Víkurfréttir - 14.12.2006, Page 68
„Annars líður okkur mjög vel í Keflavík. Ég verð nú
sarnt að viðurkenna það að það var nokkuð skrýtin
tilfinning að fara í Keflavíkurtreyjuna í fyrsta sinn,”
sagði Ingibjörg. Fjórmenningarnir keppa nú allir að
sama markinu og það er að færa Islandsmeisturum
Hauka sinn fyrsta ósigur á tímabilinu. „Þann 17.
desember munu Haukar tapa sínum fyrsta leik,”
sagði Rannveig ákveðin en þá mætast toppliðin í
Sláturhúsinu í Keflavík. „Við verðum að vita að við
getum unnið Hauka og þetta er spurning um sjálfs-
traust því við erum með betra lið,” bætti Ingibjörg
við. „Við þurfum öll að vera á sömu blaðsíðunni
þegar í Haukaleikinn kemur,” sagði Agnar.
Þrátt fyrir að innrás Njarðvíkinganna í Keflavík
bera fjórmenningarnir enn taugar til síns gamla fé-
lags. Hver veit nema Ljónagryfjan fái krafta þeirra
notið að nýju þegar kvennakörfuboltinn rís þar úr
ösku. Þó er bara eitt sem kemst að í þeirra huga
þessa stundina, íslandsmeistaratitillinn.
Þegar kvennakörfuknattleikurinn í Njarðvík
lognaðist útaf urðu leikmenn Njarðvíkur
að finna sér nýtt félag og þá var stutt yfir
bæjarmörkin til Keflavíkur. Nú er svo búið að
fjórir fyrrum Njarðvíkingar eru í röðum Kefla-
víkur. Þrír leikmenn og aðstoðarþjálfarinn Agnar
Mar Gunnarsson.
Rannveig Kristín Randversdóttir gekk til liðs
við Keflavík árið 2001 en þá hafði hún fengið sig
fullsadda af agaleysinu sem hafði einkennt um-
gjörðina í kringum meistaraflokk UMFN. Stöll-
urnar Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Margrét
Kara Sturludóttir gengu til liðs við Keflavík fyrir
leiktíðina 2005-2006 og það var svo í sumar sem
Agnar var ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins eftir langa
umhugsun.
„Jón, þjálfari Keflavíkur, hafði samband við mig
og bað mig um að koma sem aðstoðarþjálfari til
Keflavíkur. Ég hugsaði mig um í svona 2-3 vikur,”
sagði Agnar léttur í bragði en það þykir ávallt tíð-
indum sæta þegar leikmenn eða þjálfarar skipta úr
Njarðvík í Keflavík eða öfugt enda mikill metingur
á millum þessara stórvelda í körfuboltanum. Agnar
þurfti að sætta sig við nokkrar háðsglósur í upphafi
en hann stefnir langt sem þjálfari og fyrir honum
var þetta næsta rökrétta skrefið á hans ferli. Frænka
Agnars, Kara Sturludóttir, rak heldur betur upp
stór augu sumarið 2005 þegar hún hitti fyrir Ingi-
björgu vinkonu sína á æfingu hjá Keflavík. Kara
og Ingibjörg vissu hvorugar að hin hefði ákveðið
að ganga til liðs við Kefiavík. „Pabbi átti góðan
þátt í þessari ákvörðun minni,” sagði Kara en faðir
hennar, Sturla, gerði garðinn frægan á árum áður
með Njarðvíkingum. Ingibjörg sagðist myndu hug-
leiða það að fara aftur í sitt gamla félag ef liðinu
tækist að koma sér upp í Iceland Express deildina.
frá Njorövík
VÍKURFRÉTTIR I 50.TÖLUB1AÐ-JOLAB1AÐIÐ2006 I 27. ARGANGUR
3ÉTTIR Á NETINU •www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!