Fréttablaðið - 24.08.2017, Síða 2
Veður
Hæg breytileg átt í dag og yfirleitt
léttskýjað inn til landsins, en víða
verður þokuloft við ströndina sem
gæti látið sjá sig inn á land.
sjá síðu 32
Endurvekja kaupmanninn á horninu
„Ég get ekki keppt við stóru verslanirnar en þær geta heldur ekki keppt við okkur og þjónustustigið sem við bjóðum upp á,“ segir Davíð Þór Rúnars-
son. Hann og kærasta hans, Andrea Bergsdóttir, opnuðu í liðinni viku hverfisverslunina Hverfisverslun í Grafarvogi. Davíð hefur gengið með hug-
myndina í maganum í þrjú ár. Markmiðið er að fá aftur stemninguna sem einkenndi verslanir á árum áður. – Sjá síðu 48. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
KRINGLUNNI 2. HÆÐ - HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI
SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
MARGSKIPT GLER
39.900 kr.
Fullt verð: 75.900 kr
Evolis frönsku verðlaunaglerin frá BBGR eru með
tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd.
48% AFSLÁTTUR!
Landbúnaður Guðrún Hrafnsdóttir,
hrossabóndi á Skeggsstöðum,
fær ekki að nefna hryssuna sína
Mósuna. Samkvæmt nýlegum lögum
Alþjóðasamtaka um íslenska hestinn,
FEIF, mega hross ekki heita hvað
sem er. Tveggja manna nefnd leggur
blessun sína yfir hvað hreinræktuð
hross fá að heita og eru skráð í
gagnabankann WorldFeng.
Nafninu Mósan var hafnað því
að nöfn með greini brjóti í bága við
íslenska nafnahefð og því að sérnöfn
eru nokkurs konar jafngildi orða
með greini. Nafnið Hrymjandi var
samþykkt sem og Ævör á sama fundi.
Eftir stendur þriggja vetra Mósan,
sem fær ekki að heita sínu nafni og
er Guðrún ósátt við að nefndin hafi
unnið eftir nýju reglunum, þó þau
hafi ekki verið samþykkt fyrr en í ár.
Atvinnuvegaráðuneytið hefur skoðað
málið og Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að verið sé að skoða á hvaða
lagagrunni þessi hópur telji sér
heimilt að neita fólki um að nefna
hrossin sín hvaða nafni sem er.
Guðrún segir að Mósan sé
dásamleg meri þó það sé ekki komin
reynsla á hana enda aðeins þriggja
vetra. Hún segir nafnið koma til
eftir samtal við hana úti í haga.
„Ég var að tala við hana, hvað segir
Mósan mín og það festist bara. Það
er oft skýrt með greini. Álfurinn,
Prinsinn og fleira. Það eru hross, en
þetta er hryssa, kannski er einhver
mismunun,“ spyr hún.
„Ég veit að það er til merin Fléttan
til dæmis. Það er eitthvað misjafnt í
þessu,“ segir Guðrún sem hefur sent
innanríkisráðuneytinu fyrirspurn
vegna málsins. Þar hefur hún verið í
fimm mánuði. benediktboas@365.is
Nefnd um hestanöfn
neitar nafni Mósunnar
Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en
frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita.
Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar.
Mósan frá Skeggsstöðum er fædd 2014, og er því þriggja vetra, undan Össu
frá Stafafelli og Trymbli frá Stóra-Ási. Hér er Mósan ásamt systurdóttur Guð-
rúnar, Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. MyNd/KOLBRúN HRAFNSdóTTIR
Nafnagiftir íslenskra hrossa í WorldFeng
Eftirtaldar reglur gilda um nöfn á hrossum sem skráð eru í WorldFeng:
l Nafnið þarf að vera í samræmi við íslenskar reglur og hefðir um nafn-
giftir.
l Nafnið þarf að geta tekið íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið
sér hefð í íslensku máli.
l Nafnið má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi.
l Nöfn þurfa að vera í karlkyni fyrir stóðhesta/geldinga og í kvenkyni
fyrir hryssur, hvorugkyns orð eru ekki leyfileg sem nöfn.
l Nöfn sem innihalda skammstafanir eru ekki leyfileg.
l Nöfn sem eru ruddaleg eða hafa klúra meiningu, nöfn sem þykja
ekki smekkleg eða eru dónaleg gagnvart trúar- eða þjóðfélagslegum
hópum eru ekki leyfð.
Viðskipti Glæpasagnahöfundurinn
Arnaldur Indriðason hagnaðist um
35,5 milljónir króna á síðasta ári
samkvæmt nýbirtum ársreikningi
eignarhaldsfélags hans, Gilhaga ehf.
Félagið notar hann utan um skrif og
útgáfu bóka sinna og gerir velgengni
hans á ritvellinum síðasta rúma ára-
tuginn það að verkum að félagið er
afar sterkt fjárhagslega.
Hagnaður Gilhaga dróst þó veru-
lega saman milli ára, eða um ríflega
66%, samkvæmt ársreikningi enda
nam hann 106,7 milljónum króna
árið 2015. Einn starfsmaður starfaði
hjá félaginu í fyrra, en Arnaldur og
eiginkona hans eru skráðir fram-
kvæmdastjórar þess og Arnaldur
skráður fyrir öllu hlutafé.
Fram kemur í ársreikningi Gil-
haga að Arnaldur hafi greitt sér
rúmlega 31 milljón króna í arð út
úr félaginu.
Samanlagður hagnaður Gilhaga
frá árinu 2003 nemur 1.087 millj-
ónum króna en samkvæmt árs-
reikningi nemur óráðstafað eigið
fé félagsins rétt tæplega 740 millj-
ónum króna. Ljóst má því vera að
krimmakóngurinn er í fjárhags-
legum sérflokki meðal íslenskra rit-
höfunda. – smj
Arnaldur situr á
740 milljónum
Arnaldur
Indriða-
son
1.087
milljónir er samanlagður
hagnaður eignar-
haldsfélags
Arnalds
Indriðasonar
síðan 2003.
sLYs Alvarlegt hjólreiðaslys varð
á gatnamótum Miklubrautar og
Háaleitisbrautar eftir að strætis-
vagni var ekið á konu á reiðhjóli
rétt eftir átta í gærkvöldi. Lögregla
og slökkvilið höfðu töluverðan við-
búnað á slysstað.
Strætisvagninum var ekið í
austurátt en slysið átti sér stað
við aðreinina að Háaleitisbraut.
Samkvæmt upplýsingum frá
sjónarvottum lenti konan undir
strætisvagninum við áreksturinn
en reiðhjólið kastaðist í burtu.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu var um alvarlegt slys
að ræða og konan flutt á sjúkrahús
til aðhlynningar.
Ekki var vitað nánar um líðan
konunnar þegar Fréttablaðið
fór í prentun seint í gærkvöldi.
– tpt
Kona lenti
í alvarlegu
hjólreiðaslysi
2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F i M M t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð
2
4
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
8
F
-B
2
9
4
1
D
8
F
-B
1
5
8
1
D
8
F
-B
0
1
C
1
D
8
F
-A
E
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K