Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 46
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur, Hlíðarhúsum 5, áður að Espigerði 12, sem lést 19. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 29. september kl. 13.00. Helga Guðmundsdóttir Brynhildur Ingvarsdóttir, Magnús Ingimundarson Ósk Ingvarsdóttir, Elísabet V. Ingvarsdóttir, Ágúst Tómasson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Örn Ingi Gíslason fjöllistamaður, Klettagerði 6, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 23. september sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri og Heimahlynningu. Dýrleif Bjarnadóttir Halldóra Arnardóttir Javier Sánchez Merina Þórarinn Stefánsson Petrea Óskarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, besti vinur og móðir okkar, Helga Ósk Kúld sjúkraliði, Brávallagötu 16, Reykjavík, lést 21. september. Hún verður jarðsungin mánudaginn 2. október klukkan 13.00 frá Neskirkju. Stefán Brynjólfsson Aðalbjörg Ólafsdóttir Halldóra Ólafsdóttir Heiðrún Ólafsdóttir Guðlaug Helga Helgudóttir Kúld Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Önnu Hafliðadóttur frá Neðri–Tungu Þórsgötu 1, Patreksfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Þorvarðarson veggfóðrara- og dúklagningameistari, Prestastíg 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 20. september. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 28. september klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar LSH. Guðbjörg Benjamínsdóttir Guðlaug Einarsdóttir Magnús Agnarsson Herdís Einarsdóttir Oddur B. Grímsson Þorvarður Einarsson Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir Sigvaldi Einarsson Guðlaug Birgisdóttir Agnes Vilhelmsdóttir Kolbrún Vilhelmsdóttir Ólafur Skúli Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Anna Björgúlfsdóttir frá Neskaupstað, lést á heimili sínu, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut, mánudaginn 18. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 28. september kl. 13.00. Óliver Úlfar Hermannsson Sigrún Eyjólfsdóttir Margrét Jónsdóttir Hjalti H. Hjaltason Marteinn Steinar Jónsson Úlfhildur S. Úlfarsdóttir og fjölskyldur. Það er eitthvað sem við Sölvi ætlum í sameiningu að reyna að komast að. Hann mun kannski meira fjalla um tölur og fasta staðla, ég reyndar líka, en ég mun meira miðla af reynslu minni sem tónlistarmaður sem hefur verið það í mörg ár og sérstaklega á því tímabili sem ég hef verið að gera tónlist; þegar ég byrjaði í tónlistinni steig forsetinn bara fram dapur og sagði „plötusala er dauð“. Núna er það streymið sem er að taka við keflinu. Við erum að fjalla um landslagið í dag á þessum nýju og breyttu tímum og hvort það sé hagur að því að vera tónlist- armaður og hvernig það sé hægt að hagn- ast á tónlist,“ segir Arnar Freyr Frostason viðskiptafræðingur en hann ásamt Sölva Blöndal hagfræðingi mun halda fyrir- lestur með yfirskriftinni „Er hagur í tón- listinni?“. Fyrirlesturinn er á vegum FVH, félags viðskipta- og hagfræðinga, og fer fram á Kex hosteli klukkan fimm í dag. Líklegt er að fleiri kannist við Arnar og Sölva sem annars vegar Arnar Frey úr rappdúettinum Úlfur Úlfur og hins vegar við Sölva sem Sölva úr rapp- sveitinni Quarashi. Sölvi starfar sem hagfræðingur hjá Gamma ásamt því að vera einn af stofnendum Öldu, nýjasta íslenska útgáfufyrirtækisins – sem meðal annars er með Úlfur Úlfur á sínum snærum. Arnar hins vegar er í atvinnumennskunni og starfar einungis sem tónlistarmaður. Hann er þó með viðskiptafræðigráðu þar sem áherslan er á markaðsfræði – svona ef allt fer til fjandans í músíkbransanum. Úlfur Úlfur hefur hins vegar verið að ferðast ansi stíft upp á síðkastið þar sem þeir félagarnir hafa meðal annars spilað fyrir Pólverja og Rússa, svo að það virðist ekkert þurfa að reyna á gráðuna neitt bráðlega. Hvernig er það að vera listamaður með viðskiptafræðigráðu, er það ekki Bóheminn sem er viðskiptafræðingur Félag viðskipta- og hagfræðinga býður í kvöld upp á létt spjall þar sem þeir Sölvi Blöndal og Arnar Freyr Frostason ræða það hvort tónlistarbransinn sé fyrirbæri sem hægt sé að hagnast á. Þeir hafa báðir mikla þekkingu á tónlist og hagnaði. Merkisatburðir 1264 Þórður Andrésson, goðorðsmaður á Völlum á Rangárvöllum, er veginn af mönnum Gissurar Þorvalds- sonar jarls. Þórður er eftir dauða sinn nefndur síðasti Oddaverjinn. 1290 Jarðskjálfti í Hebei-héraði í Kína; talið að um 100.000 manns hafi farist. 1529 Umsátrið um Vínarborg hefst. Það er fyrsta tilraun Suleimans fyrsta til að ná borginni á sitt vald. 1540 Jesúítareglan, sem Ignatius Loyola stofnaði 1534, fær viðurkenningu páfa. 1590 Úrbanus VII. páfi deyr aðeins 13 dögum eftir að hann er kjörinn páfi og hefur enginn páfi setið skemur í embætti. 1922 Fyrsta íslenska myntin fer í dreifingu í Reykjavík. Eru það 10 aura og 25 aura peningar. Krónupeningur er ekki sleginn fyrr en 1925. 1958 Í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð er reist minnismerki um Þorstein Erlingsson á aldarafmæli hans. Þorsteinn ólst upp í Hlíðarendakoti. 1963 Kona á leið frá Akureyri til Reykjavíkur verður millj- ónasti farþegi Flugfélags Íslands. 1964 Warren-nefndin gefur út skýrslu sína um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og kemst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki. 1966 Rússneska skemmtiferðaskipið Baltika leggur upp í mjög umtalaða ferð frá Reykjavík til Svartahafs með 421 farþega. Áfengisneysla þykir keyra um þverbak í ferðinni. 1981 Pétur Sigurgeirsson, 62 ára prestur og vígslubiskup, er settur í embætti biskups yfir Íslandi. 1983 Tilkynnt er um tilurð GNU-verkefnisins með skeyti sem sent er á Usenet-fréttahópa. 1998 Fyrirtækið Google er stofnað. Arnar Freyr Frostason kláraði viðskiptafræðigráðu meðan hann rappaði með Úlfur Úlfur. FréttAblAðið/Auðunn Sölvi blöndal, hagfræð­ ingur og aðal­ sprauta Quarashi. Þegar ég byrjaði í tónlistinni steig for- setinn bara fram dapur og sagði „plötusala er dauð“. pínu mótsögn? „Það er geggjað. Fyrir þann sem veit ekkert hvað hann á að læra er þetta ógeðslega praktísk þekk- ing af því að viðskipti eru alls staðar. Eins leiðinlegt og það er eru það nátt- úrulega peningar sem snúa öllum tann- hjólum. Þó að ég sé tilfinningaríkur listamaður sem vill bara vera bóhem þá verð ég líka að vita þetta. Þetta er auðvitað nytsamleg þekking svo ég geti miðlað mínum boðskap – ég verð að vita hvernig peningar virka svo ég geti talað um að peningar séu vondir.“ stefanthor@frettabladid.is 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r14 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D B -A 5 3 8 1 D D B -A 3 F C 1 D D B -A 2 C 0 1 D D B -A 1 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.