Fréttablaðið - 24.08.2017, Page 16
Agnar Tómas Möller, framkvæmda-
stjóri sjóða hjá GAMMA, segir að
höft Seðlabanka Íslands á innflæði
erlends fjármagns sé aðalástæða
þess að lengri tíma vaxtamunur við
útlönd hafi haldist hár. Ummæli
Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra um að minni vaxtamunur sé
forsenda þess að hægt sé að létta á
innflæðishöftunum séu því nokkuð
undarleg „því eggið komi vanalega
ekki á undan hænunni“.
Seðlabankastjóri tók fram á
fundi í Seðlabankanum í gær, þar
sem kynnt var ákvörðun peninga-
stefnunefndar bankans um að halda
stýrivöxtum óbreyttum, að vextir
bankans yrðu ekki lækkaðir til þess
eins að „vinda ofan af fjárstreymis-
tækinu“. Þess í stað yrði losað um
innflæðishöftin í skrefum sem tækju
tillit til aðstæðna og þá ekki síst þró-
unar lengri tíma vaxtamismunar við
útlönd.
Seðlabankinn virkjaði sérstakt
fjárstreymistæki í júní í fyrra. Var
þá kveðið á um að 40 prósent af inn-
flæði fjármagns vegna fjárfestinga í
skuldabréfum þyrfti að binda í eitt
ár á núll prósent vöxtum.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, segir að ýmsir
á markaði hafi túlkað orð sem Már
hafi látið falla í viðtali við frétta-
veitu Bloomberg í byrjun mánaðar-
ins á þá leið að Seðlabankinn teldi
sig knúinn til þess að losa um inn-
flæðishöftin og að það væri sjálfstæð
ástæða til lækkunar vaxta. Seðla-
bankastjóri hafi með yfirlýsingu
sinni í gær reynt að leiðrétta þann
misskilning.
„Það kom skýrt fram í máli seðla-
bankastjóra í gær að bankinn hugsar
þetta öfugt. Að hann muni losa
jafnt og þétt um innflæðishöftin
þegar vaxtamunurinn við útlönd er
orðinn það lítill að það leiði ekki til
stórkostlega kviks innflæðis.
Þeir virðast þannig sjá losun inn-
flæðishaftanna sem möguleika sem
er smám saman að opnast eftir því
sem vaxtaumhverfið hér færist nær
því sem eðlilegt má teljast erlendis.
Með vaxtalækkun hér á landi sem og
hækkandi vöxtum erlendis sé ekki
lengur þörf á svona ströngum inn-
flæðishöftum.“
Agnar Tómas segir innlenda fjár-
festa hafa leitað úr landi eftir að
losað var um gjaldeyrishöftin í mars
á sama tíma og erlendum skulda-
bréfafjárfestum sé haldið fyrir utan
landið.
„Innflæðishöftin hafa þann-
ig leitt til aukinna sveiflna í gengi
krónunnar og hugsanlega ýtt upp
verðbólguálagi sem gæti stuðlað
að aðhaldssamari peningastefnu
en ella. Hugsanlega hefur það riðið
baggamuninn í þeirri ákvörðun
Seðlabankans að halda vöxtum
óbreyttum, því yfirlýsingar Seðla-
bankans í gær tikkuðu í öll box fyrir
lækkun vaxta,“ segir hann.
Agnar Tómas bendir auk þess á að
samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðla-
bankans muni fjárfestingar fyrir-
tækja dragast saman á næstu árum.
Það sé mikið áhyggjuefni. „Eftir að
losað var um gjaldeyrishöftin vantar
nauðsynlega aukið fjármagn inn í
hagkerfið. Það skýtur því skökku
við að Seðlabankinn skuli ekki
fylgja ráðleggingum Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og aflétta hömlum á
erlenda lengri tíma skuldabréfafjár-
festingu.“
Undir þetta tekur Halldór Benja-
mín Þorbergsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins.
Hann segir Seðlabankann ekki geta
lengur falið sig á bak við það að inn-
flæðishöftin séu neyðarúrræði fyrir
íslenskt efnahagslíf.
„Innflæðishöftin hefta, eðli máls
samkvæmt, erlenda fjárfestingu og
skaða þar með íslenskt efnahagslíf
til lengri tíma litið. Höftin hafa verið
við lýði í rúmlega ár þvert gegn ráð-
leggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins sem hefur lagt áherslu á að þau
eigi ekki að gegna lykilhlutverki í
hagstjórn. Það er mjög gagnrýni-
vert.“ kristinningi@frettabladid.is
Markaðurinn misskildi
orð seðlabankastjóra
Framkvæmdastjóri hjá GAMMA segir ummæli seðlabankastjóra um að minni
vaxtamunur við útlönd sé forsenda þess að hægt sé að létta á innflæðishöft-
unum undarleg. Höftin séu aðalástæða þess að vaxtamunurinn hafi haldist hár.
Seðlabankastjóri segir að vextir verði ekki lækkaðir til þess að „vinda ofan af fjárstreymistækinu“. Fréttablaðið/SteFán
Innflæðishöftin
hafa leitt til aukinna
sveiflna í gengi krónunnar og
hugsanlega ýtt upp verð-
bólguálagi sem gæti stuðlað
að aðhaldssamari peninga-
stefnu en ella.
Agnar Tómas
Möller, fram-
kvæmdastjóri
sjóða hjá GAMMA
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16
BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS
www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is
Yfir 300 vörutegundir
fyrir veitingastaði,
mötuneyti og fyrir þig !
11 milljarða króna inn-
flæði í ríkisskuldabréf
Rúmlega 11 milljarða króna inn-
flæði var í ríkisskuldabréf á fyrstu
sjö mánuðum ársins, að því er
fram kemur í hausthefti Peninga-
mála sem komu út í gær. Þar segir
að innstreymi fjármagns vegna
nýfjárfestingar á innlendum
skuldabréfamarkaði hafi aukist
frá því í apríl, en slík vaxtamunar-
viðskipti nánast stöðvuðust eftir
að Seðlabankinn virkjaði fjár-
streymistæki sitt í í júni í fyrra.
Var innflæðið 1,6 milljarðar
í apríl, 5,2 milljarðar í maí, 0,7
milljarðar í júní og 3,8 milljarðar í
júlímánuði.
Hagnaður olíufélagsins N1 nam 831
milljón króna á fyrstu sex mánuð-
um ársins og dróst saman um 19,9
prósent á milli ára. Dróst EBITDA
félagsins – rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir, skatta og fjármagnsliði
– saman um 12,7 prósent og nam
1.478 milljónum króna.
Segja stjórnendur félagsins sam-
dráttinn skýrast af óhagstæðri
þróun á heimsmarkaðsverði á olíu,
en bensínverð lækkaði um 9,8 pró-
sent á öðrum fjórðungi ársins, sem
og hærri launakostnaði, en hann
hækkaði um 11 prósent á tíma-
bilinu.
Engu að síður er afkomuspá
félagsins óbreytt fyrir árið. Gera
stjórnendur N1 ráð fyrir að EBITDA
verði á bilinu 3.500 til 3.600 millj-
ónir að undanskildum kostnaði við
fyrirhuguð kaup félagsins á Festi.
Framlegð N1 af vörusölu dróst
saman um átta prósent á öðrum
fjórðungi ársins og nam 2.796
milljónum króna á fjórðungn-
um. Er sérstaklega tekið fram í
afkomutilkynningu að þróun
á heimsmarkaðsverði á elds-
neyti og gengisstyrking krón-
unnar hafi haft neikvæð áhrif
á afkomu félagsins á öðrum
fjórðungi ársins, en
til samanburðar
v o r u á h r i f
þessara þátta
á afkomuna
j á k v æ ð á
sama tíma-
bili í fyrra.
Re k st r -
a r t e k j u r
félagsins námu alls 16.077 millj-
ónum króna á fyrstu sex mánuðum
ársins sem er 3,9 prósenta hækkun
frá sama tímabili árið áður. Á
móti var rekstrarkostnaður
félagsins 4.013 milljónir
króna og jókst um 4,8 pró-
sent á milli ára.
Arðsemi eigin fjár N1
var 10,8 prósent á fyrstu
sex mánuðum ársins borið
saman við 22,6 prósent á
sama tíma í fyrra. Var
eigið fé félagsins
12.471 millj-
ón króna og
eiginfjárhlut-
fallið 46,4
p r ó s e n t í
l o k j ú n í -
m á n a ð a r .
– kij
Hagnaður N1 minnkaði
um fimmtung á milli ára
20%
samdráttur var á hagnaði N1
á fyrstu sex mánuðum ársins.
Þrátt fyrir að afkoma N1
hafi versnað á fyrri helmingi
ársins er afkomuspá félagsins
fyrir árið í heild óbreytt.
markaðurINN
2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R16 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð
2
4
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
8
F
-D
5
2
4
1
D
8
F
-D
3
E
8
1
D
8
F
-D
2
A
C
1
D
8
F
-D
1
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K