegi að minnast á hátíðirnar sem eru
framundan þar sem veisluborðin svigna undan veitingunum.
Reykt kjöt, feitar sósur og súkkulaði í miklu rnagni geta farið
mjög iila í maga gæludýranna og orsakað alvarleg veikindi. Því
er æskilegt að fara mjög varlega í slíkar matargjafir enda er Snata
slétt sama um hvort það er 24. desember eða 24. mars!
Hrund Hólm dýralœknir
Dýralœknastofa Suðumesja - www.dyri.com
VlKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27.ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is * LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!