Víkurfréttir - 14.12.2006, Síða 30
auDXa,
Aðventan. Það finnst mér skemnitilegur tími þó
svo að klikkað sé að gera og álagið mikið. Unnið á
tvískiptum vöktum og maður þarf að vinna báðar
vaktirnar.
Ég byrja að skreyta heima hjá mér í upphafi aðventu
og siná plokka upp skrautið fram að jólum. Set punkt-
inn yfir i-ið með því að skreyta jólatréð á Þorláks-
inessukvöld um leið og ég sýð hangikétið, svona eins
gamlar og góðar hefðir segja til um. Þetta finnst mér
gaman því ég er nefnilega soldið svag fyrir jólaskrauti
og ræð illa við mig ef ég t.d. ramba inn í búðir sem
selja slíkar gersemar á spottprís fyrir jólin. Verð eins
og krakki í sælgætisbúð. Ég er veikari fyrir jólaskrauti
en konum i einkennisbúningum.
Fyrir margt löngu síðan, þegar ég var búinn að búa
með sömu konunni í all nokkur ár, ákvað ég að kom-
inn væri tími til að stíga skrefið til fulls og láta pússa
okkur saman. Þar sem ég telst rómantískur nokkuð
langt undir meðallagi en tæknilega sinnaður yfir með-
allagi, sendi ég bónorðið með SMS skilaboði. Ég var
reyndar ekki á hnjánum þegar ég ýtti á “send“ heldur
sat á skrifborðsstólnum framan við tölvuna mína.
Mig minnir að ég hafi meira að segja verið með lapp-
irnar uppá borði. Þetta var á Þorláksmessukvöldi,
sumsé fyrir margt löngu síðan eins og áður sagði.
Þetta uppátæki mitt spurðist út og meira að segja
kom fréttamaður frá Stöð 2 og tók viðtal af þessu til-
efni. En það er nú önnur saga.
Nema hvað, eftir jólin var farið til gullsmiðsins á
Rgilsstöðum, þar sem við bjuggum, og pantaðir for-
láta giftingarhringar. Auðvitað varð að velja eitthvað
almennilegt, sem er vitaskuld mjög ólógískt með
hliðsjón af því að þriðja hvert hjónaband fer út um
þúfur, samkvæmt opinberum tölum. Hafa fræðimenn
á hinum ýrnsu sviðum reynt að finna haldbærar skýr-
ingar á því hvers vegna hjónabönd endast svona stutt
og illa nú til dags en ekki verður farið nánar út í það
hér.
Einn hráslagalegan vetrardag um iniðjan janúar var
svo undirritaður sendur til gullsmiðsins til að leysa
út hringana góðu enda brúðkaupið framundan í upp-
hafi Þorrans.
Gullsmiðurinn var að pakka öllu sínu hafurtaski
saman þar sem framundan var endanleg lokun á búð-
inni. Ég hef ekki mikið vit á fyrirtækjarekstri en veit
þó að innkoman þarf að vera ívið betri en útgjöldin
til þess að hann geti gengið upp. Þessu var víst öfugt
farið hjá gullsmiðnum.
Þar sem ég stend þarna á miðju búðargólfinu rek ég
augun í tvo stóra og bara ansi hreint krúttlega jóla-
sveina sem höfðu haft það hlutverk að vera til skrauts
í búðinni í desember. Þeir meira að segja hreyfðust
og gátu spilað lög ef inaður tíindi að splæsa í raf-
hlöður.
Ég stóð algjörlcga dolfallinn. Ég gjörsainlega féll fyrir
þessum jólasveinum. Það var eins og þeir horfðu á
mig og biðjandi augnaráðið sagði “taktu okkur með
þér heim“. Svona eins og þegar maður heldur á litlum,
sætuin hvolpi sein leitar að heimili. Ég vissi sem var
að örlög þessara jólasveina voru í algjörri óvissu þar
sem það var jú verið var að loka búðinni fyrir fullt og
allt. Ég varð að bjarga þeim.
Ég sneri mér að gullsmiðnum og spurði hvort hann
vildi ekki bara selja mér jólasveinana, úr því að hann
væri nú að loka búðinni. Honuin fannst hugmyndin
hreint ekki svo galin og upphófust nú samningavið-
ræður sem lauk á þann veg að jólasveinarnir komust í
mína eigu fyrir sanngjarnt verð.
Ég var alsæll með fenginn og ekki laust við að ég væri
strax farinn að hlakka til næstu jóla þó ekki væri enn
nenia iniður janúar. Borgaði ég gullsmiðnum upp-
sett verð og gekk á braut skælbrosandi með jólasvein
undir sinn hvorum handarkrikanum. f þann mund
sem ég er að stiga út úr búðinni heyrðist kallað að
baki mér: „En Ellert, hvað með giftingarhringana?“
Þess vegna hef ég stundum sagt meira í gríni en al-
vöru, þegar ég ineð rífandi stolti sýni fólki þessar
gersemar, að ég hafi keypt þessa tvo jólasveina og svo
giftingarhringa fyrir afganginn.
Af hjónabandinu er það að segja að það entist ekki.
En jólasveinana á ég ennþá. Þeir endast og endast og
eru uppáhalds-jólaskrautið initt. Eiga eflaust eftir að
fylgja mér í gegnum þykkt og þunnt alla tíð.
30 VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÖLABLAÐIÐ 2006 I 27.ÁRGANCUR
VI'KURFRÉTTIR A NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!