Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Síða 20

Víkurfréttir - 14.12.2006, Síða 20
Verslunin Samkaup Strax, sem er sennilega betur þekkt sem Spar- kaup á Hringbraut, fagnar á morgun 50 ára afmæli sínu. Það var 1956 sem Kaupféiag Suðurnesja opnaði fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunina á Suðurnesjum, Kjörbúðina, að sænskri fyrirmynd og þótti slíkt tíðindum sæta, enda var einungis ein önnur slík verslun á landinu. Á þessum tíma tíðk- aðist að kaupmaðurinn stæði fyrir aftan búðarborðið og sækti vörurnar sjálfur og þótti mörgum þessi nýstárlega að- ferð vafasöm. „Það voru nú sumir sem óttuðust að við- skiptavinirnir finndu ekkert og þess háttar vangaveltur. En þetta gekk annars mjög vel,” segir Guðjón Stefánsson, kaup- félagsstjóri og fyrrum fram- kvæmdastjóri Samkaupa. Guðjón byrjaði einmitt feril sinn hjá Kaupfélaginu í Kjör- búðinni ári eftir að búðin opn- aði, þá 13 ára, og var þar í tvö sumur. Hans fyrstu skyldustörf voru að vigta sykur, hveiti, skyr og þess háttar fyrir kúnnana, en eftir það fór hann að vinna í verslun kaupfélagsins að Hafnar- götu 30 sem seldi matvöru, búsá- höld, föt og margt fleira. Ekkert var til sparað þegar Kjör- búðin var sett á laggirnar og var byggt nýtt hús undir verslunina sem var 100 fermetrar til að byrja með en var síðar stækkuð um 3-400 fermetra. „Hún væri frekar lítil í samanburði við verslanirnar i dag en var stór á mælikvarða þess tíma og þótti framúrstefnuleg,” sagði Guðjón. Verslunin hefur þróast nokkuð gegnum árin. Árið 1976 var búðin stækkuð og nafni hennar breytt í Sparkaup og um leið var henni breytt í lágvöruverslun. 1 umfjöllun um tímamótin í blað- inu Faxa sagði Gunnar Sveins- son, þáverandi kaupfélagsstjóri, að vörusala frá byrjun hafi verið rnjög góð og að rekstur vöru- markaðarins ætti að standa undir sér þótt álagningu hafi verið stillt mjög í hóf. Á þessum árum óx verslunar- rekstri Kaupfélagins fiskur um hrygg og opnuðu verslanir á þess vegum í öllum þéttbýlis- kjörnum á Suðurnesjum, ein af annari. Árið 1982 opnaði svo stóiverslunin Samkaup í Njarð- vík. Þegar kom fram á seinni hluta níunda áratugarins versnuðu að- stæður til verslunarreksturs svo farið var út í gagngera endur- skipulagningu reksturs Kaupfé- lagsins. Endurreisnin hófst svo árið 1992 og og ári seinna voru fest kaup á stórri verslun í Hafn- arfirði. Má segja að þar hafi út- rás hafist sem enn sér ekki fyrir endann á. Árið 1998 var allur verslunarrekstur félagsins svo settur undir dótturfyrirtækið Samkaup. Á síðasta ári var skerpt á ímynd verslananna og þeim skipt niður í Samkaup Úr\'al, Nettó, Kaskó og Samkaup Strax eftir vöruúr- vali og verðstigi. Sparkaup hefur haldið velli í öll þessi ár og er nú, eins og fyrr sagði, rekin undir merkinu Sam- kaup Strax auk þess sem útliti búðarinnar var breytt. Guðjón segir breytingarnar hafa rnælst vel fyrir hjá viðskiptavinum og framtíðin sé björt í Spar- kaupurn. Afmælishátíðin verður, eins og áður kom fram, á morgun, og stendur á milli kl. 15 og 18. Þar verður boðið upp á kaffi, af- mælistertu, ís og svala auk þess sem vörur verða á sérstöku af- mælistilboði. 20 VÍKURFRÉTTIR I 50.TÖLUBLAÐ-JÓLABLAÐIÐ2006 I 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.