Víkurfréttir - 14.12.2006, Qupperneq 67
Guðríður Waage tekur formlega við plasmatækinu frá Páli Fanndal, verslunarstjóra Ormsson i Reykjnesbæ.
Hlaut aðalvínninginn í Jólalukkunni
Lukkan, þ.e. jólalukka Víkurfrétta
Iék heldur betur við hana Guðríður
Waage nú í vikunni þegar hún brá
sér í Kaskó og fékk þar Jólalukkumiða.
Þegar hún hafði skafið af miðanum trúði
hún vart eigin augum því á honum var
vinningur upp á hvorki meira né minna
en 42 tommu hágæða plasmatæki frá
Ormsson í Reykjanesbæ, sem var aðal-
vinningur Jólalukku Víkurfrétta að þessu
sinni. Verðmæti tækisins er um 300 þús-
und krónur.
„Ég var ekki alveg að fatta þetta í fyrstu og
fannst þetta hálf skrýtið. Eg fékk miðann
í Kaskó þegar ég verslaði þar um helgina
með barnabarninu mínu. Það er því óhætt
að segja að það hafi verið lukkutröllið mitt,”
sagði Guðríður í samtali við VE
Guðríður segist ekkert ætla að fá sjónvarps-
dellu þó henni hafi áskotnast svona magnað
plasmatæki. Hún eigi gott sjónvarpstæki
fyrir og það muni fara upp í sumarbústað.
„Það vill svo skemmtilega til að öll heim-
ilstækin á mínu heimili eru einmitt frá
Ormsson, við höfum alltaf verslað þar og
höfum góða reynslu af því,” sagði Guðríður.
Tilnefningar
um Ljósahús
Reykjanes-
bæjar 2006
Menningar- íþrótta-
og tómstundsvið
Reykjanesbæjar
ásamt Hitaveitu Suðurnesja
stendur nú í sjötta sinn
fyrir samkeppni um „Ljósa-
hús” Reykjanesbæjar árið
2006. Einnig verður valin
best skreytta gatan og best
skreytta fjölbýlishúsið.
Úrslit verða kynnt fimmtu-
daginn 14. desember kl.
18:00 í Duushúsum. Vegleg
verðlaun.
Eftirtalin hús hafa verið til-
nefnd.
Baugholt 12, Baugholt 27,
Borgarvegur 20, Borgarvegur
25, Bragavellir 2, Bragavellir
3, Bragavellir 4, Efstaleiti 44,
Faxabraut 65, Gónhóll 27,
Háleiti 20, Hamragarður 9,
Hátún 12, Hátún 24, Heið-
arbakki 12, Heiðarbraut 5c,
Heiðarholt 3, Hólagata 45,
Holtaskóli séð að ofanverðu,
Hraunsvegur 7, Hraunsvegur
8, Hrauntún 3, Hrauntún 14,
Kirkjuvegur 15, Krossholt 4,
Krossholt 8, Krossholt 9, Lág-
mói 19, Langholt 16, Lóma-
tjörn 3, Lómatjörn 7, Mið-
garður 2, Miðtún 1, Miðtún
8, Óðinsvellir 6, Sunnubraut
9, Þverholt 11, Þverholt 18,
Tjarnargata 30, Túngata 14,
Týsvellir 1.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa
allsherjaratkvæðagreiðslu íVerkalýðs og
sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um
kjör aðalstjórnar samkvæmt A-lið laga um
stjórnarkjör og stjórnar sjómannadeildar,
ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn
sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs,
fræðslusjóðs og varamönnum þeirra
samkvæmt lögum félagsins.
Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í
síðasta lagi klukkan 12:00föstudaginn
22. desember nk. Hverri tillögu skal fylgja
stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda
félagmanna samkvæmt reglugerð
ASÍ þar að lútandi.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Kjörstjórn VSFK og nágrennis
Verkalýðs- og
sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
Halla býður alla velkomna á
vinnustofu sína og býður upp á kaffi
og kökur.
Halla Har, myndlistarkona, verður ineð opna vinnustofu
nú á aðventunni þar sein fólk getur skoðað og keypt verk
eftir listakonuna. Vinnustofa Höllu er að Strandvegi t í
Sjálandi Garðabæ (íbúð iOi). Síminn hjá Höllu er
421 2838 og 847 1134.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGIÝSÍNGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VlKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 14. DESEMBER 2006