Fréttablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 27
Starfsfólk fyrirtækjaþjónustu Pennans hefur áralanga reynslu af því að þjónusta fyrirtæki og stofnanir. Mynd/Hanna
Leitz Complete er „mini“
hátalari með þráðlausri
Bluetooth-tengingu. Þrátt
fyrir að vera lítill eru hljóm-
gæðin frábær. Á hátalaran-
um er hljóðnemi og hentar
hann því fyrir fundina, í
bústaðinn eða útileguna.
USB orkubanki
fyrir farsíma
og spjaldtölvur
hleður tvö tæki
í einu.
Við leggjum áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina okkar, koma til móts við
óskir þeirra og geta brugðist hratt
við þegar vörur eru pantaðar,“ segir
Jóhann Gunnarsson, sölustjóri hjá
fyrirtækjaþjónustu Pennans. „Fyrir-
tækjaþjónustan verður tuttugu ára í
ár og við höfum því áratuga reynslu
í því að veita fyrirtaks þjónustu
til fyrirtækja af öllum stærðum og
gerðum, allt frá stærstu fyrirtækjum
landsins, minni fyrirtækjum og
stofnunum niður í einyrkja.“
ný vefsíða eykur möguleika
Ýmsar leiðir eru færar til að panta
vörur hjá Pennanum. „Hægt er
að fá sölumenn okkar á staðinn,
hringja í þjónustuverið eða mæta
í verslanir okkar. En einnig hefur
færst töluvert í vöxt að fólk kjósi að
versla í gegnum netið,“ segir Jóhann
en fyrr á þessu ári var opnuð ný,
stærri og betri vefverslun á www.
penninn.is. „Vefurinn er útbúinn
mjög öflugri leitarvél og mörgum
þykir afar þægilegt að nota vefinn
til að versla.“
Viðgerðarþjónusta og stóla-
verkstæði
Jóhann segir viðskiptavini sína
leggja mikið upp úr því að fá góða
þjónustu, ekki síst að loknum
kaupum. „Fólk er að kaupa verð-
mæti og vill fá góða eftirfylgni ef
eitthvað kemur upp á. Því erum við
með stólaverkstæði ef eitthvað amar
að skrifstofustólunum og viðgerðar-
þjónustu fyrir til dæmis kaffivélarn-
ar sem við leigjum fyrirtækjunum.“
Breitt vöruúrval
Vöruúrvalið er sannarlega breitt
hjá Pennanum og þær fæst allt
sem þarf til að reka skrifstofur.
„Við erum með allt frá pennum,
borðum og stólum upp í rekstrar-
vörur, tölvurekstrarvörur og kaffi,“
segir Jóhann. Fundarherbergi spila
stóran þátt í flestum skrifstofum
og þar er ekki komið að tómum
kofanum frá Pennanum sem
býður upp á fjölbreyttar lausnir
á snertiskjáum og öðrum búnaði
fyrir fundar herbergi.
Lögð er áhersla á gæði í vörunum
sem boðið er upp á hjá Pennanum.
„Við erum bæði með ný og flott
merki en einnig vörumerki sem við
höfum haft í marga áratugi og erum
stolt af,“ segir Jóhann. Hann nefnir
sem dæmi Leitz sem er þekkt fyrir
bréfabindi, heftara, gatara, hleðslu-
banka og þráðlausa hátalara.
„Legamaster er annað gæðamerki
sem býður upp á tússtöflur og
snertiskjái og svo erum við með
Kinnarps í stólum og húsgögnum
og Herman Miller sem er þekkt
merki í skrifstofustólum.“
Skrifstofurými í þróun
Á þeim tuttugu árum sem
fyrirtækjaþjónusta Pennans hefur
starfað hafa orðið miklar breyt-
ingar á skrifstofurýmum. Í stað
lokaðra skrifstofa eru opin rými nú
algengust og þeim fylgja allt aðrar
kröfur á húsgögn og þjónustu en
áður. „Við fylgjumst vel með breyt-
ingum á skrifstofumenningunni og
höfum tekið þátt í mikilli þróun.
Sumar vörur hafa ekkert breyst,
aðrar dottið út og enn aðrar þróast
mikið,“ segir Jóhann.
Hann tekur sem dæmi að um
þessar mundir séu vinsæl svokölluð
standandi fundarherbergi. „Það
eru framtíðarfundarherbergi þar
sem haldnir eru örfundir þar sem
fólk stendur í stað þess að sitja. Við
erum með lausnir fyrir slík rými.“
Meðal annarra nýjunga nefnir
Jóhann aukið úrval Pennans á
hleðslubönkum og viðlíka græjum.
„Það færist æ meir í vöxt að starfs-
fólk vinnur á símana sína, spjald-
tölvur eða fartölvur, og þarf þá
að vera mikið á ferðinni. Þar
koma hleðslustöðvar sterkt
inn.“
Þjónusta um allt land
Penninn rekur verslanir í
Vestmannaeyjum, Keflavík,
Akureyri, Ísafirði, Akra-
nesi, Húsavík og nokkrar á
höfuðborgarsvæðinu. Því
er lítið mál að þjónusta fólk
um allt land. „Við sendum
út um allt land og þegar
fyrirtæki panta hjá okkur fá
þau vöruna senda upp að
dyrum ásamt glaðningi,“
segir Jóhann en í hverjum
mánuði er einnig boðið upp
á skemmtilegan kaupauka.
Allar nánari upplýsingar má finna
á www.penninn.is
Þjónustan ávallt í fyrirrúmi
Góð og lipur þjónusta er aðalsmerki
fyrirtækjaþjónustu Pennans sem í
tuttugu ár hefur þjónustað fyrirtæki
af öllum stærðum og gerðum.
KynnInGaRBLaÐ 5 M I ÐV I KU daG U R 2 7 . s e P t e m b e r 2 0 1 7 SKRIfStofan
2
7
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
D
B
-9
B
5
8
1
D
D
B
-9
A
1
C
1
D
D
B
-9
8
E
0
1
D
D
B
-9
7
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K