Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 2
Veður Það er útlit fyrir óvenju mikla rigningu á Suðausturlandi og Aust- fjörðum þangað til síðdegis í dag. Þessu fylgir allhvöss suðaustanátt, vestanvert landið sleppur við vindinn. Þurrast verður á Norð- austurlandi og þar verður jafnframt hlýjast, eða 16 stig þegar best lætur. sjá síðu 16  Söng gömlu lögin á Dillon „Stál og hnífur er merkið mitt,“ gæti Bubbi Morthens verið að syngja. Hann spilaði gömlu lögin sín á öldurhúsinu Dillon í gær við góðar undirtektir viðstaddra. Bubbi er með röð tónleika á veitingastaðnum í vetur, en þeir næstu fara fram 24. október og 14. nóvember. Fréttablaðið/andri Marínó 29. september í 4 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 44.995 m/morgunmat PRAG Helgarferð á spottprís ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 Allt að 39.950 kr. afsláttur á mann samfélag Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum og eigandi hryssunnar Mósunnar, fékk ánægjulegt símtal seint á mánu- dagskvöld. Þar var henni tjáð að búið væri að fara yfir nafnareglur WorldFeng og að ekki væri meining- in að banna nöfn með greini. Mósan er því komin inn í gagnabankann og gekk Guðrún frá pappírunum í gær. „Það var hringt í mig og mér tjáð að það ætti að leyfa allt íslenskt, jafnvel þótt það væri með greini. Það á að taka strangt á erlendum nöfnum og sum þurfa að fara í skoðun hjá nefndinni en það á að leyfa nöfn með greini,“ segir Guð- rún sem var eðlilega kát og glöð með málalyktir. Hún segist alveg hafa verið til- búin að fara með málið lengra og halda uppi vörnum til að geta kallað hryssuna áfram Mósuna. Frétt Fréttablaðsins seint í ágúst vakti mikla athygli, ekki aðeins hér á Íslandi heldur út fyrir land- steinana. Þannig fjallaði BBC meðal annars um málið og útvarpsarmur fjölmiðlarisans CBC frá Kanada tók málið upp á sína arma. Nafninu Mósan var hafnað með þeim rökum að nöfn með greini brytu í bága við íslenska nafna- hefð og að sérnöfn væru nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hestanafnanefndin, sem tveir aðil- ar sitja í, var sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefndu hrossin sín góðum og gild- um íslenskum nöfnum en ekki allir. Sumir gáfu íslenskum hrossum klúr nöfn og með ruddalegri merkingu og því var ákveðið að grípa inn í. „Ég er sátt og bakka bara út úr öllu enda fullnaðarsigur,“ segir Guðrún hress og kát sem fyrr. benediktboas@365.is Fengu leyfi til að gefa hryssu nafnið Mósan Hryssan Mósan fær að heita því nafni en Guð­ rún Hrafnsdóttir, hrossa­ bóndi á Skeggsstöðum og eigandi hryssunnar, fékk staðfestingu á því á mánudagskvöld. Hesta­ nafnanefnd WorldFeng hafði áður hafnað nafn­ inu á þeirri forsendu að það væri með greini. Hryssan Mósan gengur hér í forustu með öðrum hrossum frá Skeggsstöðum. Hún er þriggja vetra, móálótt að lit. Mynd/SkeggSStaðir Geta breytt nafni þangað til hross er sýnt Hestaeigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kyn- bótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hestaeigendur geta haft nafnabanka WorldFeng til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Fréttir af baráttu fyrir nafni hryssunnar vöktu heimsathygli. Viðskipti Húseignirnar að Staðar- felli  á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna ára- tugi, hafa verið settar á sölu. Það eru samtals fimm byggingar sem hýst hafa starfsemi SÁÁ frá árinu 1980. Þar er um að ræða 750 fermetra skólabyggingu frá 1912, íbúðarhús með þremur íbúðum frá 1969, íbúðarhús með tveimur íbúðum frá 1971, véla- og verkfæra- geymslu frá 1955 og geymsluhús- næði með kæligeymslu og þurrk- svæði frá 1948. Ríkiskaup óskuðu eftir tilboðum í eignirnar en tilboðsfrestur hefur verið auglýstur til 9. október.  – jhh Staðarfell sett á sölu sáDi-aRaBía Sádiarabískar konur munu frá og með júní á næsta ári geta tekið bílpróf og fengið leyfi til að aka bifreið. Þetta felst í konung- legri tilskipun sem kunngjörð var í gær í beinni útsendingu í ríkissjón- varpi landsins. Sádi-Arabía hefur lengi verið eina landið í veröldinni þar sem konum hefur verið meinað að aka bíl. Bannið hefur löngum þótt hið vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og þótt skaða ímynd landsins. Markmiðið er þó ekki eingöngu að bæta ímyndina heldur einnig efnahag landsins. Stjórnvöld hafa hvatt konur til að fara meira út á atvinnumarkaðinn. Kostnaðurinn sem hlýst af því að ráða einkabíl- stjóra hefur hingað til virkað letj- andi. Breytingarnar eiga að bæta það ástand. – jóe Konur fá loks að taka bílpróf í Sádi-Arabíu NoReguR Fréttastofan Norsk Tele- grambyrå (NTB) sendi fyrir mistök fréttaskeyti á alla helstu fjölmiðla Noregs þess efnis að Haraldur Nor- egskonungur væri látinn. Þremur mínútum seinna var fréttaskeytið dregið til baka. „Sorg ríkir í Noregi. Haraldur fimmti Noregskonungur er látinn, xx að aldri. Konungurinn lést xxxx (dagur/dagsetning) (á heimili, spít- ala eða þvíumlíkt) kl. xxx.“ Svo hljóðaði fréttaskeytið en NTB þjónustar allar helstu fréttastofur Noregs. Skeytið var sent til fjölmiðla klukkan 12.06 að norskum tíma en þremur mínútum síðar barst nýtt skeyti þar sem fregnir af andláti Noregskonungs voru dregnar til baka. „Þetta voru mistök og auðvitað átti þetta ekki að birtast,“ segir Ole Bjellaanes, ritstjóri NTB – tpt Röng frétt af andláti 2 7 . s e p t e m B e R 2 0 1 7 m i ð V i k u D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -7 D B 8 1 D D B -7 C 7 C 1 D D B -7 B 4 0 1 D D B -7 A 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.