Fréttablaðið - 24.08.2017, Side 8

Fréttablaðið - 24.08.2017, Side 8
Su ð u rn e S „Á síðustu tólf mánuðum frá júlí 2016 til júlí 2017 er fólksfjölgunin 8,6 prósent í Reykjanesbæ. Þetta er algjörlega fordæmalaust. Þetta er það mesta sem við höfum séð. Talað er um í þessum fræðum að 1,3 til 1,5 prósent fjölgun sé eðlileg og æskileg,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mikil fólksfjölgun hefur orðið á Suðurnesjum undanfarin misseri og virðist ekkert lát á fjölguninni. Það sem af er ári hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 7,3 prósent. En á síðasta ári fjölgaði íbúum um 8 prósent. Samkvæmt spá Framtíðarseturs Íslands, rannsóknarseturs sem ra n n s a k a r s a m f é l a g s t e n g d a f ra m t í ð a r þ r ó u n o g ö n n u r samfélagsverkefni, mun íbúum á Suðurnesjum fjölga um 55 prósent til ársins 2030 miðað við íbúafjölda síðasta árs og verða þá 34.800. Sé miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð má áætla að byggja þurfi hátt í 400 íbúðir á ári á Suðurnesjum næstu þrettán árin til að bregðast við fjölgun íbúa á svæðinu. Kjartan áætlar að miðað við að hægi aðeins á fjölgun íbúa eftir næstu tvö ár þá þurfi að byggja um 2.200 íbúðir í Reykjanesbæ til ársins 2030 eða tæplega 200 á ári. Hann telur þó að Reykjanesbær geti tekið við slíkri fólksfjölgun. „Við endurskoðuðum aðalskipu- lag Reykjanesbæjar og kláruðum það í vor. Nú er komið í gildi nýtt aðalskipulag sem gildir til 2030. Þar er gert ráð fyrir nokkrum sviðs- myndum varðandi íbúaþróun og íbúafjölgun. Fjölgun er gríðarleg núna, var gríðarleg í fyrra, en ef við gefum okkur síðan að þetta dragist aðeins saman og meðalfjölgun verði um 2,5 prósent á ári á þessu tímabili þá þurfum við að byggja um 2.200 íbúðir. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir því að það sé nægt framboð af landi,“ segir Kjartan. „Þannig að ég held að við séum klár í þennan kúf sem var í fyrra og er núna og verður að minnsta kosti á næstu tveimur árum. Við getum ráðið við hann, en ef við sjáum ekki fram á að fólksfjölgunin dragist saman þá þurfa menn að endurskoða deiliskipulag,“ segir Kjartan. Nú þegar hefur íbúum fjölgað töluvert á Suðurnesjum á árinu en á öðrum ársfjórðungi voru þeir rúmlega 25 þúsund, eða tæplega 5 prósent fleiri en í ársbyrjun, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu er nú þegar töluverð svo búast má við að þörfin fyrir húsnæði sé jafn- vel enn meiri. Fréttastofa 365 hefur fjallað ítarlega um húsnæðisskort á svæðinu undanfarin misseri, sér- staklega meðal fólks á leigumarkaði. „Það er verið að taka í notkun hvern einasta fermetra á svæðinu,“ segir Kjartan. Hann bendir á að miklar byggingaframkvæmdir standi yfir um þessar mundir. Mikill viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum síðustu ár. Fram kemur í skýrslu Íslandsbanka, Suðurnes í sókn, að atvinnuleysi á svæðinu sé nú lítið sem ekkert og atvinnusköp- un, sérstaklega í kringum flugvöllinn, hafi verið mikil. Íbúum á svæðinu hafi fjölgað gríðarlega, hlutfallslega langmest miðað við aðra landshluta, og nú sé svo komið að eftirspurn eftir húsnæði sé mjög mikil. Kjartan segir að flugvöllurinn trekki að töluvert af fólki, sérstaklega af erlendum uppruna. „Það er rosalega hátt hlutfall af íbúum núna með erlent ríkisfang, eða 19,4 prósent af íbúum Reykjanesbæjar. Í sumum skólum er hlutfall nemenda með erlent ríkisfang komið upp í 30 prósent. Í skýrslu sem gerð var fyrir Isavia, og er þá miðað við farþegaspá og vöxt í millilandafluginu, mun störfum í kringum millilandaflugið fjölga um að meðaltali 400 á ári, sem er eins og eitt stykki álver á ári,“ segir Kjartan. saeunn@frettabladid.is Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. Fólksfjölgun er mikil um þessar mundir. Íbúum Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 8,6 prósent á einu ári. 10000 15000 20000 mar 2015 jan 2016 jan 2017 jún 2017 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar áætlar að þurfi að byggja í hið minnsta 2.200 íbúðir á næstu þrettán árum. FRéttaBlaðið/steFán Á síðustu tólf mánuðum frá júlí 2016 til júlí 2017 er fólks­ fjölgunin 8,6 prósent í Reykjanesbæ. Þetta er algjörlega fordæmalaust. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanes- bæjar Heimild: Reykjanesbær ✿ Íbúafjöldi í reykjanesbæ 2015-2017 MenntaMál Háskóli Íslands hefur í fyrsta sinn komist á hinn virta Shanghai-lista yfir 500 bestu háskóla í heiminum, en nýr listi fyrir árið 2017 var birtur nú í liðinni viku. Fram kemur í tilkynningu að rektor segi þetta mikla viðurkenn- ingu og undirstrikar vaxandi styrk háskólans á alþjóðavettvangi. Háskóli Íslands er í sæti 401-500 á Shanghai-listanum, en listinn ber formlega heitið Academic Ranking of World Universities (ARWU). Listinn hefur verið birtur árlega frá árinu 2003 og byggist á ítar- legu og óháðu mati samtakanna Shanghai Ranking Consultancy á yfir 1.200 háskólum um allan heim. Við matið er horft til sex megin- þátta, þar á meðal fjölda vísinda- greina í virtum fræðitímaritum, fjölda tilvitnana annarra vísinda- manna í rannsóknir á vegum háskólans, frammistöðu háskóla út frá starfsmannafjölda og fjölda starfsmanna sem hljóta vísinda- verðlaun fyrir framlag sitt til ein- stakra fræðagreina. Samhliða Shanghai-listanum yfir fremstu háskóla heims eru einnig birtir listar yfir árangur þeirra á einstökum fræðasviðum. Þar kemur meðal annars fram að Háskóli Íslands er í tíunda sæti yfir bestu háskóla heims á sviði fjar- könnunar. – sg Háskóli Íslands á virtan lista yfir bestu skólana Jón atli Bene- diktsson, rektor HÍ, segir þetta mikla viður- kenningu. Mynd/KRistinn ingvaRsson HeilbrigðiSMál SÁÁ var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á að gera samn- ing við Sjúkratryggingar Íslands um meðferð fyrir áfengissjúklinga. Fulltrúar SÁÁ verða í framhaldinu boðaðir til samningaviðræðna. Eins og Fréttablaðið greindi frá hinn 11. júlí síðastliðinn auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir með- ferð fyrir áfengissjúklinga á EES- svæðinu. Það var gert á grundvelli nýrra laga um opinber innkaup. Samkvæmt lögunum er ýmis opin- ber þjónusta, svo sem félags- og heilbrigðisþjónusta sem áður var undanþegin útboðsskyldu orðin útboðsskyld. Fresturinn til að lýsa yfir áhuga á að taka að sér verkefnið er runn- inn út. „En í sjálfu sér er kannski ekki knýjandi tímapressa á málinu þar sem er í gildi samningur milli aðila,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Strangt til tekið sé unnið eftir samningi sem er runninn út miðað við upphaflegu dagsetninguna, en í samningnum sé ákvæði um að hann haldi gildi sínu meðan báðir aðilar séu sáttir við þá skipan. „Langtíma- samningurinn hefur því umbreyst í skammtímasamning, en það er samningur í gildi og greiðslur fyrir þjónustuna hafa verið uppfærðar samkvæmt forsendum fjárlaga,“ bætir hann við Steingrímur Ari segir ákjósanlegast að nýr samningur við SÁÁ verði á bilinu þriggja til fimm ára langur. Fimm ár séu hámarkstími. – jhh SÁÁ vilja einir halda úti meðferð Langtímasamning­ urinn hefur því umbreyst í skammtíma­ samning. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands 2 4 . á g ú S t 2 0 1 7 F i M M t u D a g u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 8 F -E D D 4 1 D 8 F -E C 9 8 1 D 8 F -E B 5 C 1 D 8 F -E A 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.