Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Side 32

Víkurfréttir - 14.12.2006, Side 32
Þessír iðnaðar- 1 menn voru að steypa í bliðunni á dögunum þegar myndin var tekin. Atvinnuleysi meðal iðnaðar- manna þekkist varla enda nóg að gera í bygg- ingariðnaði þessi dægrin. VF-mynd: elg Fjöldi atvinnulausra er ívið meiri nú í byrjun desember miðað við atvinnuástand í venju- legu árferði. Munar þar um rúmlega eitt hundrað fyrrum Varnarliðsstarfsmenn sem komu inn á atvinnuleysisskrá í haust eftir að orlofstíma lauk, að sögn Ketils G. Jósefssonar, forstöðumanns Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja. Nú í byrjun desember voru 319 einstaklingar skráðir atvinnulausir, 118 karlar og 201 kona. Til saman- burðar má geta þess að í nóvember í fyrra var meðal- fjöldi atvinnulausra 173 einstaklingar og 193 voru atvinnulausir í desember. Ketill G. Jósefsson segir atvinnuástandið alltaf verst á þessum árstíma og fram yfir áramót en það skáni með hækkandi sól. Engin ástæða sé til svartsýni á komandi ári. Þrátt fyrir fjöldauppsagnir vegna brotthvarfs Banda- ríkjahers hefur ástandið á þessu ári verið sérlega gott og menn hafa sé það rnikiu verra, að sögn Ketils. í því sambandi má geta þess að árið 2003 var atvinnu- ástand hvað verst í langan tíma þegar yfir 500 manns voru skráðir atvinnulausir. „Ég kvíði ekkert komandi ári, þrátt fyrir að verið sé að hræða mann með samdrætti hér og þar. Menn verða bara að vera fljótir að hugsa hvað þeir ætla að gera við þetta svæði og þau tækifæri sem við Suður- nesjamenn höfum. Þau eru mest í kringum flugvöll- inn en einnig í ýmsu öðru,“ sagði Ketill. Mest er það fólk í þjónustu- og skrifstofustörfum sem eru á atvinnuleysisskrá. Á meðal iðnaðarmanna er at- vinnuleysi óþekkt um þessar mundir. „Við höfum ekki sé iðnaðarmann á atvinnuleysisskrá í tvö ár. Ef það hefur gerst hefúr viðkomandi stoppað mjög stutt," sagði Ketill. * \ Úr myndasafni Víkurfrétta Bærinn tekur breytingum Það hafa allir gaman af því að skoða gamlar myndir og enn skemmtilegra er að bera saman gamlar myndir við nýjar sem teknar eru á sömu slóðum. Ellert Crétarsson kíkti í myndasafn Víkurfrétta, fann nokkra gullmola og fór síðan út með myndavélina á svipaðar slóðir. Það er Ijóst að Reykjanesbær er að taka stakkaskiptum. Aðalgatan í bænum með ein hættulegustu gatnamótin. Já, svona voru gatnamót Aðalgötu og Iðavalla í Keflavík í þá gömlu góðu daga. Þarna endar Aðalgatan við einhvern ómerkilegan malarveg sem í dag er ein helsta leiðin út úr Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar og tenging bæjarins við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 1 mörg ár hafa þetta verið ein varasömustu gatnamót bæjarins, þar sem hornið Iðavellir og Aðalgata var mjög blint og þar hafa orðið margir árekstrar. I dag er hins vegar komið hringtorg á hornið og uppi á hæðinni má sjá blómlegan atvinnurekstur í ferðaþjónustu. 32 I Vl'KURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 í 27. ARGANCUR VÍKURFRÉTTiR Á NETINU www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.