Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Side 62

Víkurfréttir - 14.12.2006, Side 62
VLyf&heilsa J Við hlustum! CPROBLil KYNNING a nyju joiavorunum frá OROBLU í Lyf og lieilsu í Keflavík fostudaginn 15. des. kl. 14-18. J\u((/uu(k( fylgir hverri OROBLU vöru BRILLANCE sokkabuxur og ekki eins stíft prógram. Fyrsta daginn gátum við farið og verslað og tekið því rólega. Það var miklu frekar að mínu skapi.“ Sif gekk enda ljómandi vel í keppninni og náði þriðja sæti. Hún var einnig kjörin Miss Press af ljósmyndurunum. „Ég var bara mjög sátt því yf- irleitt hlýtur finnska stúlkan þennan titil svo það kom mjög skemmtilega á óvart. Svo var allt annar andi hjá stelpunum þarna en í Miss Universe. Úr- slitakvöldið var líka mun af- slappaðra og sást það til dæmis á því að við byrjuðum athöfnina tvisvar útaf sjónvarpsvélum því áhorfendur voru að skyggja á sviðið. Við byrjuðum bara aftur og það var ekkert mál.“ Eftir þessar keppnir er lítið eftir af embættisverkum Sifjar sem Ungfrú ísland. „Ég á enn hálft ár eftir og býst við að það verði rólegt. Eg mun þó auðvitað krýna Ungfrú Suðurnes og Ung- frú ísland og ég geri ráð fyrir að það sé það eina sem ég á eftir að gera.“ Sif var í miðju starfsnámi í flug- umferðastjórnun þegar annríkið hófst í fegurðarsamkeppnum, en hún segir það ekki hafa skemmt fyrir sér. „Ég missti auðvitað nokkrar vikur úr en ég var dugleg þess á milli. Ég kláraði alla vegana fyrsta hlutann af náminu og er búin að vera að vinna í einn og hálfan mánuð. Eftir árið get ég svo tekið næsta hluta sem eru aðflugsréttindi og eftir það er ég orðin fullnuma flugumferðar- stjóri,“ segir Sif og bætir því við að henni líki mjög vel í starfmu. Hún stefnir þó á að mennta sig enn frekar og er flugnám henni ofarlega í huga. „Ég ætla að taka einkaflugmannsréttindin og get vonandi tekið bóklega prófið næsta sumar.“ Sif hefur svo sannarlega fengið að upplifa margt á þessum skamma tíma og segist búa vel að þeirri reynslu. „Þetta er keppnisheimur, en maður lærir af þessu og er sterkari eftir á. Maður er einn í þessu og stendur á eigin fótum og gerir sitt besta. Svo fékk ég líka tækifæri á að vinna við fyrir- sætustörf sem er bara mjög gott og gaman, en ég held samt að ég láti mér nægja að starfa við það út titilsárið og láta því svo lokið. Vl'KURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27.ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.