Víkurfréttir - 14.12.2006, Qupperneq 40
20 ÁR LIÐIN FRÁ ÞVÍ EÐVARÐ EÐVARÐSSON VAR KJÖRINN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Daginn eftir kjör íþróttamanns ársins 1986
mætti Eddi í skólann og var tekið með fagnað-
arlátum af nemendum og starfsfólki Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Með honum á myndinni er
Ragnheiður Runólfsdóttir, sem varð ofarlega í
kjörinu en hreppti svo titilinn nokkrum árum
seinna.
Eddi fór í marga frægðarförina erlendis og hér fær hann höfð-
inglegar móttökur í flugstöðinni eftir Evrópumeistaramótið í
Búlgaríu 1985. Með honum á myndinni eru foreldrar hans, þau
Eðvarð Felixson og Guðrún Ása Gústafsdóttir.
Hér tekur Eddi á móti titlinum íþróttamaður Suðurnesja 1988.
Enn á fullu
Eðvarð með sjö
met í desember
11 [u.AHomaðnr Ársins hiá DV og hlaut
Einn er sá maður sem var
oftar en margur annar
á síðum Víkurfrétta
frameftir 9. áratuginum. Enda
er afrekaskrá mannsins með
þvílíkum ólíkindum að hann
hætti sjálfur að hafa tölu á ts-
landsmetunum fyrir margt
löngu síðan. Hætti að telja
þegar þau voru komin vel yfir
annað hundraðið.
Þetta er Eðvarð Þór Eðvarsson,
sundkappi, kallaður Eddi. Svo
skemmtilega vill til að einmitt
á þessu ári eru liðin 20 ár frá
því að hann var kosinn Iþrótta-
maður ársins á landsvísu. Edda
vantar aðeins ár í fertugt og
hann er ennþá á fullu. Heldur
sér ennþá í toppformi, m.a. með
því að hlaupa 7-12 kílómetra 3
- 4 sinnum í viku.
Hátt í 1000 verðlaunapeningar
„Ætli besta tímabilið mitt hafi
ekki verið frá svona 1985 til
1988 en á því tímabili féllu flest
metin bæði hér heima og er-
lendis“, svarar Eddi, aðspurður
um keppnisferilinn. Metin voru
gríðarmörg en hvað stendur
upp úr í huga Edda?
„Það er örugglega 3ja sætið í
Evrópubikarkeppninni 1986, úr-
slitasæti á heimsmeistaramóti
1986 í Madrid, úrslitasætin á
Evrópumeistaramótunum 1985
og 1987 og Norðurlandametið
í 200 metra baksundi sem stóð
óhaggað frá 1986 til 1991“,
svarar Eddi.
Verðlaunapeningarnir munu
vera á bilinu 800 - 900, sem
hengdir hafa verið um hálsinn
Edda í gegnum tíðina og bikar-
arnir eru eitthvað vel yfir 100
talsins. Þetta er því mikill fjöldi
verðlaunagripa sem safnast
hafa á sigursælum ferli en hluti
þeirra er núna á Iþróttasafni
Islands. Sagan segir að menn
hafl verið hættir að rukka Edda
um farandgripina, þeir vissu að
hann myndi hvort eð er vinna
þá til eignar að lokum.
Drifinn áfram af metnaði
„Upphafið að þessu tímabili var
1984 þegar ég fór til Danmerkur
að æfa og keppa, þá 17 ára gam-
all“, segir Eddi. „Þar fékk ég
mjög gott vegarnesti fyrir árin
sem á eftir komu. Ég fékk betri
innsýn í það sem var að gerast á
alþjóðlegum vettvangi og önnur
markmið til að keppa að. Þetta
var vissulega góður skóli en ég
bjó líka vel að þeirri þjálfun sem
ég hafði fengið hjá Friðriki Ólafs-
syni en með honum starfaði ég
lengst. Friðrik eyddi miklum
tíma í þetta en lengi vel fórum
við daglega í bæinn til æflnga.
Þetta gátu verið 7-8 tímar á dag
sem fóru í ferðir og æfingar.
„Metnaðurinn til að ná árangri
dreif mann alltaf áfram. Og ár-
angurinn var það sem maður
nærðist á, þegar hann byrjar að
skila sér eykst viljinn og metn-
aðurinn til að gera enn betur. 1
dag virðist það vera all algengt
í mörgum íþróttagreinum, að
menn eru ekki tilbúnir að leggja
þetta á sig nema að spyrja fyrst
hvað þeir fái mikið fyrir í pen-
ingum. Mér finnst það miður
að gamla ungmennafélagsand-
anum svokallaða er sífellt verið
að ýta meira til hliðar á kostnað
peningahyggjunnar", segir Eddi.
Víðförull sundkappi
Á keppnisferlinum ferðaðist
Eddi víða um álfur á keppnis-
ferðalögum og bar margt fyrir
augu hins unga sundkappa frá
Islandi.
„Maður sá margt forvitnilegt og
framandi á þessum ferðalögum.
Þau víkkuðu sjóndeildarhring-
inn og maður sá ýmislegt sem
kenndi manni þakklæti fyrir
hluti sem okkur þykja sjálfsagðir
hér heima á íslandi. Til dæmis
þótti manni það mjög sérstakt
að sjá fólk standa í löngum bið-
röðum til að geta keypt sjálf-
sagðan hlut eins mjólk. Ég fór
mjög víða um lönd en kom þó
aldrei til Suður-Ameríku eða
Ástralíu.
Vantar meiri aga
1 dag er starfar Eddi við sund-
þjálfum og kennslu, jafnframt
því að vera umsjónarkennari 7.
bekkjar í Heiðarskóla.
) I VlKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27.ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU •. www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!