Fréttablaðið - 24.08.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 24.08.2017, Síða 4
Stjórnmál Viðreisn er fyrsti stjórn- málaflokkurinn sem látið hefur reyna á ákvæði sem heimilar flokk- um að þiggja tvöfalda hámarksfjár- hæð í framlög frá einstaklingum og lögaðilum með því að skilgreina þau sem stofnframlög. Ákvæði um að framlög frá einstaklingum og lögað- ilum, sem veitt eru í beinum tengsl- um við stofnun stjórnmálasamtaka, megi að hámarki nema sem svarar tvöföldu hámarksframlagi, eða 800 þúsund krónum, var sett inn í lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda árið 2010. Enginn flokkur sem stofnaður hefur verið síðan þá hefur nýtt sér þessa grein, þar til Viðreisn gerði það í fyrra. Líkt og Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá gáfu fimm ein- staklingar og tveir lögaðilar 800 þúsund krónur hver til Viðreisnar á stofnárinu 2016, alls 5,6 milljónir króna eða ríflega 20% af þeim 26,7 milljónum sem flokkurinn fékk frá fyrirtækjum og einstaklingum í fyrra. Umfjöllun F r é t t a b l a ð s i n s um að fjárfestirinn Helgi Magnússon hefði gefið alls 2,4 milljónir persónulega og í gegn- um félög sem honum tengjast hefur vakið mikla athygli og spurningar um lögmæti með tilliti til hámarksfram- laga tengdra aðila. Sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun sagði í blaðinu í gær að skilgreiningin á tengdum aðilum væri flókin og Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi lét hafa eftir sér á RÚV að hann teldi tilefni til að skoða hvort lög um fjármál stjórn- málasamtaka væru nógu skýr er þetta varðar. Á vef Ríkisendurskoðunar er að finna útdrætti úr ársreikningum stjórnmálasamtaka sem boðið hafa fram til Alþingis og á sveitarstjórn- arstigi. Síðan breytingar voru gerðar á lögunum hafa þó nokkrir flokkar komið fram. Fréttablaðið skoðaði sérstaklega fyrstu reikninga þeirra sjö stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið frá 2010 og hafa boðið fram til Alþingis síðan og leiddi það í ljós að enginn þeirra, nema Viðreisn, þáði framlög umfram 400 þúsund krónur. mikael@frettabladid.is FRUMSÝNING Laugardaginn 26. ágúst Opið frá 12 - 17 Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 ® leiðrétting Mynd af Jóni Trausta Lútherssyni var fyrir mistök birt við frétt á síðu 2 í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu. Viðreisn eini flokkurinn sem fékk tvöfalt hámarksframlag Ráðherrar Viðreisnar, Benedikt, Þorgerður og Þorsteinn. Enginn nýju flokkanna þáði meira en Viðreisn Hægri grænir 2010 Píratar 2012 Björt framtíð 2012 Dögun 2012 Lýðræðisvaktin 2013 Flokkur heimilanna 2013 Regnboginn 2013 Viðreisn 2016 Flokkur fólksins 2016 (ársreikningur ekki verið birtur) jafnrétti Rio Tinto á Íslandi braut gegn ákvæðum jafnréttislaga, sam- kvæmt niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Kona kvartaði vegna kynbundins launamunar. Óum- deilt var að konunni voru greidd lægri laun en karlinum. Rio Tinto taldi muninn meðal annars skýrast af lengri starfsaldri karlsins. Kæru- nefndin óskaði eftir launa- kjörum annarra starfsmanna en ekki var orðið við því að öllu leyti. Meirihluti kæru- nefndar taldi að ekki hefðu verið færð full- nægjandi rök fyrir launa- muninum. – aá Brutu gegn jafnréttislögum iðnaðUr Starfsemi sjókvíaeldis verð- ur gerð skrásetningarskyld og boðin út nái tillögur starfshóps um stefnu- mótun í fiskeldi fram að ganga. Þá verður auðlindagjald, allt að fimm- tán krónur á hvert framleitt kíló af laxi, lagt á. Hópurinn skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra málaflokksins, kynnti efni skýrslunnar á fundi í ráðuneytinu í gær. Sagði hún við það tilefni að það markaði tímamót að fulltrúar fisk- eldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa hefðu komist að því samkomulagi sem felst í niðurstöðu hópsins. Auk hagsmunaaðila áttu sæti í hópnum sérfræðingar frá MATÍS, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnu- vegaráðuneytinu. Tillögur hópsins eru alls tuttugu. „Með tillögunum er leitast eftir því að útrýma því „villta vesturs ástandi“ sem ríkt hefur í greininni,“ sagði ráð- herra á fundinum í gær. Vísar hún til þess að hingað til hafi þeir sem vilja hefja fiskeldi valið sér staðsetningu og sótt um framleiðsluleyfi. Fyrirhugað sé að sérstök svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu og þau síðan boðin út til hæstbjóðanda. Vonast er til þess að fyrirkomulagið verði til þess að álitamálum um leyfisveiting- ar og staðsetningu eldiskvía fækki. Lagt er til að auðlindagjald verði lagt á nýtingu eldissvæða í sjó. Framleiðendur sem stunda eldi á ófrjóum fiski, eða stefna að slíku eldi, munu tímabundið geta fengið gjaldið niður fellt í heild eða að hluta. Áætlað er að gjaldið geti skilað allt að milljarði króna ár hvert í ríkis- kassann. Sú upphæð miðast við að framleidd séu yfir 67 þúsund tonn ár hvert. Stefnt er að því að gjaldið renni til uppbyggingar innviða á fisk- eldissvæðum. Eftirlit með eldinu verður fært frá Matvælastofnun (MAST) til Umhverfisstofnunar. Upplýsingagjöf með niðurstöðum eftirlits verður gerð rafræn og opinber og allt ferlið gagnsærra. Þá verður MAST gert skylt að birta ákvarðanir um þving- unaraðgerðir og viðurlög, ólíkt því sem fólk hefur vanist úr landbúnaði. Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn í gær og er stefnt að því að nauðsyn- legar lagabreytingar verði lagðar fyrir þingið fyrir lok haustþings. Ráð- herrann vonar að málið verði unnið í sameiningu inni á þinginu. „Ég bind vonir við það að þessi skýrsla verði ákveðinn grundvöllur sem mun stuðla að því að það verði meiri sátt um uppbyggingu þessarar atvinnugreinar en áður,“ sagði Þor- gerður Katrín. johannoli@frettabladid.is Ráðherra segist vilja útrýma villta vestrinu úr fiskeldinu Starfshópur um stefnumótun í fiskeldi skilaði skýrslu í gær. Tuttugu tillögur um breytingar á starfsumhverfi greinarinnar eru lagðar til. Þar á meðal er að finna auðlindagjald sem gæti skilað milljarði í ríkiskassann. Starfshópurinn telur mikilvægt að stuðla að ábyrgu fiskeldi þar sem vernd lífríkisins sé höfð að leiðarljósi. Frá sjókvíaeldi í Berufirði. Stefnt er að því að ákveðin svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrirhugað er að sérstök svæði verði skilgreind sem eldissvæði að áhættumati loknu og þau síðan boðin út til hæstbjóðanda. dómSmál Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Reykja- víkur beri að taka hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni til með- ferðar. Málinu var vísað frá í sumar. Málið var höfðað eftir að Vilhjálmur Bjarnason þingmaður, Samtök spari- fjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýstu eftir þátttakendum í hóp- málsókn gegn Björgólfi með auglýs- ingum í blöðum. Þeir sem stóðu að málinu voru hluthafar í Landsbank- anum þegar hann féll í október 2008. – tpt Ber að taka fyrir hópmálsókn 2 4 . á g ú S t 2 0 1 7 f i m m t U d a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 F -C 6 5 4 1 D 8 F -C 5 1 8 1 D 8 F -C 3 D C 1 D 8 F -C 2 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.